Fara í efni

Í uppáhaldi hjá Svölu Björgvins

Tíska - 15. júlí 2022

Svala Björgvins var ekki há í loftinu þegar hún heillaði landann fyrst, ekki eingöngu vegna sönghæfileika heldur hefur persónulegur stíll hennar alltaf verið einstakur. HÉR ER spjallaði við Svölu um uppáhaldið okkar: tísku!

Mér líður stundum eins og ég sé lítil stelpa að klæða mig í fínu kjólana hennar ömmu og að fara leika prinsessu eða eitthvað þannig. Þetta nærir svolítið innra barnið í okkur þegar við klæðum okkur upp á og mér finnst mikilvægt að halda í þá orku.
Mynd: Tinna Magg

Heillaðist ung að árum að tísku

Svala hefur alla tíð haft mikinn áhuga á tísku og aðspurð um fyrstu tískuminninguna sína stendur ekki á svari. „Ég man eftir að hafa skoðað Vogue og Elle-tímaritin sem mamma keypti sér alltaf. Ætli ég hafi ekki verið um sex ára gömul og ég elskaði að skoða módelin og fínu fötin í þeim og stundum fékk ég að eiga blöðin og klippa út þær myndir sem mér fannst flottastar og bjó þá til mitt eigið tískutímarit,“ segir Svala og brosir við minninguna. „Mér er líka minnistæð pínulítil krakkasaumavél sem amma Sigga gaf mér þegar ég var lítil, maður þurfti að snúa hjóli á hliðinni sjálfur til að sauma. Þarna kviknaði á saumadellunni hjá mér og ég hef elskað að sauma alla daga síðan.“

Svala á ekki langt að sækja tískuáhugann en hún lýsir foreldrum sínum sem algerum tískufríkum. „Þau hafa alltaf haft áhuga á fallegum fötum frá allskyns hönnuðum og ég ólst upp við að horfa á þau klæða sig í falleg föt og mamma var og er alltaf rosa smart og hafði mikil áhrif á mig sem barn. Fatahönnun og allt sem tengist tísku er bara mjög áhugavert og spennandi fyrir mér. Og þá meina ég allskonar hönnuðir, „vintage“-hönnun, óþekktir hönnuðir, frægir hönnuður og bara allskonar. Mér finnst samt skemmtilegast að fylgjast með hverju aðrir eru að klæðast og svona persónulegur stíll hjá hverjum og einum finnst mér alltaf mjög spennandi og gefur mér oft innblástur.“

Svala hefur einnig reynslu af því að hanna föt sjálf. „Ég var með mína eigin fatalínu þegar ég bjó í L.A og gerði fjórar „collections“ og framleiddi allt í Los Angeles og seldi á asosmarketplace.com. Það var gríðarlega skemmtilegt tímabil og ég lærði svo mikið að vinna með teyminu mínu í L.A. Svo hannaði ég líka ásamt hljómsveitinni minni Steed Lord sjö flíkur fyrir H&M árið 2007 sem var seld í 150 búðum í 45 löndum, sem var þvílík reynsla.“ Þá hefur Svala einnig tekið að sér að vinna sem stílisti í mörg ár og þá sérstaklega þegar hún bjó vestanhafs í yfir áratug. „Þá vann ég með öðrum artistum, hljómsveitum og fyrir auglýsingar og þess háttar og mér finnst það líka mjög skemmtileg vinna og gaman að fá að skapa allskonar lúkk fyrir mismunandi artista.“

Hún segir heildarmyndina skipta sig miklu máli þegar hún kemur fram. „Ég tjái mig mikið í gegnum tísku og hef alltaf bara klætt mig í það sem mig langar sama hvað öðrum finnst. Ef ég fíla átfittið þá er ég að fara að vera í því og er ekkert mikið að pæla hvort það sé í tísku eða ekki. Það er bara svo gaman að klæða sig upp og fara í allskonar búninga og svoleiðis fyrir hvert gigg. Mér líður stundum eins og ég sé lítil stelpa að klæða mig í fínu kjólana hennar ömmu og að fara leika prinsessu eða eitthvað þannig. Þetta nærir svolítið innra barnið í okkur þegar við klæðum okkur upp á og mér finnst mikilvægt að halda í þá orku. Að klæða sig í eitthvað flott og kúl fyrir sjálfan sig til að láta sér líða vel er líka bara frábær tilfinning.“

