Fara í efni

Kjólar fyrir veislurnar í sumar - Steldu stílnum frá hátískuviku í París

Tíska - 15. júlí 2025

Ef þú ert að leita að dressi fyrir veislur sumarsins, ertu komin á réttan stað. Við kíktum á hátískuviku í París og fengum að vanda hellings innblástur sem við gátum ekki beðið eftir að deila með lesendum HÉRER.is. Hvort sem það er garðveisla, brúðkaup eða spontant partí í miðbænum sýnum við þér hvernig þú getur klætt þig fyrir tilefnið og hvar þú finnur dressin sem láta þig bera af.

Litli, svarti kjóllinn

Eitthvað sem klikkar seint og þarf að vera til í fataskáp hverrar konu. Hér eru nokkrir smart á stílstjörnunum frá nýliðinni hátískuviku í París og þeir sem fást í verslunum Smáralindar.
Zara, 6.995 kr.
Boss, Mathilda, 74.990 kr.
Zara, 5.995 kr.
Galleri 17, 28.995 kr.
Zara, 6.995 kr.
Leyfðu áhugaverðri tösku að sjá um að tala þegar kemur að einföldum, svörtum kjól.

Doppur

Mynstrið sem minnir okkur alltaf á veðreiðakjólinn hennar Juliu Roberts í Pretty Woman er heldur betur að koma sterkt inn í tískubransanum, enn og aftur.
Polo Ralph Lauren, Mathilda, 74.990 kr.
Zara, 12.995 kr.
Gina Tricot, 5.595 kr.
Zara, 11.995 kr.
Kjóllinn hennar Juliu Roberts í Pretty Woman er góður innblástur fyrir garðveislur sumarsins.

Gult eins og sólin

Þeir eru ófáir kjólarnir sem minna á dressið hennar Kate Hudson í How to Loose a Guy in 10 Days sem sjást á samfélagsmiðlum þessa dagana. Í öllu falli er guli liturinn að trenda - og ekki síst sá smjörguli.
Zara, 7.995 kr.
Mathilda, 29.994 kr.
Gina Tricot, 9.195 kr.
Gina Tricot, 11.095 kr.
Zara, 13.995 kr.
Fáðu innblástur frá kjólnum hennar Kate Hudson í myndinni How To Loose a Guy in 10 Days.

Sjóðheitur rauður

Ef þú vilt vekja eftirtekt er hárauður kjóll málið. Rauði liturinn í bland við rústrauðan og vínrauðan eru í sviðsljósinu þessi dægrin.
Það er ekki annað hægt en að hugsa til þessa goðsagnakennda augnabliks í poppkúltúrnum þegar Cindy Crawford mætti í eldrauðum Versace-kjól á Óskarsverðlaunahátíðinni í denn. Ef þú vilt vekja eftirtekt og vera kynþokkafyllsta konan á svæðinu er rauður litur málið!
Gina Tricot, 6.695 kr.
Galleri 17, 29.995 kr.
Gina Tricot, 7.395 kr.
Malene Birger, Karakter, 56.995 kr.
Galleri 17, 17.995 kr.
Geggjuð hugmynd að greiðslu ef þú ert í kjól með beru baki.

Hvítir og sætir

Ef þú ert ekki á leið í brúðkaup, gætu þessir komið til greina enda fátt fallegra en hvítur, rómantískur kjóll við sólkyssta húð og sandala.
Skór sumarsins eru án nokkurs vafa mínimalískir sandalar, bæði með „kitten hælum“ og flatir.
Zara, 15.995 kr.
Zara, 8.995 kr.
Vero Moda, 9.990 kr.
Gina Tricot, 11.995 kr.
Gina Tricot, 7.395 kr.

Glimmer og glans

Smá glimmer og glans hefur aldrei skaðað neinn.
Vila, 11.990 kr.
Galleri 17, 29.995 kr.
Selected, 10.990 kr.
Vero Moda, 15.995 kr.
Samfella og pils við „statement“-belti er líka flott lausn þegar kemur að sparifatnaði.

Meira úr tísku

Tíska

Heitustu yfirhafnirnar á herrana í haust

Tíska

2 ára afmæli Mathilda í Smáralind fagnað með hönnuðinum Charlotte Sparre

Tíska

Beyoncé og Levi´s­ í eina sæng

Tíska

Aftur í skólann með Galleri 17

Tíska

Skólastart með stæl

Tíska

Buxur og pils til að fríska upp á fataskápinn fyrir haustið

Tíska

Langstærsta trendið á tískuviku í Köben

Tíska

Gírinn fyrir verslunarmanna­helgina