Ballerínubleikur
Fölbleikur er einn vinsælasti litur sumarsins 2025 og við gætum ekki verið glaðari!
Mínimalismi
Einfaldleikinn er oft bestur eins og sést bersýnilega á meðfylgandi myndum frá vor- og sumartískusýningarpöllunum 2025.
Heimatilbúið
Heklaðar flíkur halda áfram að vera sjóðheitar og smellpassa inn í sumartískuna og heimatilbúinn og persónulegan stíl.
Mest notaða flíkin í sumar
Er án nokkurs vafa hvítur hlýrabolur.
Girl Boss
Tískuheimurinn heldur áfram að heillast að sterkum konum á vinnumarkaðnum í anda Melanie Griffith í Working Girl. Blazer í yfirstærð og axlarpúðar og þú ert í góðum málum!
Mynstur sumarsins
Köflótt mynstur, sem við gjarnan tengjum við hausttískuna er að koma sterkt inn í sumar og retró doppur einnig.