Fara í efni

Þjóðþekktir Íslendingar gefa tískuráð

Tíska - 11. júlí 2023

Látlaus klæðnaður eða djarfur? Klassískur og einfaldur eða áberandi og út fyrir rammann? Hvernig er best að snúa sér í fatavali? HÉR ER leitaði ráða hjá Íslendingum sem eru búnir að vera viðloðandi tískubransann um árabil og alltaf með puttann á púlsinum.

Egill Ásbjarnarson, eigandi SuitUp.

„Forðist skyndikaup og ‘fast fashion’“

Lýstu stílnum þínum í fáeinum orðum?

„Ég myndi segja að hann væri blanda af klassískum, ítölskum klæðskurði undir skandinavískum áhrifum. Litapallettan að mörgu leiti skandinavísk þar sem bláir, gráir og brúnir tónar eru mest áberandi og efnin oft aðeins þyngri en snið. Yfirbragðið á flestum mínum fatnaði er mjög ítalskt.“

Áttu þér fyrirmyndir í tísku?

„Já, mikið til erlenda kollega og fólk sem starfar í sama geira. Annars sæki ég innblástur í alls konar hluti; til dæmis fallegan dag í Flórens, Napolí eða Stokkhólmi. Maður sér ógrynni af óaðfinnanlega klæddum mönnum á öllum aldri og það veitir manni alltaf innblástur.“

„Mikilvægast er að líða vel í fötunum sem þú klæðist. Finndu liti sem þér líður vel með og reyndu að byggja fataskápinn upp í kringum þá.“

Hefurðu alltaf haft mikinn áhuga á tísku?

„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á fallegum fötum og er búinn að starfa í fataverslunum síðan árið 2007. Þannig að ég er búinn að vera lengi að og hef prófað allskonar hluti í gegnum árin. Maður hefur farið í gegnum fullt af tískutímabilum, misgóðum auðvitað og óhætt að segja að stíllinn og smekkurinn hafi þróast og breyst á þessum 16 árum sem maður er búinn að vera í bransanum.

Ég held að ég get sagt með vissu að stíllinn minn sé orðinn einfaldari og klassískari. Ég held mig við bláa, hvíta og beige tóna og blanda þeim mikið saman. Vinn með ákveðnar grunnflíkur og reyni að kaupa bara föt sem ég veit að ganga upp með þeim. Því einfaldari sem uppskriftin er, því betra.

„Forðist skyndikaup og ‘fast fashion’. Það er svo miklu betra að kaupa vandaðar og góðar flíkur sem þú veist að eru að fara að endast vel.“

Sem dæmi get ég notað sömu bláu jakkafötin aftur og aftur með því að nota mismunandi mynstraðar eða litaðar skyrtur, bindi og skó – og skó með allskonar áferð. Og talandi um áferð þá er líklega mikilvægasta lexía sem ég hef lært er hvernig nota má áferð til að auka dýptina í dressinu.“

„Skapið ykkar eigin stíl“

Brynja Dan Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ og eigandi Extraloppunnar.

Hvernig myndirðu lýsa þínum stíl?

„Góð spurning. Ég er alveg smá svona ‘tom boy’; elska stuttermaboli, gallabuxur og leddara eða blazer. Síðustu tvö ár er ég hinsvegar búin að vera að vinna meira með pils og kjóla og elska það. Bara verst að það skuli ekki vera veður til að klæðast slíkum fatnaði. Annars er ég voða ‘basic’ held ég og elska svört föt. Reyndar er ég búin að velja mér lit fyrir sumarið og komin með bunka af bleikum fötum, svona aðeins til að lífga upp á fatavalið annað slagið.

Svo elska ég að finna gamla gullmola, til dæmis í Extraloppunni minni og para saman við eitthvað nýtt. Fann til að mynda gamlan hlébarðajakka úr Morgan um daginn sem hefur pottþétt verið keyptur einhvern tímann um aldamótin. Ég nota hann óspart og elska bara að það skuli vera einhver saga á bakvið fötin mín.“

Tískufyrirmyndir?

„Konurnar í mínu nærumhverfi voru mínar helstu fyrirmyndir á árum áður og auðvitað helstu poppstjörnurnar; Spice Girls, Wu Tang og allur sá pakki sem maður fór í gegnum. Einn daginn var maður kannski með tígó í Tark buxum og Buffaló skóm en þann næsta saggandi í Karl Kani-galla og í öfugri Fruit Of The Loom-peysu utan yfir. Eftir á að hyggja fór þessi tíska nú engum sérstaklega vel en mér fannst ég sjúklega svöl á þessum tíma.