Henni þykir skemmtilegast að koma fram í „einhverju kreisí“ eins og hún orðar það. „Helst vil ég vera í buxum, því það er svo þægilegt. Það er erfitt að segja hvaða fötum mér finnst skemmtilegast að koma fram í því ég hef verið tónlistarkona í yfir tuttugu ár og hef úr svo mörgum lúkkum og óendanlega mörgum giggum að velja,“ segir hún og skellir upp úr. „Það er líka alveg gaman að vera í öllum galakjólunum á Jólagestum á hverju ári og vera mega glæsileg og fín en það er ekkert sérstaklega þægilegt að syngja í þeim enda er ég oftast berfætt þegar ég er að syngja í síðkjólum, til að fá meiri jarðtengingu,“ segir hún og brosir sínu blíðasta.

Silkijakki frá Miami fallegastur

Svala á margar uppáhaldsflíkur og á erfitt með að gera upp á milli, það er þó ein flík sem henni þykir extra mikið vænt um.

"Ég er alltaf að updeita fataskápinn og gefa og selja föt og ný föt koma inn og þá verður eitthvað annað uppáhalds. En ef ég ætti að nefna eina flík sem mér þykir gríðarlega vænt um þá er það svakalega fallegur vintage silkijakki sem ég keypti í Miami fyrir nokkrum árum síðan þegar ég var að gigga þar með Steed Lord. Hann er örugglega fallegasta flík sem ég hef séð!"
Mynd: Íris Dögg
Svala í fallega silkijakkanum sem hún keypti í Miami.

Uppáhöld Svölu

Uppáhaldsfylgihlutur?

Það er Louis Vuitton-taska sem mamma mín keypti sér í París fyrir mörgum árum síðan og hún gaf mér hana. Ég bara elska þessa tösku og hún er svo klassísk og svo átti mamma hana og það gerir töskuna enn dýrmætari í mínum augum.

Uppáhalds ilmvatnið þitt?

Ég blanda svo mörgu saman. Ég elska til dæmis olíu úr blómum sem vaxa á Hawaii sem heitir Pikaki oil. Og ég elska Silk ilmvatnið frá Sensai og svo líka bara svona ódýr bodyspray úr Krónunni sem eru með mangó og vanillulykt og þannig. Svo blanda ég þessu öllu saman og úr því kemur einhver ilmur sem bara virkar fyrir mig.

Uppáhalds varalitur?

Ég nota aldrei varalit. Ég nota bara varablýant til að skerpa varirnar og lita svo með blýantinum yfir allar varirnar og svo gloss yfir.

Besti farði allra tíma?

Ég elska farða frá Sensai og Smasbox. Þeir virka bara svo vel fyrir mína húð og ég vil aldrei vera mikið máluð og vil alltaf meira svona náttúrulegt og ljómandi lúkk.

Hvaða fimm snyrtivörur tækirðu með þér á eyðieyju?

Varasalva, maskara, Frjáls andlitsolíuna frá Vala Skincare og spf 50 sólarvörn frá Sensai.

Hvaða förðunarvöru finnst þér gaman að vera kreatív með?

Mér finnst mjög gaman að gera allskonar tryllt með augnskuggum í allskonar neon litum og björtum litum.

Hver er helsta fyrirmyndin þín þegar kemur að tísku?

