Fara í efni

Trendið sem allir og amma þeirra klæddust á tískuviku í París

Tíska - 1. desember 2021

Við kynntum okkur götutískuna á tískuviku í París. Þetta er trendið sem ekki er hægt að líta framhjá.

Hver stílstjarnan á fætur annarri sportaði flíkum og fylgihlutum í grænum lit. Því má með sanni segja að grænn sé tískuliturinn næstu misseri.

Ætli Bottega Veneta hafi ekki gert skærgrænan að tískulitnum sem hann er í dag en sjáið hversu vel klassíska Chanel flap-taskan nýtur sín vel í þessum lit.

Puzzle-taskan frá Loewe er klassísk hönnun sem stenst tímans tönn. Við vitum hinsvegar ekki með þennan lit-en ferskur er hann!

Parísartískan. Mynd: IMAXtree.

Það er eitthvað sérstaklega hátíðlegt við föt í grænu glimmeri.

Þessi fallega glimmerdragt er nýkomin í Zara og við erum kolfallnar! Zara, 8.495/8.495 kr.
Skyrta í skærgrænu við annars svartan alklæðnað er góð leið til að dífa tánni ofan í trendið.

Smaragðsgrænn er líka elegant option! Takið eftir hversu töff er að hafa ermarnar svona út undan jakkanum.

Mynd: IMAXtree.
Eitursvalt rokkaravæb í hermannagrænu.

Emili Sindlev paraði appelsínugula skyrtu við pastelgræna dragt enda þekkt fyrir áhugaverðar litasamsetningar. Xenia Adonts var smart í svörtum alklæðnaði.

Ef þú vilt dífa tánni ofan í græna trendið er sniðugt að velja eins og einn fylgihlut í grænu sem poppar upp á átfittið.

Svo er auðvitað hægt að fara alla, og þá meinum við ALLA leið!

Mynd: IMAXtree.

Meira úr tísku

Tíska

20% afsláttur af heimsþekktum vörumerkjum á borð við Polo Ralph Lauren

Tíska

50 sætustu sparikjólarnir

Tíska

Flottasta golflína J. Lindeberg hingað til

Tíska

Þetta þurfa karlarnir að eiga í fataskápnum fyrir vorið

Tíska

Rándýr lúkk úr ZARA fyrir vorið

Tíska

Stílisti mælir með á afslætti á Kauphlaupi

Tíska

Hátískusólgleraugu á 25% afslætti

Tíska

Skrifstofu­gyðjan slær í gegn