Í seinni tíð hef ég frekar sótt innblástur til alls konar fólks á Instagram og svo Pinterest og er yfirleitt fljót að sjá hvað ég fíla og hvað ekki og átta mig á hvað komi til með að klæða mig.“

Hefurðu alltaf verið áhugasöm um tísku?

„Ég hef alltaf haft áhuga á fatnaði og nýt þess að tjá mig með klæðaburði. Auðvitað keypti mamma föt á mig þegar ég var yngri, en strax sem barn hafði ég miklar skoðanir á fötum og lá ekki á þeim.

Ég játa að get ég verið svolítið áhrifa- og nýjungagjörn þegar kemur að tísku og sveiflast gjarnan eins og vindhani. En um leið veit ég hvað ég vil enda hef ég með tíð og tíma áttað mig á því hvaða litir og snið klæða mig og á þar af leiðandi föt sem ég nota aftur og aftur.

Klæðist því sem ykkur líður vel í, verið óhrædd við að prófa ykkur áfram og skapið ykkar eigin stíl.

Ég er til dæmis frekar búkstutt en limalöng. Í ljósi þess reyni ég að finna toppa sem hæfa mínu vaxtarlagi og sömuleiðis buxur þótt ég þurfi stundum að hafa fyrir því að finna buxur sem eru nægilega síðar. Oft fæ ég að heyra að ég mætti vera djarfari í litavali en almennt er ég lítið fyrir liti.“

Mottó:

„Aldrei að segja aldrei."

Það er einhvern veginn allt í gangi og því um að gera að para saman flíkur frá mismunandi tímabilum.

"Sem dæmi ætlaði ég aldrei aftur í útvíðar buxur en var síðan komin í slíkar buxur fyrir tveimur árum. Tískan fer stöðugt í hringi. Það er einmitt það skemmtilega við tískuna og hvað hún er breytileg. Nú er 90´s tískan komin aftur í öllu sínu veldi og ég dýrka það. Verð pottþétt farin að sagga aftur, komin í kraftgallann næsta vetur!“

„Forðist fyrirfram ákveðnar hugmyndir um hvað fer ykkur best“

Stefán Svan, eigandi Stefánsbúðar.

Ef þú ættir að lýsa eigin fatastíl í nokkrum orðum?

„Ég sveiflast á milli þess að vera frekar sportlegur og minimal yfir í að vera mjög djarfur í klæðavali.“

Tískufyrirmyndir?

„Ég dáist að fólki sem fer síðar eigin leiðir varðandi klæðaburð fremur en að fylgja fjöldanum. Björk, Roisín Murphy og Tilda Swinton koma upp í huga mér en það er margt flott fólk þarna úti.“

„Ég er nú ekki viss um að ég sé mjög dómbær á það hvað öðrum finnst um mig eða minn fatasmekk en mér finnst gaman að klæða mig ólíkt öðrum.“

Stefán, hefur alltaf verið svona flottur í tauinu?

„Ég er nú ekki viss um að ég sé mjög dómbær á það hvað öðrum finnst um mig eða minn fatasmekk en ég finnst gaman að klæða mig ólíkt öðrum.

Það kemur pottþétt frá móður minni sem hafði mikinn áhuga og vit á tísku og hún kenndi mér allt sem ég veit.

Forðist að einblína á það sem þið teljið galla í útliti ykkar og einblínið á kostina, því við erum öll frábær eins og við erum!

Annars hef ég hef verið óhræddur við að prufa mig áfram í klæðaburði. Alveg frá því að ég man eftir mér og í náminu í Listaháskólanum hef ég verið mjög ævintýragjarn. Með tímanum slípast svo til hvað manni fellur best í geð.“

Mottó

„Leiddu, ekki fylgja.“

Meira úr tísku

Tíska

„Möst“ í fataskápinn fyrir sumarfríið

Tíska

501 frá Levi´s á 20% afslætti

Tíska

4 stærstu sólgleraugnatrendin í sumar

Tíska

Sætustu sundfötin 2025

Tíska

Sumartrendin 2025

Tíska

Það verður bókstaflega ALLT í þessum lit í vor

Tíska

Svona kjólar verða út um allt á næstunni

Tíska

Götutískan í London