Fara í efni

Topp 10 möst að eiga í fataskápnum í sumar

Tíska - 26. apríl 2023

Stílistinn okkar tók saman lista yfir það sem gott er að eiga í fataskápnum í sumar. Klassískar vörur sem standast tímans tönn og klikka aldrei á hlýrri mánuðum ársins.

Sætir strigaskór

Það er líklega óhætt að segja að strigaskór séu á hápunkti ferilsins um þessar mundir. Nú snýst allt um nýjustu strigaskó-týpuna og þeir eru bókstaflega notaðir við allt. Strigaskóframleiðandinn New Balance er að taka vinninginn og fólk á öllum aldri klæðist þeim enda úrvalið fjölbreytt. Retró týpur eins og Samba frá Adidas eru líka að trenda enda klassískir strigaskór sem ganga við allt.
Samba frá Adidas á götum Kaupmannahafnar á tískuviku.
Adidas týpurnar eru greinilega vinsælar í Skandinavíu.
Asics á tískuviku í Kaupmannahöfn.
Þóra Valdimars smart í New Balance-týpu í Köben.
Sportlegir og sætir við mínípils og stuttermabol.
Lekker Loewe-týpa.
New Balance við pils og sportsokka.
„Ljótu pabbastrigaskórnir“ eru enn að trenda.
Asics í París.
Enn ein New Balance-týpan.
New Balance, Kaupfélagið, 24.995 kr.
Asics, Kaupfélagið, 14.995 kr.
Kaupfélagið, 24.995 kr.
Gazelle frá Adidas, Kaupfélagið, 21.995 kr.
New Balance, Kaupfélagið, 18.995 kr.
Zara, 6.995 kr.
Kaupfélagið, 19.995 kr.
Air, 21.995 kr.

Sætir sandalar

Tásurnar þurfa ást í sumar eftir langa inniveru. Brúnir leðursandalar eða sportlegri týpa sem gengur jafnt við kjóla, stuttbuxur, pils og buxur og standast tímans tönn eru góð fjárfesting.
Sandalar sem ganga jafnt við kjóla, stuttbuxur, pils og buxur og standast tímans tönn eru góð fjárfesting.
Max Mara vor/sumar 2023.
GS Skór, 24.955 kr.
Timberland, 14.990 kr.
Steinar Waage, 19.995 kr.
Birkenstock, Steinar Waage, 16.995 kr.
Calvin Klein, Steinar Waage, 21.995 kr.
Ugg´s sandalar, GS Skór, 25.995 kr.
GS Skór, 24.995 kr.
Zara, 6.495 kr.

Reffilegur rykfrakki

Fáar flíkur eru jafn eigulegar og klassískur rykfrakki og þess vegna verður hann að vera á þessum lista yfir það sem er möst að eiga í sumar.
Klassískt kombó á götum Mílanó.
Tamara Kalinic í klassískum rykfrakka á tískuviku í Mílanó.
Sætt svart og hvítt dúó.
Rykfrakki í baby bláu er ferskur, þessi fer beint á óskalistann okkar! Zara, 22.995 kr.
Esprit, 29.995 kr.
„Oversized“ rykfrakki úr Weekday, Smáralind.
Zara, 15.995 kr.
Esprit, 26.995 kr.

Geggjaðar gallabuxur

Gallabuxur eru möst í fataskápnum allt árið um kring en ef þú ætlar að fjárfesta í einum fyrir sumarið þá er trendið vítt og sítt! Við elskum hinsvegar sniðið Rowe Extra High frá Weekday og Z1975 Slim Long Lenght High Rise úr Zara og Yoko frá Monki, Smáralind.
Zara, 6.995 kr.
Rowe Extra High frá Weekday, Smáralind.
Iku High Waist úr Monki, Smáralind.
Yoko High Waist frá Monki, Smáralind.

