Stuttur rykfrakki
Jakkarnir voru áberandi í Resort-línu Victoriu í ár og stuttur rykfrakki vakti athygli okkar, stíliseraður við víðar „afabuxur“, skyrtu og tösku í yfirstærð.
Steldu stílnum
Bombulegur bomber
Fína kryddið veðjar á að bomberinn haldi velli og stíliseraði einn grænan við nude litað pils og bol sem er óneitanlega fersk útfærsla.
Gallapils
Gallapilsin hafa tröllriðið tískunni á undanförnum misserum og Victoria hoppar líka á lestina!
Steldu stílnum
Gallaæði
Gallabuxurnar, gallaskyrtan, gallajakkinn og allt úr gallaefni er alltaf viðeigandi, þetta veit Victoria vinkona okkar.
Steldu stílnum
Töskur í yfirstærð
Victoria vill hafa nóg pláss fyrir aleiguna í handtöskunni sinni ef marka má hennar nýjustu línu. Því stærri, því betri á vel við hér.
Stór gleraugu
Við tengjum stór gleraugu gjarnan við áttunda áratuginn og að okkar mati er það einna smartasti áratugurinn þegar kemur að tísku. Þetta dress er fullkomið í vinnuna!