Fara í efni

Nýjustu trendin frá París

Tíska - 9. mars 2022

Stílstjörnurnar flykktust á tískuvikuna í París og kepptust við að sýna sig og sjá aðra í heimsins flottustu hátísku. Hér eru nokkur trend sem við lofum að verða mjög áberandi á komandi misserum.

Clueless-stíll og skólastelpulúkk

Tískuhúsið Dior var svolítið að vinna með gulköflótt mynstur og dragtir í anda Clueless. Uppháir sportsokkar og tíkarspenar komu einnig við sögu.
Stílstjarnan Olivia Palermo eins og klippt út úr Clueless.
Skólastelpulúkkið tekið alla leið með bindi og alles!
Takið eftir hártískunni, sem er mjög lýsandi fyrir trendin þessa tíðina.
Næntís meiköpp og axlabönd á þessari fegurðardís.
Tíkarspenar og afapeysa í skólabúningastíl frá Dior.
Takið eftir augnförðuninni sem er í stíl við skærappelsínugulan Dior-bolinn.
Sportlegt Dior-lúkk.
Tennis var hugsanlega innblásturinn hjá tískuhúsi Dior að þessu sinni.

Elegant og klæðilegt

Hér eru uppáhaldslúkkin okkar frá tískuvikunni í París.
Loksins átfitt sem hægt er að stela frá tískuviku!
Dansað fullkomlega á línu þess karllæga og kvenlega. Rokk og rómantík, fullkomin tvenna!
Settleg Alexa Chung.
Franska stílíkonið Jeanne Damas í ekta frönsku átfitti.
Sumir eru bara meðidda!
Elegant!
Risasólgleraugu í anda Balenciaga og Kim K. eru að gera gott mót þessi dægrin.
Áreynslulaust og kynþokkafullt.
Trés chic!
Þýski bloggarinn Leonie Hanne smart að vanda.
Xenia Adonts sýnir hér kjólasnið sem verður mjög áberandi á næstunni.
Við erum alltaf svag fyrir smá seventís-fílíng!

XXL

Stórir blazerar, kápur og frakkar eru ekki að fara neitt í bráð. Axlapúðar og bein snið halda velli ef marka má tískudívurnar á meginlandinu.
Því stærra, því betra þegar kemur að kápum.
Og axlapúðar fyrir allan peninginn!
Ef það væri hægt að verða ástfanginn af úlpu, þá kæmi þessi sterkt til greina. Sjáið líka hversu smart það er að blanda rauðum og skærbleikum saman.
Kamelklassík!

Litagleði

Skærir litatónar fengu að fljóta með í París og þá sérstaklega voru þeir notaðir skemmtilega í fylgihlutum á borð við sólgleraugum, töskum og skóm.
Mjög elegant leið til þess að leyfa skærum litum að vera með! Skærir litir við kameltóna er skrítin en skemmtileg pörun.
Tískubloggarinn vinsæli Grece Ghanem er með einstakt auga fyrir samsetningum.
Kóngablár skapar rándýrt lúkk.
Bleikt frá toppi til táar!
Leonie Hanne kaus að klæðast skærgulum kjól frá Valentino sem fer henni einstaklega vel.
Leikkonan Zendaya gullfalleg í fjólubleiku.
Skærgul míní-Diortaska nýtur sín vel við svartan alklæðnað.
Eiturgræn og geggjuð sixtís-dragt.
Erum við til í þetta hattatrend?
Emili Sindlev er nútímaútgáfan af Carrie Bradshaw. Hún stígur ekki feilspor þegar kemur að áhugaverðri stíliseringu.

Dýfðu tánni ofan í litríka trendið!

Celine, Optical Studio, 44.600 kr.
Balenciaga, Optical Studio, 65.900 kr.
Zara, 4.995 kr.
Galleri 17, 13.995 kr.
Kaupfélagið, 19.995 kr.

Hár og meiköpp

Hársnúðar í anda Bjarkar Guðmundsdóttur, tíkarspenar, grafískur eyeliner og meiköpp sem hefði smellpassað inn í tískuna í kringum aldamótin er eitthvað sem við sáum mikið af á tískuvikunni í París á dögunum.
Grafískur eyeliner í anda Euphoria-þáttanna er það allra heitasta um þessar mundir.
Augnförðun sem lyftir og sápubrúnir eru hámóðins.
Við höfum ekki séð þennan lit á augnskugga síðan í kringum aldamótin.
Næntís súpermódelförðun í hæsta gæðaflokki!
Euphoria-þættirnir hafa einnig gert andlitsskrautsteina vinsæla á ný en hver man ekki eftir Gwen Stefani á tíunda áratugnum?
Baby-hár fá sinn tíma í sviðsljósinu á næstunni.
Hversu aldamóta?
Xenia Adonts með skólastelpulega tíkarspena.

Leyfum myndunum að tala sínu máli

Meira úr tísku

Tíska

20% afsláttur af heimsþekktum vörumerkjum á borð við Polo Ralph Lauren

Tíska

50 sætustu sparikjólarnir

Tíska

Flottasta golflína J. Lindeberg hingað til

Tíska

Þetta þurfa karlarnir að eiga í fataskápnum fyrir vorið

Tíska

Rándýr lúkk úr ZARA fyrir vorið

Tíska

Stílisti mælir með á afslætti á Kauphlaupi

Tíska

Hátískusólgleraugu á 25% afslætti

Tíska

Skrifstofu­gyðjan slær í gegn