Fara í efni

Steldu stílnum beint frá Mílanó

Tíska - 22. mars 2023

Mílanó er hringamiðja tískuheimsins en þangað er heldur betur gott að líta til að sjá nýjustu trendin en ekki síður til að fá innblástur að klassískum dressum sem standast tímans tönn og tískustrauma. Við kíktum yfir á meginlandið á tískuviku í Mílanó og skoðuðum hverju stílstjörnurnar klæddust en líka á það nýjasta í verslunum hér á landi svo hægt sé að „stela stílnum“.

Skandinavísku stílstjörnurnar

Jeanette Madsen og Þóra Valdimars sem eru listrænu gyðjurnar á bakvið Rotate létu sig ekki vanta á tískuviku og stjarna Emili Sindlev skín skært sem aldrei fyrr. Hér eru dressin þeirra frá ítölsku tískuvikunni.
Emili Sindlev í súperklæðilegu galladressi ogJeanette Madsen bjútífúl í brúnu.
Þóra Valdimars elskar leðurbuxurnar sínar.
Emili Sindlev og Leonie Hanne í Prada frá toppi til táar.
Þóra, aftur í leðurbuxum og stuttum, sjúklega sætum bomber-jakka.
Emilil Sindlev er snillingur þegar kemur að óvæntum litasamsetningum. Hún er svo mikil nútímaútgáfa af Carrie Bradshaw!

Y2K æði

Það er ekkert lát á æðinu sem ríkir í kringum aldamótatískuna og Diesel, sem tröllreið tískubransanum í denn er með megakombakk. Ertu geim í satínbuxur og gallapils? Magaboli og klumpahæla?
Bucket-hattur og peysa sem berar axlirnar í Juicy Couture-bleikum lit. Svooo J-Lo í kringum aldamót.
Þú varst ekki pæja meðal pæja nema klæðast Diesel gallaflíkum í kringum 2000. Nú er Diesel að koma sterkt inn aftur en vörumerkið fæst í Galleri 17, Smáralind.
Hver man ekki eftir „layeruðum“ bolum og chokerum?
Diesel-átfitt sem við erum ekki vissar hvort sé gamaldags á slæman eða góðan hátt.
Pils yfir buxur og stórt og áberandi mjaðmabelti, gerist ekki meira aldamóta!
Mjaðmabeltin eru að reyna að ryðja sér til rúms enn á ný eftir góða fjarveru úr sviðsljósinu. Við á HÉRER segjum pass í bili!

Steldu stílnum

Diesel, Galleri 17 Smáralind, 29.995 kr.
Diesel, Galleri 17 Smáralind, 13.995 kr.
Galleri 17, 16.995 kr.
Karl Lagerfeld Bucket-hattur, Galleri 17, 19.995 kr.
Karl Lagerfeld-taska, Galleri 17, 44.995 kr.

Satín á ný

Tískuhúsið Fendi sendi frá sér flíkur eins og cargobuxur, jakka og rykfrakka úr satínefni sem gerir stílinn óneitanlega svolítið aldamóta.
Ferskt eða faux pas Fendi-lúkk?
Danska stílstjarnan Emili Sindlev paraði satínjakkann sinn við boot cut-buxur sem við könnumst vel við, þau okkar sem hafa lifað tískutímana tvenna.
Leonie Hanne kaus gordjöss grænt dress fyrir Fendi-sýninguna.

Steldu stílnum

Satínbuxur, Zara, 6.995 kr.
Fendi, Optical Studio, 78.800 kr.
Weekday, Smáralind.
New Balance, Kaupfélagið, 23.995 kr.
Zara, 8.495 kr.
Þú getur stíliserað aldamótatrend eftir eigin höfði eins og þessar dýramynstruðu buxur við hlýrabol og blazer, sem gefur heildarmyndinni fullorðinslegra yfirbragð.

