Skuplur
Skuplur stóðu upp úr í götutískunni og algengt að sjá þær heklaðar og krúttlegar- í anda tískunnar í Köben.
Nú stendur tískuvika yfir í Kaupmannahöfn og að sjálfsögðu erum við á HÉR ER með puttann á tískupúlsinum. Í Köben ræður höfuðið ferðinni og hvort sem það er hekluð skupla, sæt slæða eða dramatískur hattur, þá er ljóst að það sem þú ert með á hausnum skiptir mestu máli.