Galleri 17 skellti í hátíðlega myndatöku sem gefur okkur góðar hugmyndir að sparidressi. Myndirnar tók Stefanía Linnet.
Það gerist ekki mikið jólalegra! Þessi fallega hárauða dragt við sexí topp er tilvalin yfir hátíðarnar.
Glimmergallinn er aldrei langt undan á þessum árstíma. Þessar glimmerbuxur- og toppur eru ekta áramótadress.
Dásamlegur grænn tónn á þessum glimmerkjól sem væri flottur á jólaballið!
Sætur blómakjóll frá Neo Noir.
Einfaldur glimmerkjóll og smart jakkaföt úr Galleri 17.
Smart „one shoulder“-glimmernúmer.