Fara í efni

Stjörnu­stílistar spá fyrir um tískutrend haustsins

Tíska - 20. september 2023

Haust- og vetrartískan verður með eindæmum spennandi ef marka má spár nokkurra af helstu tískuspekúlöntum landsins. HÉR ER heyrði í þeim Önnu Clausen, Ellen Loftsdóttur og Díönu Bjarnadóttur, sem allar eru vel þekktir og reynslumiklir stílistar, og fékk þær til að spá í spilin.

Anna Clausen stílisti á tískuviku í Köben.
Ellen Loftsdóttir stílisti. Mynd: Hörður Ingason.
Díana Bjarnadóttir stílisti.
Stór snið verða ennþá ríkjandi, blazerar, klassískar gallabuxur og hvítar skyrtur og stórar peysur.
Gucci haustið 2023.

Hverju spáið þið helst vinsældum í haust og vetur?

Ellen: „Ég held að þetta stefni í tvískipt haust í tískustraumum og lítið um breytingar á því sem verið hefur. Stór snið verða ennþá ríkjandi, blazerar, klassískar gallabuxur og hvítar skyrtur og stórar peysur. Þetta mun svo blandast saman við sterka 90‘s stauma með dassi af 70‘s þröngum sniðum; útvíðar buxur og stuttir, ermalausir bolir.“

Díana: „Leður er komið aftur og kemur sterkt inn í haust.“

Anna Clausen: „Klassískar lúxusvörur (Luxury basics) verða áberandi í vetur.“

Díana: „Góðar yfirhafnir eða kápur, ullarefni, shearling- eða leðurjakki - þú ert alltaf vel tilhöfð ef þú fjárfestir í fallegri yfirhöfn. Samblanda af grófum efnum eins og leður, ull og gervileðri er vinsælt að blanda við fínlegri efni, eins og silki og bómull.“

Leðurflíkur verða áberandi haustið 2023.

Zimmermann haustið 2023.
Rokh haustið 2023.
Miu Miu haustið 2023.
Saint Laurent haustið 2023.

Hvað ber hæst í kvenfatnaði?

Díana: „Stórar flíkur, peysur og kápur. Ég held að klassísk pils komi einnig sterk inn í haust. Síð leður- og gallapils eru til dæmis að koma inn aftur.

Yfirhafnir, leður, hvort sem það var gervileður eða ekta leður. Síðar kápur, svartar eða í jarðlitum en einnig litríkar, mynstraðar og köflóttar kápur. Svört jakkaföt koma líka sterk inn aftur.“

Anna Clausen: „Tíska framleidd úr gæðaefnum sem unnin eru til að endast.“

Díana: „Góð, stór peysa gengur við allt; kjól, skyrtu, pils og buxur. Gaman sjá fatnaðinn í verslunum þetta haustið því veturinn hefur aldrei verið eins litaglaður og í ár.“

Ég held að klassísk pils komi einnig sterk inn í haust. Síð leður- og gallapils eru til dæmis að koma inn aftur.

Miu Miu.
Chloé.
Avellano.
Stella McCartney.
Klassísk pils í anda sjötta áratugarins verða vinsæl í haust eftir dágóðan tíma úr sviðsljósinu.

Hvað með herrafatnaðinn?

Díana: „Síðir frakkar eru komnir aftur, „shearling“-jakkar, klæðskerasniðnir blazer-jakkar og klæðskerasniðin jakkaföt, litríkar peysur. Herratískan er blanda af klassískum sniðum og götutísku. Herrarnir geta líka valið um skemmtilega liti í bland við jarðtóna.“

Og fyrir öll kyn?

Díana: „Það sást vel á tískupöllunum að pilsin eru komin aftur bæði á karlmenn og konur - pilsin henta fyrir öll kyn. Samfestingar sáust einnig á tískupöllunum og eru ekki bara þægilegir því samfestingar eru líka svo töff. Dolce & Gabbana, Burberry og Dior sýndu meðal annars skikkjur og slár sem ættu að klæða flesta.

Tískan í haust og vetur ætti því að henta öllum og persónuleika hvers og eins enda af nægu að taka.“

Það sást vel á tískupöllunum að pilsin eru komin aftur bæði á karlmenn og konur - pilsin henta fyrir öll kyn.

Verða einhverjir litir ríkjandi?

Díana: „Það verður miklu litríkara en vanalega í haust og vetur.“

Anna Clausen: „Svartur, hvítur, grár, gallabuxnablár, neon grænn og rauður.“

Díana: „Bleikur, brúnn, grænn, vínrauðir tónar og rauði liturinn eru mjög áberandi ásamt bláa litnum og fjólublátt, í bland við hvíta og svarta litinn. Ljósgráir litir og jarðlitir, eins og beige og dökkbrúnt, „metallic“, gyllt og silfur eru einnig komnir. Í raun dásamlega spennandi litaflóra.“

Ellen: „Jarðlitir og pastel eru mest ríkjandi. Svo fær svart og hvítt alltaf að fljóta með - allavega i mínum fataskáp.“

Díana: „Bleiki liturinn heldur síðan áfram inn í næsta vor.“

Jarðlitir og pastellitir eru mest ríkjandi. Svo fær svart og hvítt alltaf að fljóta með - allavega i mínum fataskáp.

