Fara í efni

Stílistinn okkar er svo skotin í þessum sjarmerandi stílstjörnum

Tíska - 9. maí 2023

Það eru ákveðnar stílstjörnur á Instagram sem eru þeim sjarma gæddar að stílistinn okkar getur ekki hætt að skrolla þegar þær birtast á skjánum. 

Anouk Yve

Anouk er stílstjarna sem kemur frá Hollandi en hún er þekkt fyrir áreynslulausan, mínímalískan stíl þar sem gæðaflíkur spila stærstu rulluna. Levi´s 501-sniðið er ómissandi í fataskápnum hennar en hún á þær í nokkrum stærðum, allt upp í fjórum númerum of stórar, sem gerir heildarlúkkið extra kúl. Góður blazer, gæðakápur og flatbotna skór er eitthvað sem verður að vera til í fataskápnum hennar og hún notar aftur og aftur. Smáatriði sem breyta miklu eins og að klæðast hvítum stuttermabol sem sést örlítið undir kraganum á peysunni og peysa yfir axlir er eitthvað sem gefur heildarmyndinni ákveðinn x-faktor.
Instagram: @anoukyve
Hvítur stuttermabolur sem gægist undan peysunni og peysa yfir axlir er stíltrix sem gefur þér ákveðinn x-faktor.
Anouk á 501 frá Levi´s í mörgum stærðum, jafnvel upp í fjórum stærðum of stórar, til að framkalla áreynslulaust og kúl lúkk.
Anouk er þekkt fyrir klassískan stíl sem stenst tímans tönn.
Dökkbláar gallabuxur við flatbotna skó, blazer og YSL-tösku er kombó sem klikkar ekki.
Anouk er einnig þekkt fyrir að vera með puttann á púlsinum þegar kemur að innanhússhönnun, við mælum með því að fylgja henni á Instagram. @anoukyve.
Levi´s 501, Levi´s Smáralind, 17.990 kr.
Steinar Waage, 15.995 kr.
Essence standar T-shirt, Weekday Smáralind.
Zara, 17.995 kr.
Esprit, 9.995 kr.
Ray Ban, Optical Studio, 24.500 kr.

Chloé Crane-Leroux

Chloé er New York-búi með frönsku ívafi sem býr til töfrandi heim þar sem listir og matur tvinnast saman á einstakan hátt. Hún sérhæfir sig í geggjuðum grænmetisréttum sem við höfum stolið grimmt. Við mælum með því að fylgja Instagram-reikningi Chloé fyrir innblástur að lífinu almennt, þar sem djúp speki, fallegur og hollur matur og listir eiga heima.
Instagram: @chloecleroux
Sinnepsmarineruðu blómkálin hennar Chloé eru dásemd, við mælum með!
Chloé sérhæfir sig í hollum og bragðgóðum grænmetisréttum.
Ef man gæti bara litið út eins og listaverk þegar kvöldmaturinn er græjaður!
Listir, speki og góður matur er fullkomin blanda.
Chloé er með klassískan stíl sem er óneitanlega með frönsku ívafi.
Zara, 8.995 kr.
Zara, 2.295 kr.
Zara, 8.995 kr.
Steinar Waage, 19.995 kr.
GS Skór, 20.995 kr.

Alison Toby

Alison er ein af þessum Instagram-stjörnum sem við missum vatnið yfir. Hún býr yfir dásemdarsjarma og stíl sem er einstaklega chic og í frönskum anda en með sportlegu tvisti. Girl Crush!
Instagram: @alisontoby
Franskur og tjásulegur þvertoppur gefur útlitinu ákveðið je ne sais quoi.
Stór bomber og brún litapalletta! Alison er alveg að selja okkur þetta lúkk.
Uppháu Chanel-stígvélin gera þetta átfitt að okkar mati.
Bomber í yfirstærð og strigaskór. Áreynslulaust sportíspæs!
Polo-peysa og Gucci-gleraugu.
Seventís-væbið er að gera sig!
Sportlegt og chic við Dior-tösku.
New Balance, Kaupfélagið, 18.995 kr.
Galleri 17, 12.995 kr.
Galleri 17, 4.995 kr.
Zara, 13.995 kr.
Gucci, Optical Studio, 59.900 kr.

Larissa Mills

Upp á síðkastið hefur stílistinn okkar kolfallið fyrir Larissu Mills og hennar einstaka stíl. Það er eins og allt sem hún klæðist sé tekið upp á næsta level með áreynslulausum smartheitum.
Instagram: @larissamills
Við mælum með því að fylgja Larissu Mills ef ykkur vantar innblástur að dressum sem eru klæðileg en með ákveðinn x-faktor.
Gallapils og skyrta sem er möst í fataskápnum en takið aftur eftir peysunni yfir axlirnar.
Adidas-samba skórnir eru að trenda.
Gallabuxur í yfirstærð, hlýrabolur og blazer er staðalbúnaður!
Dansandi fullkomlega á línu þess karlæga og kvenlega.
Zara, 7.995 kr.
Kaupfélagið, 21.995 kr.
Galleri 17, 21.995 kr.
Sif Jakobs, Meba, 19.990 kr.
Max Mara, Optical Studio, 39.900 kr.

Julie Sergent Ferreri

Það eru ófá átfittin sem okkur langar að stela frá Julie.
Hið fullkomna sumardress fundið?
Instagram: juliesfi
Útvíðar buxur, blússa og skór með seventís-ívafi. Love it!
Fullkomið vorátfitt.
Gullfalleg og heiðblá dragt.
Dass af bleiku sakar ekki!
Zara, 5.995 kr.
GS Skór, 26.995 kr.
Karakter, 12.995 kr.
Zara, 8.995 kr.
Galleri 17, 21.995 kr.

Meira úr tísku

Tíska

Hátískusólgleraugu á 25% afslætti

Tíska

Skrifstofu­gyðjan slær í gegn

Tíska

Bóhemtískan með endurkomu

Tíska

Fáðu innblástur fyrir vorið frá stílstjörnunum í Mílanó

Tíska

Flottir feður á fermingar­daginn

Tíska

Fermingar­tískan 2024

Tíska

Fermingarfötin í Galleri 17

Tíska

Erum við til í þetta trend aftur? Kíkjum á götutískuna í New York