Nýjasta tíska í gallabuxum
Það er ákveðinn stíll af gallabuxum sem er sérstaklega að trenda á meginlandinu þegar litið er til götutískunnar í París. Þær eru víðar niður lærin og verða svo þrengri yfir ökklana. Balloon eða barrel-leg gallabuxnasniðið er ekki ólíkt mom-jeans en oftar en ekki með uppábroti þannig að skórnir eru vel ti sýnis.
Steldu stílnum
Sportí sólgleraugu
Sólgleraugu sem minna okkur á hjólreiðar og skíðaferðir eru heldur betur að trenda hjá tískukrádinu.
Steldu stílnum
Kjólar með hettu
Við getum kallað það Saint Lauren-effektinn en kjólar með hettu eru að trenda á meginlandinu. Við getum búist við því að þetta trend verði í ódýrari keðjunum fyrr en varir.
Hvítir sokkar til sýnis
Sportlegir, hvítir sokkar við sparilega skó er eitt af þeim trendum sem tröllríða tískubransanum og hefur gert síðastliðin misseri.
Gegnsæir kjólar og pils
Gegnsæir kjólar, prjónuð dress og netakjólar- og pils eru að trenda. Free the nipple hefur aldrei átt jafn vel við.
Bland í poka
Áberandi eyrnalokkar í anda vintage Chanel, loðhattar, bob-klippingin, stuttir og aðsniðnir jakkar og silfur fram yfir gull er eitthvað sem við veðjum á að verði stór trend á næstu misserum.
Svokallaður Old Money-stíll hefur verið mikið í umræðunni á samfélagsmiðlum síðustu mánuði en hér er gott dæmi um slíkan stíl. Hvort sem þessi jakki er erfðagripur eður ei er aukaatriði, fallegur er hann.
Bandakjólar
Skemmtilega sniðnir kjólar með böndum til sýnis á áhugaverðum stöðum eru inni. Kjólar sem líta út fyrir að vera með g-streng og aðrar skrautlegar útfærslur eru kúl.