Þær eru frekar margar, á Íslandi þá finnst mér Saga Sig ljósmyndari og listakona alveg ótrúlega flott og frumleg alltaf og svo mikið með sinn eigin spes stíl og Björk Guðmunds hefur alltaf verið „style icon“ hjá mér. Hún er langflottust alltaf. Mér finnst Kim Kardashian líka oft rosa flott og ég fíla mikið hvernig hún hefur verið að klæða sig síðastliðin fjögur ár en hún er náttúrulega með nokkra stílista og aðgang að flottustu merkjunum. Svo hef ég alltaf dýrkað Jennifer Catherine Baba sem er franskur stílisti og fatahönnuður.

Hvað ertu að hlusta á þessa dagana?

Ég er að hlusta mikið á sænskt rapp eins og Einar, Vc Barre, Adaam og Sarettii. Og svo er hlusta á nýja lagið sem ég og Haffi erum að fara gefa út, við erum enn að vinna í því þannig við erum að hlusta mikið á það og erum mjög spennt að gefa það út! Ég hlusta mikið á „instrumental movie scores“ líka og elska að hlusta á það á morgnana.

Hvernig er húðrútínan þín?

Það er alveg misjafnt því ég fíla að breyta reglulega um húðrútinu. Ég sef aldrei með meiköpp á mér og hreinsa húðina alltaf vel áður en ég fer að sofa. Ég byrja á að nota vaselin til að taka augnfarða af því ég er með rosa viðkvæm augu og það er það eina sem ertir ekki augun mín og ég nota svona fjölnota „makeup remover“- klút sem ég þvæ mjög reglulega. Síðan nota ég Hrein hreinsiolíuna frá Vala Skincare til að taka allan farðann af andlitinu. Svo tek ég þvottapoka og set rosalega heitt vatn á hann og þvæ andlitið vel með honum til að hreinsa húðina enn betur og set svo ískalt vatn á hann og nota hann á andlitið til að loka svitaholum og kæla húðina. Eftir það nota ég Ceramide Retinol-serum frá Elizabeth Arden sem ég hef verið að nota núna í nokkra mánuði og ég elska hvað það er að gera fyrir húðina mína. Og set svo Retinol-augnkrem frá Arden líka og nota svo Cellular Performance-næturkrem frá Sensai yfir allt saman. Ég enda svo alltaf á því að bera varakremið frá Sensai á varirnar til að gefa þeim mikinn raka yfir nóttina.

Verslaðu uppáhöld Svölu

Hagkaup, 12.999 kr.
Hagkaup, 7.399 kr.
Hagkaup, 9.599 kr.
Hagkaup, 22.999 kr.
Hagkaup, 13.999 kr.
Hagkaup, 6.799 kr.
Hagkaup, 5.999 kr.
Ég vil skapa ákveðið „vibe“ í hvert skipti sem ég kem fram. Ég tjái mig mikið í gegnum tísku og ég hef alltaf bara klætt mig í það sem mig langar að vera í sama hvað öðrum finnst. Ef ég fíla átfittið þá er ég að fara vera í því og er ekkert mikið að pæla hvort það sé í tísku eða ekki.
Mynd: Íris Dögg
Listakonan Svala Björgvins eftir Tinnu Magg.

Svala spilar á Lunga laugardagskvöldið 16.júlí kl.23:00 og lofar geggjuðu sjói. „Svo er ég að gefa út fullt af nýrri tónlist og fleiri spennandi verkefni framundan eins og til dæmis að taka þátt í rosa flottri uppsetningu af The Greatest Showman í Háskólabíói ásamt Gretu Salóme og Björgvini Franz, frænda mínum.“ Hér er hægt að fylgjast með Svölu á Instagram.

Meira úr tísku

Tíska

20% afsláttur af heimsþekktum vörumerkjum á borð við Polo Ralph Lauren

Tíska

50 sætustu sparikjólarnir

Tíska

Flottasta golflína J. Lindeberg hingað til

Tíska

Þetta þurfa karlarnir að eiga í fataskápnum fyrir vorið

Tíska

Rándýr lúkk úr ZARA fyrir vorið

Tíska

Stílisti mælir með á afslætti á Kauphlaupi

Tíska

Hátískusólgleraugu á 25% afslætti

Tíska

Skrifstofu­gyðjan slær í gegn