Fara í efni
Kynning

Sjóðheit sumarlína frá Sloggi með þægindin í fyrirrúmi

Tíska - 9. júlí 2025

Við fögnum nýrri sumarlínu frá Sloggi þar sem þægindi, litagleði og létt efni fá að njóta sín. Nýja Zero línan er hönnuð fyrir líkama í öllum stærðum og gerðum og býður upp á víralausa toppa (sem við hreinlega elskum), teygjanleika og ferska liti þar sem þægindin eru í fyrirrúmi og sjálfsöryggið er kærkominn fylgifiskur. Með Sloggi finnur þú fyrir frelsi – og nærfatnaði sem þú gleymir að þú ert í.

Dóra Júlía, Kamilla og Hera njóta sín vel í nýrri línu Sloggi og gullfallegum myndaþætti en myndirnar tók Íris Dögg, Steinunn Edda sá um förðunina, hárið var í höndum Guðnýjar Sigmundsdóttur og Marín Manda sá um stílisteringuna.

Dóra Júlía, Kamilla og Hera í Sloggi.
Sloggi undirfötin eru eins og að vera í engu en veita þó góðan stuðning þegar á þarf að halda.

Hér  má sjá nokkrar týpur í mismunandi litum sem smellpassa inn í sumartískuna í ár.

Sloggi hefur frá upphafi lagt áherslu á að framleiða nærfatnað með fókus á þægindi og gæði. Í dag heldur Sloggi áfram að þróast og innleiða nýjungar með áherslu á umhverfisvæn efni, sjálfbær vinnubrögð og vörur sem eru hannaðar til að veita varanleg þægindi. Nýja Sloggi Zero línan er fyrir breiðan aldurshóp og býður upp á ferska liti og létt efni með víralausum toppum og teyju. Fullkomin snið fyrir alla líkama. Konur vilja finna fyrir þessu frelsi til að athafna sig í nærfatnaði sem þær finna ekki fyrir, sem þó veitir stuðning. Með Sloggi finnur þú fyrir sjálfsöryggi í eigin líkama og frelsi til að vera þú sjálf.


Smart samfella frá Sloggi á guðdómlega fallegri Dóru Júlíu. Sloggi-vörurnar fást í Hagkaup, Smáralind.

Meira úr tísku

Tíska

Beyoncé og Levi´s­ í eina sæng

Tíska

Aftur í skólann með Galleri 17

Tíska

Skólastart með stæl

Tíska

Buxur og pils til að fríska upp á fataskápinn fyrir haustið

Tíska

Langstærsta trendið á tískuviku í Köben

Tíska

Gírinn fyrir verslunarmanna­helgina

Tíska

„Designer“ töskur á 40-50% afslætti

Tíska

Kjólar fyrir veislurnar í sumar - Steldu stílnum frá hátískuviku í París