Fara í efni

Topp 10 möst í fataskápinn fyrir haustið

Tíska - 8. ágúst 2022

Eins gaman og við höfum af því að fylgjast með nýjustu trendum eru það klassísku flíkurnar sem við fjárfestum í glaðar í bragði og elskum að taka út á hverju hausti. Smörtustu konur Mílanó og Parísar veittu okkur mikinn innblástur að þessu sinni, enda þekktar fyrir að falla fyrir gæðum í gegn.

Hlýrabolur

Þegar götutískumyndir dagsins í dag eru skoðaðar kemur bersýnilega í ljós hvað gamli, góði hlýrabolurinn spilar stóra rullu. Hann er nauðsyn í hvaða fataskáp sem er enda gengur hann vill allt: gallabuxur, pils eða joggingbuxur, gallajakka, blazer eða leddara.

Steldu stílnum

Weekday, Smáralind.
Zara, 2.795 kr.
Karakter, 8.995 kr.

T-shirt

Það jafnast fátt á við krispí, hvítan stuttermabol. Finndu þitt fullkomna eintak sem þú getur klæðst næstu árin.

Steldu stílnum

Zara, 1.895 kr.
Esprit, 6.495 kr.
Zara, 1.595 kr.
Selected, 4.990 kr.

Leddari

Við eigum leðurjakka sem keyptur var í kringum aldamótin og hann eldist eins og gott rauðvín. Ef þú fjárfestir í einum slíkum geturðu verið nokkuð viss um að hann þroskast með þér og stenst hverful tískutrendin.

Steldu stílnum

Vero Moda, 39.990 kr.
Zara, 21.995 kr.

Lúxuskápa

Þegar haustið nálgast eru uppáhaldsfjárfestingin okkar eitt stykki klassísk kápa. Það er eitthvað töfrandi við það að klæðast nýrri kápu þegar spennandi tímar eru framundan í haustbyrjun.

Steldu stílnum

Galleri 17, 21.995 kr.
Zara, 21.995 kr.

Skyrta

Hvort sem hún er blá, röndótt eða hvít, aðsniðin eða í yfirstærð á klassísk skyrta heima í fataskápnum.

Steldu stílnum

Zara, 4.495 kr.
Esprit, 9.995 kr.
Vero Moda, 12.990 kr.
Galleri 17, 13.995 kr.

Blazer

Bjútífúl blazer verður að vera með á þessum lista enda ein mikilvægasta flíkin í fataskápnum, að okkar mati.

Steldu stílnum

Vero Moda, 19.990 kr.
Galleri 17, 32.995 kr.
Zara, 8.495 kr.
Zara, 12.995 kr.

Kasmírpeysa

Það getur verið þess virði að fjárfesta í einum til tveimur litum af góðri peysu úr t.d kasmír.

Steldu stílnum

Selected, 13.990 kr.
Selected, 13.990 kr.
Zara, 3.495 kr.

Leðurstígvél

Leðurstígvél sem standast tímans tönn verða að vera með á „must haves“-listanum okkar.

Steldu stílnum

Zara, 27.995 kr.
Lloyd, Steinar Waage, 29.995 kr.
GS Skór, 39.995 kr.

Punkturinn yfir i-ið

Fallegt úr, hálskeðja, sólgleraugu...þið vitið, þessir aukahlutir sem eru alls ekkert „auka“!
Hringir í eyrun gefa heildarmyndinni mikinn svip.
Derhúfa og næntís-taska eru hámóðins fylgihlutir í dag.
Falleg gleraugu eru geggjaður fylgihlutur sem gerir mikið fyrir heildarmyndina og er auðvitað mikilvæg fjárfesting. Þetta veit Bella Hadid!

Steldu stílnum

Weekday, Smáralind.
Dior, Optical Studio, 66.800 kr.
Prada, Optical Studio, 53.700 kr.
Meba, 18.800 kr.
Meba, 29.900 kr.
Meba, 17.700 kr.
Fendi, Optical Studio, 59.400 kr.

Meiri klassík

Galleri 17, 22.995 kr.
Selected, 25.990 kr.
Selected, 49.990 kr.
Konurnar á strætum Mílanó eru mikil uppspretta tískuinnblásturs enda þekktar fyrir að falla fyrir klassík og gæðum í gegn.

Meira úr tísku

Tíska

Hátískusólgleraugu á 25% afslætti

Tíska

Skrifstofu­gyðjan slær í gegn

Tíska

Bóhemtískan með endurkomu

Tíska

Fáðu innblástur fyrir vorið frá stílstjörnunum í Mílanó

Tíska

Flottir feður á fermingar­daginn

Tíska

Fermingar­tískan 2024

Tíska

Fermingarfötin í Galleri 17

Tíska

Erum við til í þetta trend aftur? Kíkjum á götutískuna í New York