Fara í efni

Steldu stílnum frá Victoriu Beckham

Tíska - 6. júní 2023

Victoria Beckham hefur verið í uppáhaldi hjá okkur síðan hún var þekkt sem fína kryddið. Resort-línan hennar í ár vakti sérstaka athygli okkar og við urðum að deila gleðinni með ykkur. Hér er hægt að fá innblástur og stela stílnum smávegis.

Stuttur rykfrakki

Jakkarnir voru áberandi í Resort-línu Victoriu í ár og stuttur rykfrakki vakti athygli okkar, stíliseraður við víðar „afabuxur“, skyrtu og tösku í yfirstærð.

Steldu stílnum

Zara, 11.995 kr.

Bombulegur bomber

Fína kryddið veðjar á að bomberinn haldi velli og stíliseraði einn grænan við nude litað pils og bol sem er óneitanlega fersk útfærsla.

Steldu stílnum

Vero Moda, 9.990 kr.
Zara, 19.995 kr.

Gallapils

Gallapilsin hafa tröllriðið tískunni á undanförnum misserum og Victoria hoppar líka á lestina!

Steldu stílnum

Zara, 8.995 kr.

Gallaæði

Gallabuxurnar, gallaskyrtan, gallajakkinn og allt úr gallaefni er alltaf viðeigandi, þetta veit Victoria vinkona okkar.

Steldu stílnum

Diesel, Galleri 17, 27.995 kr.
Zara, 6.995 kr.
Esprit, 14.995 kr.

Töskur í yfirstærð

Victoria vill hafa nóg pláss fyrir aleiguna í handtöskunni sinni ef marka má hennar nýjustu línu. Því stærri, því betri á vel við hér.
Töskur í yfirstærð eru að trenda.

Steldu stílnum

Esprit, 16.495 kr.
Zara, 22.995 kr.
Karakter, 36.995 kr.
Victoria veit að til að fá uppbrettar ermar á blazernum er gott að nota teygju!

Stór gleraugu

Við tengjum stór gleraugu gjarnan við áttunda áratuginn og að okkar mati er það einna smartasti áratugurinn þegar kemur að tísku. Þetta dress er fullkomið í vinnuna!

Steldu stílnum

Zara, 6.995 kr.
Tom Ford, Optical Studio, 75.600 kr.
Töff átfitt í boði Victoriu.
Zara, 4.595 kr.

Victoria Bekcham resort 2023

Resort-lína Victoriu var elegansinn uppmálaður og augljóst að hún er að hanna fyrir nútíma bissness-konuna í huga.

Steldu stílnum

Zara, 5.995 kr.
Zara, 13.995 kr.
Zara, 8.995 kr.
Celine, Optical Studio, 59.900 kr.
Jodis, Kaupfélagið, 24.995 kr.
Jeffrey Campbell, GS Skór, 59.995 kr.

Meira úr tísku

Tíska

„Möst“ í fataskápinn fyrir sumarfríið

Tíska

501 frá Levi´s á 20% afslætti

Tíska

4 stærstu sólgleraugnatrendin í sumar

Tíska

Sætustu sundfötin 2025

Tíska

Sumartrendin 2025

Tíska

Það verður bókstaflega ALLT í þessum lit í vor

Tíska

Svona kjólar verða út um allt á næstunni

Tíska

Götutískan í London