Fara í efni

Topp 20 yfirhafnir fyrir haustið

Tíska - 27. ágúst 2024

Það er eitthvað við hausttískuna sem kveikir í okkur og þá klæjar okkur í fingurna að fjárfesta í nýrri yfirhöfn fyrir komandi árstíð. Hér er fullt af innblæstri frá helstu tískuborgum heims og flíkur sem hægt er að kaupa í Smáralind í þeim anda.

Reffilegi rykfrakkinn

Eitt er víst að rykfrakkinn er tekinn upp á hverju einasta hausti og því skyldueign í fataskápinn enda fer hann aldrei úr tísku.
Lindex, 18.999 kr.
H&M Smáralind.
Mathilda, 69.990 kr.
Polo Ralph Lauren, Mathilda, 119.990 kr.

Lekkert leður

Leðurflíkur eru löðrandi í lúxus og koma heldur betur sterkar inn með haustinu. Leðurbomberar, leðurjakkar í yfirstærð og leðurkápur eru að trenda og geta heldur betur poppað upp á átfittið.
Mathilda, 189.990 kr.
Weekday, Smáralind.
Mathilda, 189.990 kr.
Zara, 8.995 kr.
Mathilda, 239.990 kr.

Poppuð praktík

Svokallaðir utility-jakkar eru heldur betur að trenda þessi dægrin og keppast tískuvöruverslanir við að koma út með sína útgáfu.
Götutískan í Köben.
Weekday, Smáralind.
Polo Ralph Lauren, Mathilda, 84.990 kr.
Monki, Smáralind.
Zara, 7.995 kr.

Klassísk kamel

Hvað er klassískara en kasmírkápa í kamellit? Vínrauður er líka að koma inn með látum í haust og súkkulaðibrúnir tónar smellpassa við komandi árstíð.
Tommy Hilfiger, Karakter, 59.995 kr.
Boss, Mathilda, 89.990 kr.
Polo Ralph Lauren, Mathilda, 109.990 kr.

Svart og seiðandi

Svolítið seif en aldrei boring. Við þurfum allar að eiga eins og eina klassíska, svarta kápu í fataskápnum sem gengur við allt og ekkert og stenst tímans tönn og stendur með okkur í gegnum allar tískusveiflurnar.
Karakter, 63.995 kr.
Vero Moda, 16.990 kr.
Stuttir rykfrakkar eru hámóðins um þessar mundir og eru góð milli árstíðaflík.
Zara, 8.995 kr.
H&M Smáralind.
Leðurjakkar í yfirstærð og jakkar og kápur úr rúskinni verða mál málanna í haust.
Slár fá sinn tíma í sviðsljósinu aftur eftir að haustsýning tískuhússins Chloé sló í gegn.
Vero Moda, 16.990 kr.
Gleðilegt haust!

Meira úr tísku

Tíska

Topp 30 yfirhafnir fyrir karlana í haust

Tíska

Topp trend á tískuviku í París

Tíska

Beyoncé í sjóðheitu sambandi með Levi´s

Tíska

Dúndurdílar á Miðnæturopnun! (Það sem er á radarnum hjá stílistanum okkar!)

Tíska

Taktu þátt í bleika mánuðinum

Tíska

Óskalisti stílista úr ZARA

Tíska

Glamúr og nördismi í götutískunni í Mílanó

Tíska

Kíktu í pokann hjá Mari Järsk