Fara í efni

Mikilvægustu yfirhafnir dagsins

Tíska - 17. mars 2023

Það er vel hægt að færa rök fyrir því að yfirhöfnin sé mikilvægasta flíkin í fataskápnum. Stílistinn okkar tók saman jakka, frakka og kápur sem munu koma sér vel á vor- og sumarmánuðum og lifa í fataskápnum næstu árin.

Leðurjakkinn

Leðurjakkinn er flík sem vert er að fjárfesta í enda ætti hann að endast að eilífu og jafnvel erfast á milli kynslóða.
Smart leddari í bomber-sniði.
Eiturgrænn og strúktúraður.
Bjútífúl í búrgúndí.
Mótorhjólastíllinn gefur hvaða átfitti sem er töffaralegan blæ.
Eyddur og eitursvalur við sítt pils í aldamótastíl.
Löðrandi lúxus á þessum karamellulitaða og mjúka leðurjakka.
Leðurtrench koma sterk inn.
Falleg útgáfa við stutt pils og klossuð stígvél.
Trendin í leðurjökkum eru allskonar í ár, bæði sjáum við þá í mikilli yfirstærð en einnig stutta í mótorhjólastíl. Þá koma líka leðurkápur til greina og leðurjakkar sem ná niður á rass með belti um mittið sterkir inn.
Zara, 13.995 kr.
Zara, 10.995 kr.
Selected, 39.990 kr.

Rykfrakkinn

Rykfrakkinn fylgir vortískunni óneitanlega á hverju ári og er ein af þeim flíkum sem stenst tímans tönn og tískusveiflur.
Það gerist ekki mikið klassískara-né franskara. Baksviðs hjá Dior á dögunum.
Stílstjarnan Leonie Hanne sýnir hér og sannar að rykfrakkinn er kynþokkafull flík með meiru.
Ferskjubleik dásemd.
Nútral grátóna rykfrakki við skærrauða fylgihluti.
Skemmtilega öðruvísi litasamsetning.
Galleri 17, 26.995 kr.
Galleri 17, 26.995 kr.
Zara, 12.995 kr.
Zara, 14.995 kr.
Zara, 12.995 kr.

Gallajakkinn

Gallajakkinn er möst í fataskápinn yfir vor- og sumarmánuðina. Ef þú vilt öppdeit af þeim klassíska þá geturðu prófað einn með belti um mittið eða í yfirstærð. Gallabomber-jakkar eru líka að trenda.
Þóra Valdimars á tískuviku í París á dögunum í stuttum og últra svölum gallajakka.
Trendí gallatrench.
Emili Sindlev í gallajakka með óvæntu tvisti.
Sjúklega flottur gallajakki í dökkbláu.
Gallajakkinn er góð „layering“ flík. Prófaðu að klæðast honum undir kápu á kaldari dögum.
Zara, 8.495 kr.
Selected, 23.991 kr.
Vero Moda, 17.991 kr.
Zara, 10.995 kr.
Esprit, 14.995 kr.
Zara, 12.995 kr.
Lindex, 5.999 kr.
Lindex, 8.999 kr.
Kanadíski tuxedo-inn svokallaði eða galla á gallaefni er heldur betur að trenda þessa dagana. Fáðu innblástur frá aldamóta-Justin og Britney og paraðu gallaflíkurnar þínar saman.

Djúsí kápa

Þegar sólin hækkar á lofti viljum við gjarnan klæðast kápum í ljósari litum eins og beis og ljósbrúnu. En djúsí kápa í yfirstærð er eitthvað sem eldist vel í fataskápnum og mun koma sér vel um ókomin ár.
Kremað og hvítt er í uppáhaldi hjá okkur á vorin. Sjáðu hvað axlirnar eru ýktar og ermarnar langar, það gefur kápunni ákveðinn x-faktor.
Djúpir, brúnir tónar og vandað efnisval gefur þessu dressi lúxusstimpil.
Svarthvítur strúktur og elegans.
Victoria McGrath er Parísartískan uppmáluð í þessu dressi.
Hversu viðeigandi litatónar fyrir vorið?
Hversu chic?
Gólfsíð og gordjöss á Xeniu Adonts.
Vertu óhrædd við að velja kápu í sterkum lit eins og rauðu. Hann passar vel með langflestu sem til er í fataskápnum, vittu til! Paraðu við rauðar varir fyrir trés chic Parísar-lúkk.
Zara, 27.995 kr.
Karakter, 29.995 kr.
Karakter, 38.995 kr.
Karakter, 44.995 kr.
Weekday, Smáralind.

Bomberinn

Það er ekki hægt að fjalla um yfirhafnir dagsins í dag án þess að nefna bomber-jakkann. Bomberinn er án efa trendí-flík sem kemur og fer úr tísku en ef þú ert að leita að leið til að öppdeita fataskápinn er bomberinn góð leið.
Krispí hvítur bomber við cargo-buxur, það gerist ekki meira trendí.
Tvískiptur og trylltur bomber.
Hermannagræni liturinn er vinsæll í bomber-jökkum í dag.
Zara, 13.995 kr.
Zara, 10.995 kr.
Monki, Smáralind.
Weekday, Smáralind.
Galleri 17, 23.995 kr.
Bomberjakki stílaður við galla- eða kakípils er fersk útfærsla sem er mjög trendí í dag.

Meira úr tísku

Tíska

Vertu í stíl við helstu kylfinga heims

Tíska

Jakkinn sem er mest að trenda í dag

Tíska

Goðsagna­kenndu gallabuxurnar sem allir þurfa að eiga

Tíska

30% afmælisafsláttur í Vero Moda! Stílisti velur flottustu flíkurnar

Tíska

Stílistinn okkar er svo skotin í þessum sjarmerandi stílstjörnum

Tíska

Topp 10 möst að eiga í fataskápnum í sumar

Tíska

Stærstu tískutrendin í vor og sumar 2023

Tíska

Flíkin sem þú verður að eiga í fataskápnum