Litli, svarti kjóllinn
Eitthvað sem klikkar seint og þarf að vera til í fataskáp hverrar konu. Hér eru nokkrir smart á stílstjörnunum frá nýliðinni hátískuviku í París og þeir sem fást í verslunum Smáralindar.
Doppur
Mynstrið sem minnir okkur alltaf á veðreiðakjólinn hennar Juliu Roberts í Pretty Woman er heldur betur að koma sterkt inn í tískubransanum, enn og aftur.
Gult eins og sólin
Þeir eru ófáir kjólarnir sem minna á dressið hennar Kate Hudson í How to Loose a Guy in 10 Days sem sjást á samfélagsmiðlum þessa dagana. Í öllu falli er guli liturinn að trenda - og ekki síst sá smjörguli.
Sjóðheitur rauður
Ef þú vilt vekja etftirtekt er hárauður kjóll málið. Rauði liturinn í bland við rústrauðan og vínrauðan eru í sviðsljósinu þessi dægrin.
Hvítir og sætir
Ef þú ert ekki á leið í brúðkaup, gætu þessir komið til greina enda fátt fallegra en hvítur, rómantískur kjóll við sólkyssta húð og sandala.
Glimmer og glans
Smá glimmer og glans hefur aldrei skaðað neinn.