Víðar og síðar gallabuxur eru að trenda eins og sést hér hjá ítalska hátískuhúsinu Bottega Veneta.
Stella McCartney.
Bottega Veneta.
Stella McCartney.
Stella McCartney.

Rauði liturinn er einn heitasti liturinn í haust.

Zara, 11.995 kr.
Sand Copenhagen, Mathilda, 49.990 kr.
Jodis, Kaupfélagið, 39.995 kr.

Hvað með snið?

Díana: „Oversized“ blazerjakkar og kápur, klassískar klæðskerasniðnar flíkur í bland við ögrandi „futuristic“ fatnað.“

Anna Clausen: „Power-axlir og yfirhafnir í yfirstærð. „Chic“ frístundaföt. Nærföt sem yfirfatnaður.“

Díana: „Síðir kjólar og „loose“ gallabuxur, útvíðar 70’s gallabuxur. Einnig mátti sjá á tískupöllunum gallastuttbuxur sem ná niður að hnésbót. Það er allur gangur á sniðum þannig að allir ættu að finna eitthvað spennandi sem hentar.“

Býstu við að eitthvað skart verði vinsælla umfram annað?

Anna Clausen: „Ég spái nælum vinsældum.“

Ellen: „Þröng hálsmenn, óður til næntís-tískunnar og áberandi skart á fingrum.“

Díana: „Áberandi skartgripir eru komnir aftur. Keðjur, perlur, mislitt og litríkt skart, stórir eyrnalokkar og jafnvel stakur eyrnalokkur sem skartgripur er að koma aftur.“

Ellen: „Ég spái og vona að naflahringurinn komi sterkur inn.“

Síðir frakkar, bomberjakkar og litríkar peysur verða vinsælar hjá körlunum í haust og vetur.

Givenchy.
Amiri.
Givenchy.
Dior.
„Power“ axlir fyrir allar sterkar konur í anda Saint Laurent eru málið þessa tíðina sem minna okkur óneitanlega á tísku níunda áratugarins.

Stórir og áberandi eyrnalokkar eru að trenda þetta haustið.

Miu Miu.
Saint Laurent.
Wooyoungmi.
Zimmermann.
Zara, 2.995 kr.
Jón og Óskar, 23.400 kr.
Zara, 2.995 kr.
Jens, 8.900 kr.
Hlín Reykdal, Meba, 18.900 kr.
Úr haustlínu H&M.

Hvað með aðra fylgihluti?

Díana: „Ég mæli með að fjárfesta í fallegri, vandaðri tösku.“

Hvernig sjáið þið skótískuna fyrir ykkur?

Ellen: „Hún verður margbreytileg. Mér finnst að þægindi séu að fara skipta meira máli en hefur verið.“

Díana: „Mótorhjólastígvél, strigaskór og há leðurstígvél eru að koma sterk tilbaka og támjóir hælaskór.“

Anna Clausen: „Támjóir hælaskór, ballettskór og „kitten“-hælar, mótorhjólastígvél og hnéhá stígvél.“

Hún verður margbreytileg. Mér finnst að þægindi séu að fara skipta meira máli en hefur verið.

Upphá stígvél, ballerínuskór, mótorhjólastígvél og „kitten“-hælar eru vinsælir í haust og vetur. 

Mótorhjólastígvél verða einkar áberandi í haust og vetur.
Upphá leðurstígvél eru kynþokkafull með meiru.
„Kitten“ hælar hjá Miu Miu.
Haustlína H&M er með nokkur geggjuð upphá stígvél.
GS Skór, 42.995 kr.
Zara, 5.995 kr.
Zara, 7.995 kr.

Er eitthvað á útleið?

Anna Clausen: „Hröð tíska.“

Díana: „Mittisháar buxur með niðurþröngum skálmum og palazzo buxur (síðar útvíðar buxur sem minna á náttbuxur). Þessar flíkur sáust ekki á tiskupöllunum fyrir haustið 2023.“

Ellen: „Stíll er svo persónubundinn og mér finnst að fólk eigi að klæða sig eins og því líður best hverju sinni. Það sem er mest sjarmerandi í stíl hjá fólki að mínu mati er þegar það lætur hugmyndaflæðið skína og klæðist því sem þeim finnst fallegt og um leið skín sjálfsöryggi í gegn. Við erum allskonar og stíll á að fá að fylgja þeirri hugmyndafræði. Við lifum sem betur fer í lifandi samfélagi sem á að vera fordómalaust og frjálst. Straumar og stefnur í tísku eiga ekki að hafa áhrif né hamla okkur í því hverju við klæðumst.“

Við erum allskonar og stíll á að fá að fylgja þeirri hugmyndafræði. 

Meira úr tísku

Tíska

Sætustu sundfötin 2025

Tíska

Sumartrendin 2025

Tíska

Það verður bókstaflega ALLT í þessum lit í vor

Tíska

Svona kjólar verða út um allt á næstunni

Tíska

Götutískan í London

Tíska

Megatrend í Mílanó

Tíska

Þessi trend voru út um allt á tískuviku í París

Tíska

Steldu stílnum af smörtustu konum heims á tískuviku í París