VERTU MEÐ PUTTANN Á PÚLSINUM
Í hverjum mánuði vinnur heppinn póstlistavinur HÉR ER 15.000 kr. gjafakort frá Smáralind!
Nú þegar vorið nálgast óðfluga förum við að sjá karlatískuna taka á sig líflegri mynd þar sem bjartari litir, djarfari mynstur og afslappaðri stíll tekur við. Eitt af stærstu trendum næstu árstíðar er endurkoma pastellita þar sem lillafjólublár, ferskjubleikur og mintugrænn koma sterkir inn en guli liturinn er líka áberandi og minnir okkur á að það styttist í að við sjáum meira af þeirri gulu. Gallabuxurnar verða í yfirstærð og leður- og bomberjakkar gefa töffaralegt yfirbragð. Á heildina litið er lykillinn að herratískunni í vor að hafa gaman að henni og leyfa sér að gera tilraunir með mismunandi stíla og liti eftir laaaangan vetur.
Skrautlegar og skemmtilegar strákapeysur og skyrtur eru að trenda!