Fara í efni

Stærstu trendin á hátískuviku í París

Tíska - 12. júlí 2023

Við fórum yfir fjöldan allan af myndum af því sem stílstjörnurnar klæddust á hátískuviku sem fram fór í París á dögunum. Hér er skúbbið, þetta eru stóru trendin sem verða hvað mest áberandi á komandi misserum. 

Nýjasta tíska í gallabuxum

Það er ákveðinn stíll af gallabuxum sem er sérstaklega að trenda á meginlandinu þegar litið er til götutískunnar í París. Þær eru víðar niður lærin og verða svo þrengri yfir ökklana. Balloon eða barrel-leg gallabuxnasniðið er ekki ólíkt mom-jeans en oftar en ekki með uppábroti þannig að skórnir eru vel ti sýnis.
Fullkomið dæmi um þann gallabuxnastíl sem mun verða hvað vinsælastur á næstu misserum.
Sjóðheitt átfitt á fyrirsætunni Vittoriu á strolli um götur Parísarborgar á hátískuviku.
Örlítið uppábrot og skórnir fá að njóta sín vel.

Steldu stílnum

Zara, 3.995 kr.
Týpan Rail úr Weekday, Smáralind.
Vero Moda, 10.990 kr.

Sportí sólgleraugu

Sólgleraugu sem minna okkur á hjólreiðar og skíðaferðir eru heldur betur að trenda hjá tískukrádinu.
Þessi týpa er að selja okkur þennan sportí-stíl sem minnir okkur nú bara á hjólreiðakappa.
Það er fjör á hátískuviku!
Sólgleraugu fyrir lengra komna!
Sólgleraugu sem setja punktinn heldur betur yfir i-ið á annars frekar látlausu, hvítu dressi.
Smart!
Sportí en chic sólgleraugu við svartan alklæðnað á tískuviku.
Enn ein útgáfan.

Steldu stílnum

Oakley, Optical Studio,
Oakley, Optical Studio, 23.400 kr.
Oakley, Optical Studio, 26.700 kr.
Prada, Optical Studio, 91.900 kr.
Hið klassíska sólgleraugnamerki Ray Ban hefur einnig sent frá sér ýmsar trendí útgáfur og er á 30% afslætti hjá Optical Studio, Smáralind.

Kjólar með hettu

Við getum kallað það Saint Lauren-effektinn en kjólar með hettu eru að trenda á meginlandinu. Við getum búist við því að þetta trend verði í ódýrari keðjunum fyrr en varir.
Ofurfyrirsætan og leikkonan Amber Valetta, gordjöss í kjól með hettu.
Það er eitthvað seiðandi og sexí við þennan stíl.

Hvítir sokkar til sýnis

Sportlegir, hvítir sokkar við sparilega skó er eitt af þeim trendum sem tröllríða tískubransanum og hefur gert síðastliðin misseri.
Það er eftir frú Prada að skapa trend sem fólk elskar að hata. Sportlegir, hvítir sokkar við Prada-skó á götum Parísar.
Skólastelpulúkkið tekið alla leið.
Það er eitthvað sem segir okkur að leggings í eitís anda við allt og ekkert (og þar af leiðandi hælaskó og klassískari flíkur) sé að fara að trenda almennilega á næstunni.

Gegnsæir kjólar og pils

Gegnsæir kjólar, prjónuð dress og netakjólar- og pils eru að trenda. Free the nipple hefur aldrei átt jafn vel við.
"The Naked Dress" í allri sinni dýrð á götum Parísarborgar.
Rita Ora í kjól sem undirstrikar umrætt trend vel.
Fallegt netapils við leddara.
Smátvist á litla, svarta kjólnum.
Úr sumarlínu H&M.
Zara, 6.995 kr.
Zara, 17.995 kr.

Bland í poka

Áberandi eyrnalokkar í anda vintage Chanel, loðhattar, bob-klippingin, stuttir og aðsniðnir jakkar og silfur fram yfir gull er eitthvað sem við veðjum á að verði stór trend á næstu misserum.
Svokallaður Old Money-stíll hefur verið mikið í umræðunni á samfélagsmiðlum síðustu mánuði en hér er gott dæmi um slíkan stíl. Hvort sem þessi jakki er erfðagripur eður ei er aukaatriði, fallegur er hann.
Svolítið kjút Chanel-númer í anda Barbie-stílsins sem verður án efa áberandi á næstunni í tilefni Barbie-myndarinnar.
Bob-klippingin er sú sem margar af vinsælustu tískustelpunum sporta þessi dægrin.
Skvísulegur bob!
Silfurlitaðar flíkur í takt við fylgihlutatískuna sem hallast orðið meira að silfri en gulli verða vinsælar.
Þessi loðhattur minnir okkur óneitanlega á bestu vinkonu Cher í Clueless. Hötum hugsanlega að elskann!
Áberandi eyrnalokkar í vintage-stíl eru sjóðheitir í dag.

Bandakjólar

Skemmtilega sniðnir kjólar með böndum til sýnis á áhugaverðum stöðum eru inni. Kjólar sem líta út fyrir að vera með g-streng og aðrar skrautlegar útfærslur eru kúl.
Buxur og pils með streng sem lítur út fyrir að vera g-strengur til sýnis er í anda aldamótatískunnar. Við elskum þetta!
Annað flott dæmi um þennan stíl.
Sexí útfærsla.
Emrata með puttann á tískupúlsinum, að vanda.
Gullfallegt og áhugavert dress á götum Parísarborgar á hátískuviku sem fram fór á dögunum.
Woman in Red.
Zara, 7.995 kr.
Jens, 27.900 kr.
Barbie-stíllinn! Vero Moda, 10.990 kr.
Zara, 8.995 kr.
Galleri 17, 10.797 kr.
Jón og Óskar, 85.000 kr.

Meira úr tísku

Tíska

„Möst“ í fataskápinn fyrir sumarfríið

Tíska

501 frá Levi´s á 20% afslætti

Tíska

4 stærstu sólgleraugnatrendin í sumar

Tíska

Sætustu sundfötin 2025

Tíska

Sumartrendin 2025

Tíska

Það verður bókstaflega ALLT í þessum lit í vor

Tíska

Svona kjólar verða út um allt á næstunni

Tíska

Götutískan í London