Yndislegar yfirhafnir
Auðvelt er að dífa tánni ofan í litapallettu vorsins með því að fjárfesta í eins og einni yfirhöfn í heillandi lit.
Kasjúal buxur
Víðar buxur með beinu sniði í litapallettu vorsins heilla okkur líka svakalega.
Dýrðlegar dragtir
Við erum komin langan veg frá drapplituðum vinnudrögtum níunda áratugarins. Nú koma þær í öllum regnbogans litum og því ættu allir að geta fundið dragt í sínum uppáhaldslit.
Vor/sumar ´22
Mörg stærstu tískuhúsa heims á borð við Valentino, Versace, Stella McCartney, Gucci og Proenza Schouler sendu dásamlegar, litríkar dragtir niður pallinn þegar þau kynntu vor- og sumartískuna í ár.
X-Factor
Toppar og skyrtur með ákveðinn x-factor heilla okkur.
Létt og leikandi
Kaupmannahafnar tískugyðjurnar voru óhræddar við að klæðast sterkum litum á tískuviku í Köben á dögunum.