Sloggi hefur frá upphafi lagt áherslu á að framleiða nærfatnað með fókus á þægindi og gæði. Í dag heldur Sloggi áfram að þróast og innleiða nýjungar með áherslu á umhverfisvæn efni, sjálfbær vinnubrögð og vörur sem eru hannaðar til að veita varanleg þægindi. Nýja Sloggi Zero línan er fyrir breiðan aldurshóp og býður upp á ferska liti og létt efni með víralausum toppum og teyju. Fullkomin snið fyrir alla líkama. Konur vilja finna fyrir þessu frelsi til að athafna sig í nærfatnaði sem þær finna ekki fyrir, sem þó veitir stuðning. Með Sloggi finnur þú fyrir sjálfsöryggi í eigin líkama og frelsi til að vera þú sjálf.