Fara í efni

Sparidress samfélags­miðla­stjarnanna

Tíska - 22. desember 2020

Þessa dagana er Sparidress Smáralindar-leikur í gangi en þeir sem deila sparidressinu sínu á Instagram og merkja Smáralind og viðeigandi verslanir geta átt von á 100.000 kr. gjafakorti frá stærstu verslunarmiðstöð landsins. Nokkrar heitustu samfélagsmiðlastjörnur landsins létu ekki sitt eftir liggja.

Hin gullfallega Kristín Péturs sýndi frá tveimur sparidressum úr Smáralind á Instagram þar sem fylgjendur hennar fengu að velja sitt uppáhald. Annarsvegar var um að ræða pallíettukjól með opnu baki frá H&M í Smáralind og hinsvegar nude satínkjól í náttkjólastíl úr Galleri 17 með schrunchie teygju í stíl. Skórnir voru úr GS Skóm og Kaupfélaginu í Smáralind.

Sjarmatröllið Helgi Ómars fann jólajakkafötin í Selected í Smáralind en jakkafötin þaðan eru í miklu uppáhaldi hjá honum.

Jóladressið sparidress smáralindar hér er helgi ómars
Helgi Ómars í jakkafötum úr Selected, Smáralind.

56.500 manns fylgja hinum sísmarta Stefáni John Turner á Instagram en hann tók myndatöku fyrir Sparidress Smáralindar alla leið.

stefán john turner sparidress smáralindar

Geggjað dress á Stefáni John. Blazer og skyrta úr Zara. Buxur, slaufa og skór úr Herragarðinum. Armani úrið setur svo punktinn yfir i-ið en það er frá Jóni og Óskari.

sparidress smáralindar hér er stefán john
Smart kasjúal-dress á Stefáni. Peysa og buxur úr Jack & Jones. Skór úr Selected, Smáralind.
Þverslaufan er alltaf extra sparileg. Þessi á Stefáni er úr Herragarðinum, Smáralind.

Smelltu endilega mynd af þér í sparidressinu, birtu á Instagram og taggaðu Smáralind og viðeigandi verslanir. Það er aldrei að vita nema að þú vinnir 100.000 kr. gjafakort í stærstu verslunarmiðstöð landsins!

Meira úr tísku

Tíska

Módelin á tískuviku í New York

Tíska

Svona klæðast skvísurnar í Köben

Tíska

Heitustu yfirhafnirnar á herrana í haust

Tíska

2 ára afmæli Mathilda í Smáralind fagnað með hönnuðinum Charlotte Sparre

Tíska

Beyoncé og Levi´s­ í eina sæng

Tíska

Aftur í skólann með Galleri 17

Tíska

Skólastart með stæl

Tíska

Buxur og pils til að fríska upp á fataskápinn fyrir haustið