Fara í efni

100% meðmæli frá stílistanum okkar

Tíska - 9. febrúar 2023

Stílistinn okkar er búin að öppdeita fataskápinn vel upp á síðkastið og gat ekki beðið með að mæla með nokkrum skotheldum flíkum.

Gallapils

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum sem fylgist með tískunni að gallapils eru heldur betur að trenda. Við vorum svolítið spenntar fyrir því að prófa þetta trend, þar sem sítt gallapils gæti komið í staðinn fyrir gallabuxur einhverja daga vikunnar. Við fundið hið fullkomna í Monki, Smáralind.
Gallapils, Monki, Smáralind.

Innblástur

Gallapils eru svakalega áberandi þegar götutíska stærstu tískuhöfuðborga heims er skoðuð.
Emili Sindlev í gallasetti á götum New York-borgar.
Gallaefnasprenging! Kanadíski tuxedo-inn verður áberandi á næstu misserum.
Fullkomin stílisering! Gallapils við hlýrabol og stígvél.
Eins og við sjáum er mikið verið að vinna með galla á galla.
Stælaðu gallapilsið við bol með áhugaverðu hálsmáli og falleg leðurstígvél.
Gallapils á pallinum hjá franska tískuhúsinu Ami.
Ganni sendi galladress niður tískusýningarpallinn.

Bestu bolirnir

Bolir í anda þeirra frá tískuhúsinu Khaite hafa rokið út eins og heitar lummur og allir og amma þeirra hafa apað stílinn eftir. Stílistinn okkar fann hina fullkomnu útgáfu í flagship-verslun H&M í Smáralind og á nú týpuna í nokkrum litum.
H&M Smáralind.
Stílstjarnan Tamara Kalinic er aðdáandi toppanna frá Khaite og okkur finnst hún flottust!

Geggjaðar gallabuxur

Það er ekki á hverjum degi sem við finnum hinar fullkomnu gallabuxur og þá verðum við bara að segja ykkur frá því. Ekki labba út í Zara, heldur hlaupið!
Zara, 6.495 kr.

Innblástur

Góðar gallabuxur eru gulls ígildi.
Beinar og uppháar, alveg eins og við viljum hafa þær!
Klassíski gallabuxnaliturinn er það sem heillar okkur mest þessi dægrin.
Einfaldleikinn er oft bestur!

Lekkerar leðurbuxur

Við vorum að uppgötva þetta næntís-snið á gervileðurbuxum í Zara. Uppháar og beinar niður og klæðilegar með eindæmum. Gera líka hvaða dress sem er örlítið meira töff.
Zara, 6.495 kr.

Innblástur

Hér eru nokkrar myndir frá götutískunni á meginlandinu sem geta gefið okkur innblástur að stíliseringu.
Fegurðardísin Elizabeth Grace í svörtu átfitti sem lúkkar.
Hér er glamúrinn tekinn alla leið.
Einfalt en sjóðheitt!
Lúkkar vel við gallajakka.
Fullkomið vinnuátfitt!
Koma skemmtilega út við loðjakka.
Töff!

Brilljant brjóstahaldar

Það er kannski ekki spennandi að tala um brjóstahaldara en samt sem áður svolítið nauðsynlegt að mæla með þegar man finnur gull í þeim málaflokki.
Silkimjúkur og æðislegur undir boli! Lindex, 5.999 kr.
Uppáhaldstýpan okkar undir flegnar skyrtur eða boli. Lindex, 4.999 kr.

Besti blazerinn

Blazer-jakkar eru mest notaða flíkin í fataskápnum okkar að undanskildum gallabuxunum. Þessi rataði í innkaupakörfuna okkar á dögunum og við höfum ekki farið úr honum síðan.
Zara, 10.995 kr.
Finndu blazer með ýktum axlapúðum, þeir eru valdeflandi og þú upplifir algert Girl Boss-móment!

Meira úr tísku

Tíska

50 sætustu sparikjólarnir

Tíska

Flottasta golflína J. Lindeberg hingað til

Tíska

Þetta þurfa karlarnir að eiga í fataskápnum fyrir vorið

Tíska

Rándýr lúkk úr ZARA fyrir vorið

Tíska

Stílisti mælir með á afslætti á Kauphlaupi

Tíska

Hátískusólgleraugu á 25% afslætti

Tíska

Skrifstofu­gyðjan slær í gegn

Tíska

Bóhemtískan með endurkomu