Fara í efni

Næntís vegan töskur nýkomnar til landsins!

Tíska - 21. janúar 2021

Við erum sjúklega spenntar að sýna ykkur spennandi viðbót við fylgihlutaflóru landsins. Adax Copenhagen framleiðir litríkar, vegan handtöskur með næntís ívafi á viðráðanlegu verði. Við erum þess fullvissar að yngri kynslóðin muni kolfalla fyrir þeim. Töskurnar eru komnar í Galleri 17 í Smáralind.

Unlimitit-töskulínan frá Adax Copenhagen er með næntís ívafi og litadýrðin einkennir hana. Við höfum á tilfinningunni að yngri kynslóðin muni kolfalla fyrir henni. Öll línan er vegan og úr endurunnu nælonefni.

Litadýrðin minnir okkur á að vorið er handan við hornið!

Keðjurnar halda áfram að vera vinsælar í fylgihlutatískunni.

Smart litasamsetning fyrir vorið.

Öskrandi næntís í sniðum sem eru „on point“ næstu misserin.

Í uppáhaldi hjá okkur

Þessar týpur mættu gjarnan rata inn í fataskápinn okkar!

Þetta snið minnir óneitanlega á nælontöskuna sem tískuhúsið Prada gerði ódauðlega í tískuheiminum á tíunda áratug síðustu aldar.

Galleri 17, Smáralind, 10.995 kr.

Þið finnið okkur í Galleri 17 í Smáralind!

Meira úr tísku

Tíska

Það verður bókstaflega ALLT í þessum lit í vor

Tíska

Svona kjólar verða út um allt á næstunni

Tíska

Götutískan í London

Tíska

Megatrend í Mílanó

Tíska

Þessi trend voru út um allt á tískuviku í París

Tíska

Steldu stílnum af smörtustu konum heims á tískuviku í París

Tíska

Val stílista á Tilboðsvöku í Smáralind

Tíska

Trendin sem við viljum tileinka okkur frá tískuviku í New York