Dópamín dress
Við skiljum það kvenna best að eftir laaaangan vetur erum við öll meira en til í að leggja svörtum alklæðnaðnum og dressa okkur upp í líflegri liti. Á tískusýningarpöllum stærstu tískuhúsa heims mátti heldur betur sjá allskyns dópamín dress. Neonlitir, pastellitir, ferskjubleikur, mintugrænn og gulur...það má bara gera ugla, sat á kvisti og taka eina sólarsömbu og velja það sem hugurinn og hjartað girnist. Eitt er víst að okkur þyrstir allavega í litadýrð eftir þennan vetur.
Steldu stílnum
Götutískan
Dópamín dress á tískuviku á meginlandinu.
Sumarlegar strípur
Röndóttar flíkur fylgja gjarnan vor- og sumarstraumunum og árið í ár er engin undantekning.
Steldu stílnum
Götutískan
Stílstjörnurnar á tískuviku í Mílanó, París, London og New York eru með puttann á púlsinum.
Víðar gallabuxur
Ef marka má stærstu tískuhús heims eru víðar gallabuxur í anda tíunda áratugs síðustu aldar málið þessa tíðina.
Galladress
Kanadíski tuxedo-inn er að trenda. Taktu Justin Timberlake sirka 2001 á þetta og paraðu gallabuxur við gallaskyrtu og þú ert hámóðins!
Götutískan
Skrítnar og skemmtilegar skyrtur og peysur
Nú er húmor í skrautlegum og skemmtilega skreyttum herrapeysum og skyrtum sem verða áberandi með hækkandi sól.
Steldu stílnum
Götutískan
Skrautlegar og skemmtilegar strákapeysur og skyrtur eru að trenda!
Leður hitt og þetta
Við tengjum leðrið ekki beint við hlýrri mánuðina en leðurflíkur verða sjóðheitar með hækkandi sól.
Steldu stílnum
Bindið á kombakk!
Bindið er með massakombakk á næstu misserum og þá sérstaklega er það notað við meira kasjúal átfitt, ekki jakkaföt eingöngu.
Flottir fjólutónar
Fjólublái liturinn var allsráðandi hjá fjölmörgum af stóru tískuhúsunum.
Steldu stílnum
Bomber-jakkar
Svokallaðir bomber-jakkar og léttir jakkar í háskólastíl eru enn að trenda.