Fara í efni

Ný samstarfslína Vero Moda og áhrifavaldsins Mathilde Gøhler fyrir mæðgur

Tíska - 25. september 2023

Mathilde Gøhler er danskur áhrifavaldur með yfir 1,3 milljónir fylgjenda á Instagram sem þekkt er fyrir elegant og áreynslulausan stíl sem endurspeglast fallega í samstarfslínunni hennar með Vero Moda. Dóttir Mathilde, Kenya Veneda, fékk að taka þátt í hönnunarferlinu en þessi dásamlega mæðgnalína kemur í verslanir Vero Moda þriðjudaginn 26. september. Um er að ræða mínimalískar flíkur sem hægt er að stílisera á allskyns máta, saman eða í sitthvoru lagi.

Klassískur og áreynslulaus stíll

Dökkbrúna kápan er í uppáhaldi hjá Mathilde og mun án efa reynast vel í haust og vetur og um ókomin ár enda klassísk með meiru.

Míní mí

Dóttir Mathilde, Kenya Veneda, tók þátt í hönnunarferlinu en hér má sjá fallega útgáfu af dökkbrúnu kápunni fyrir stúlkur en barnalínan kemur í stærðum 116-164.
Tímalausa mæðgnalínan leikur með þá hugmynd að dætur elska oft að klæða sig upp eins og mæður þeirra. Fyrir Mathilde var það mikilvægt að flíkurnar væru ekki of fullorðinslegar og endurpegluðu töfrandi heim barnanna.

Einfalt og elegant

Stíl Mathilde er oft lýst sem mínimalískum og glæsilegum. Hún velur helst klassískar flíkur og hlutlausa, mjúka litatóna sem hægt er að para saman til að skapa mismunandi útlit.
Daglegt líf er erilsamt og stundum flókið. Klæðnaður okkar ætti ekki að vera það. Það er að minnsta kosti hugmyndafræðin sem ég lifi eftir og markmið sem ég sett mér eftir að ég eignaðist stelpurnar mínar, að læra að flækja ekki hlutina og forgangsraða eigin líðan og vellíðan stelpnanna.

Meira úr tísku

Tíska

Sætustu sundfötin 2025

Tíska

Sumartrendin 2025

Tíska

Það verður bókstaflega ALLT í þessum lit í vor

Tíska

Svona kjólar verða út um allt á næstunni

Tíska

Götutískan í London

Tíska

Megatrend í Mílanó

Tíska

Þessi trend voru út um allt á tískuviku í París

Tíska

Steldu stílnum af smörtustu konum heims á tískuviku í París