Statement hælar
Kona kemur ekki að tómum kofanum í Zara þegar skór eru annars vegar. Þú gætir poppað upp á einfalt lúkk með statement hælum!
Næntís
Þessir partíkjólar eru sérstaklega ætlaðir þeim sem upplifðu ekki djammtímabil tíunda áratugarins á eigin skinni!
Litli, svarti kjóllinn
Zara kom með sérstaka línu tileinkaða litla, svarta kjólnum. Því hvað er praktískara, klæðilegra og betra þegar kona veit ekkert hverju hún á að klæðast?
Pallíettupils við mínimalíska peysu er trés chic lúkk.
Gróf stígvél eru flottur kontrast við kvenlega kjóla og pils.
Glimmer og pallíettur hafa aldrei skaðað neinn!