Heitur hlýrabolur

Hvort sem þú parar hann við gallabuxur, pils eða stuttbuxur í sumar er hlýrabolur nauðsynlegur í fataskápinn. Bómull, silki eða prjónaður, með lógó eða beisik-þitt er valið!
Karakter, 9.995 kr.
Karakter, 21.995 kr.
Weekday er með gott úrval af hlýrabolum í allskyns týpum á fínu verði.
Diesel er með massa kombakk í ár! Galleri 17, 15.995 kr.
Zara, 995 kr.

Skyrta í yfirstærð

Ef þú átt ekki skyrtu í yfirstærð í fataskápnum mælum við með að fjárfesta í einni slíkri fyrir sumarið. Gengur jafnt á skrifstofuna sem og yfir bikiníið á ströndinni í sumar.
Zara, 7.995 kr.
Lindex, 5.999 kr.
Zara, 6.995 kr.

Gallapils

Þú ert hugsanlega komin með leið á því að við séum að selja þér gallapils en það verður „stable“ í sumar.
Tískan í Mílanó.
Zara, 6.995 kr.
Þetta gallapils frá Monki hefur slegið í gegn.

Hvítur kjóll

Kjóll í ljósum lit, úr bómull eða jafnvel bróderaður er eitthvað sem gott er að eiga í sumar þegar við förum í sumarleyfi enda gengur hann jafnt í borg og á strönd. Hér eru nokkrir við erum skotnar í.
Zara, 8.995 kr.
Karakter, 31.995 kr.
Galleri 17, 30.995 kr.
Vila, 6.990 kr.
Lindex, 12.999 kr.
Zara, 7.995 kr.
Hvítur kjóll er þess virði að fjárfesta í eða taka fram úr fataskápnum fyrir sumarið.

Stælleg sólgleraugu

Sólgeraugu eru mikilvægasti fylgihlutur sumarsins. Skoðum aðeins hvernig týpum stílstjörnurnar hafa verið að falla fyrir upp á síðkastið.
Ofurfyrirsætan Bella Hadid með gordjöss Dior-týpu.
Ílöng í svörtu.
Með gulu gleri í seventís-stíl.
Hárgreiðslan og sólgleraugun ramma andlitið fallega inn.
„Statement“ gleraugu gera mikið fyrir heildarmyndina.
Í yfirstærð við Loewe-dress.
Kattartýpan er alltaf klæðileg.
Klassi!
Glamúrus næntís-týpa.
Ljós umgjörð í stíl við dressið.
Súpersmart speglagleraugu á Ciara Ferragni.
Chloé, Optical Studio, 71.900 kr.
YSL, Optical Studio, 74.300 kr.
Zara, 3.995 kr.
Zara, 3.995 kr.

Sexí sólarvörn

Ekki gleyma sólarvörninni! Dior kom nýverið á markað með Solar-línu sem samanstendur meðal annars af sólarvörn, líkamsskrúbbi sem inniheldur gullagnir og gefur líkamanum extra ljóma og raka og eftir-sólarkrem sem gott er að hafa við höndina eftir sólríka daga.
Sólarvörn með spf 50 frá Dior. Fæst í Hagkaup, Smáralind.
Líkamsskrúbbur frá Dior með gullögnum sem losar þig við dauðar húðflögur og nærir húðina og gefur ljóma á sama tíma.
Eftir-sólarkrem frá Dior. Hagkaup, Smáralind.

Meira úr tísku

Tíska

20% afsláttur af heimsþekktum vörumerkjum á borð við Polo Ralph Lauren

Tíska

50 sætustu sparikjólarnir

Tíska

Flottasta golflína J. Lindeberg hingað til

Tíska

Þetta þurfa karlarnir að eiga í fataskápnum fyrir vorið

Tíska

Rándýr lúkk úr ZARA fyrir vorið

Tíska

Stílisti mælir með á afslætti á Kauphlaupi

Tíska

Hátískusólgleraugu á 25% afslætti

Tíska

Skrifstofu­gyðjan slær í gegn