Business Chic

Þó trendin séu áhugavert finnst okkur alltaf gaman að sjá klæðileg og kvenleg dress sem við getum séð fyrir okkur að klæðast. Hér eru nokkur af þeim sem okkur fannst standa uppúr í Mílanó.
Hér er snilldarstílisering á klassískum flíkum í bland við dass af trendi eins og mittistösku.
Hvítt layerað lúkk á Tamöru Kalinic er fullkomnað með Jackie-tösku frá Gucci.
Hér er græn dragt á Grace Ghanem stíliseruð á ferskan hátt við falleg brjóstahöld og litríka fylgihluti.
Það er eitthvað svo löðrandi í lúxus við leðurdress. Ekki skemmir fyrir að vera súpermódel eins og sést.
Karríbrúnt dress við litla Prada-tösku í grænu. Tamara er svo meðidda!
Mínimalískt dress í navy-bláu og hvítu sem er toppað með lítilli YSL-tösku.
Það er alltaf eitthvað einstaklega kynþokkafullt við hvíta skyrtu. Takið eftir sokkunum við skóna, megatrendí á næstunni!
Kolsvartur alklæðnaður fellur seint úr gildi.
Hár og meiköpp on point!
Victoria Magrath sæt og sumarleg í sólskinsgulu.
Caro Daur í lúxuslegu átfitti á tískuviku í Mílanó.
Gott dæmi um mikilvægi góðrar kápu og mokkasína.
Beislitað og bjútífúl.
Kvenlegt og klæðilegt með fiftís-ívafi.
Upphá stígvél og gullitaðir fylgihlutir gera þetta átfitt.
Bottega Veneta-taskan er stjarnan hér.
Góð leið til að stílisera cargopils á nútímalegan hátt er að velja allt svart, vönduð efni og fallega prjónapeysu við eins og sést hér.

Steldu stílnum

Galleri 17, 27.995 kr.
Zara, 13.995 kr.
Karl Lagerfeld, Galleri 17, 39.995 kr.
Zara, 4.995 kr.
Zara, 15.995 kr.
Esprit, 14.995 kr.
Blazer, Zara, 8.995 kr.
Tommy Hilfiger, Karakter, 29.995 kr.
Galleri 17, 15.995 kr.
Zara, 14.995 kr.
Meba, 23.900 kr.
Esprit, 18.995 kr.
Zara, 7.995 kr.
Kaupfélagið, 32.995 kr.
Saint Laurent, Optical Studio, 74.300 kr.
Vertu óhrædd við að layera blazer-jakkana þína. Það gefur átfittinu þetta óræða „je ne sais quoi“.

Gamli, góði rykfrakkinn

Ekki vanmeta mikilvægi gamla, góða rykfrakkans. Hér eru nokkrir fallegir á stílstjörnum á tískuviku í Mílanó.
Klassískt svarthvítt átfitt þar sem rykfrakkinn spilar stóra rullu.
Grængrá leðurútgáfa á Oliviu Palermo.
Strúktúraður og skemmtilegur rykfrakki á Tamöru Kalinic. Takið eftir Bottega-töskunni og Prada Kitten-hælunum!

Steldu stílnum

Esprit, 29.995 kr.
Zara, 15.995 kr.
Selected, 35.991 kr.
Lindex, 18.999 kr.
Weekday, Smáralind.

Flottir fylgihlutir

Fylgihlutirnir á borð við skó, töskur, sólgleraugu og skart spila stóra rullu á tískuviku.
Leonie Hanne með Gucci.
Brilljant Bottega-númer og skærrauð sólgleraugu gefa þessu átfitti krydd.
Prada er snillingur í fylgihlutum eins og sést á þessari hárspöng og lokkum.
Prada-þríhyrningstaska.
Prada-hárspenna á Leonie.
Rándýrt hárlúkk.
Lituð sólgler á Tamöru í Fendi.
Hvít sólgleraugu í stíl við hvítt átfitt!
Prada buckle-taska í baby-bleiku.
Ef þú spyrð okkur eru heyrnartólin langbesti fylgihluturinn!
Hárskraut af besta tagi!
Bjútífúl lokkar! Við erum með eftirlíkingu hér fyrir neðan.
Zara, 2.995 kr.
Zara, 1.995 kr.
Karl Lagerfeld, Galleri 17, 36.995 kr.
Prada, Optical Studio, 68.900 kr.
Komdu fljótt aftur í heimsókn á HÉRER fyrir tískuinnblástur beint í æð!

Meira úr tísku

Tíska

20% afsláttur af heimsþekktum vörumerkjum á borð við Polo Ralph Lauren

Tíska

50 sætustu sparikjólarnir

Tíska

Flottasta golflína J. Lindeberg hingað til

Tíska

Þetta þurfa karlarnir að eiga í fataskápnum fyrir vorið

Tíska

Rándýr lúkk úr ZARA fyrir vorið

Tíska

Stílisti mælir með á afslætti á Kauphlaupi

Tíska

Hátískusólgleraugu á 25% afslætti

Tíska

Skrifstofu­gyðjan slær í gegn