Fara í efni

Þessar flíkur og fylgihlutir líta út fyrir að vera mun dýrari en raun ber vitni

Tíska - 10. janúar 2024

Stílistinn okkar er með nokkra gullmola sem taka átfittið þitt upp á næsta stig og líta út fyrir að vera mun dýrari en raun ber vitni.

Fylgihlutir

Hér eru fylgihlutir sem gefa átfittinu eitthvað extra.
Þessi taska er stæling á sardine-töskunni úr smiðju ítalska hátískuhússins Bottega Veneta. Zara, 6.995 kr.
Kendall Jenner með sardine-töskuna frá Bottega Veneta.
Allir og amma þeirra hafa fallið fyrir teardrop-eyrnalokkunum frá Bottega Veneta og ódýrari verslunarkeðjurnar keppast við að framleiða svipaða. Hér má sjá Hailey Bieber með vinsælustu lokkana síðustu misserin. En við fundum góða „eftirlíkingu“.
Bella Hadid með stóra útgáfu af Bottega-lokkunum.
Þessir eru nokkuð líkir! Zara, 2.995 kr.
Half Moon-taskan frá The Row hefur notið mikilla vinsælda hjá tískukrádinu en litla útgáfan kostar rúmar 200.000 krónur. Við fundum flottan staðgengil!
Zara, 6.995 kr.
Belti sem getur gefið átfittinu eitthvað extra! Zara, 4.595 kr.
Þessi áhugaverðu stígvél úr smiðju Givenchy hafa verið áberandi á tískukrádinu en við erum með góða „eftirlíkingu“.
Zara, 13.995 kr.

Yfirhafnir

Góð yfirhöfn er gulls ígildi og eitthvað sem við íslensku konurnar ættum að vanda sérstaklega valið við enda í mikilli notkun.
Við erum kolfallnar fyrir þessari aðsniðnu ullarblöndudásemd en kápan er ein sú allra mest keypta hjá Zara þessi misserin. Zara, 29.995 kr.
Zara, 29.995 kr.
Zara, 29.995 kr.
Vel sniðin kápa úr vönduðum efnum er gulls ígildi og lyftir átfittinu alltaf uppá hærra plan.
Þessi loðjakki er búinn að vera á óskalistanum okkar lengi en nú virðist sem von sé á þeim aftur en þeir seljast alltaf upp. Zara, 19.995 kr.
Hrikalega sætur teddy-jakki sem var að lenda í H&M Smáralind.
Stællegur jakki í anda Toteme. Zara, 17.995 kr.
Loðkápur- og jakkar vaxa í vinsældum á árinu og gefa átfittinu rándýrt yfirbragð.
Fallegir jakkar á tískuviku í París.
Loðfóðraður leðurjakki af dýrari gerðinni á tískuviku í París.
Pelsarnir eiga mikið kombakk á árinu.

Blazerar og gollur

Það eru fáar flíkur sem eru í jafn mikilli notkun og blazerarnir í fataskápnum okkar. Upp á síðkastið hafa kvenlegir mittisjakkar og gollur einnig komið sterkar inn, sem gefa heildarmyndinni rándýrt yfirbragð.
Zara, 8.995 kr.
Zara, 6.995 kr.
Zara, 6.995 kr.
Blazer-jakkinn er ein mest notaða flíkin í fataskápnum og því um að gera að velja vel.
Dömulegur jakki í anda Parísardamanna er góð fjárfesting.
Très Chic!
Klassískar peysur og toppar koma þér langt.

Peysur og toppar

Hlýjar peysur og áhugaverðir toppar er eitthvað sem er möst að eiga í fataskápnum. Þessar flíkur lúkka mun dýrari en raun ber vitni.
Við erum fleiri en ein á ritstjórn HÉRER sem keyptum okkur þessa rándýru útlítandi (en ódýru) týpu í H&M.
Sexí peysu-slá úr alpaca-ullarblöndu, Zara, 6.995 kr.
Ný peysa úr H&M sem lúkkar mun dýrari en verðmiðinn segir til um.
Galleri 17, 6.597 kr.
Vero Moda, 4.990 kr.
Þessi toppur kemur alltaf aftur í H&M en var að lenda í þessum fagurgráa tón. Við elskum þessa!
Hvítur stuttermabolur er kannski ekki mest spennandi flíkin í fataskápnum en er nauðsynlegur engu að síður. Mikilvægt er að velja bómullina vel og leita að vel strúktúreruðum bol úr þykku efni og varast þá vel teygjanlegu og þunnu.
Þessi er meira að segja kallaður hinn fullkomni t-shirt! Selected, 4.990 kr.

Meira úr tísku

Tíska

20% afsláttur af heimsþekktum vörumerkjum á borð við Polo Ralph Lauren

Tíska

50 sætustu sparikjólarnir

Tíska

Flottasta golflína J. Lindeberg hingað til

Tíska

Þetta þurfa karlarnir að eiga í fataskápnum fyrir vorið

Tíska

Rándýr lúkk úr ZARA fyrir vorið

Tíska

Stílisti mælir með á afslætti á Kauphlaupi

Tíska

Hátískusólgleraugu á 25% afslætti

Tíska

Skrifstofu­gyðjan slær í gegn