Reffilegi rykfrakkinn
Eitt er víst að rykfrakkinn er tekinn upp á hverju einasta hausti og því skyldueign í fataskápinn enda fer hann aldrei úr tísku.
Lekkert leður
Leðurflíkur eru löðrandi í lúxus og koma heldur betur sterkar inn með haustinu. Leðurbomberar, leðurjakkar í yfirstærð og leðurkápur eru að trenda og geta heldur betur poppað upp á átfittið.
Poppuð praktík
Svokallaðir utility-jakkar eru heldur betur að trenda þessi dægrin og keppast tískuvöruverslanir við að koma út með sína útgáfu.
Klassísk kamel
Hvað er klassískara en kasmírkápa í kamellit? Vínrauður er líka að koma inn með látum í haust og súkkulaðibrúnir tónar smellpassa við komandi árstíð.
Svart og seiðandi
Svolítið seif en aldrei boring. Við þurfum allar að eiga eins og eina klassíska, svarta kápu í fataskápnum sem gengur við allt og ekkert og stenst tímans tönn og stendur með okkur í gegnum allar tískusveiflurnar.
Gleðilegt haust!