Allt í bland
Hettupeysa við pils, tvítjakki við gallabuxur, pallíettur við leðurjakka. Það er svo sannarlega hægt að læra af tískukrádinu, hvernig hægt er að para saman ólíklegustu flíkur og fá út áhugaverða útkomu.
Treystið Emili Sindlev til að láta skærgræna hettupeysu virka við kvenlegt pils og appelsínugula Prada-hæla.
Yfirhafnir dagsins
Það sem er helst á óskalistanum okkar eftir að hafa skoðað ógrynni af götutískumyndum frá tískuvikunum á meginlandinu eru yfirhafnir eins og „vintage"-leðurjakki, rykfrakki með áhugaverði tvisti, stuttur blazer og gallajakkar í allskyns skemmtilegum útfærslum.
Náttkjólar
Af og til, síðan á tíunda áratug síðustu aldar, hafa náttkjólarnir orðið trendí en Alexa Chung seldi okkur þessa hugmynd fyrir vorið og sumarið. Kjóll í náttkjólastíl sem rokkaður er upp með leðurkápu er geggjuð blanda.
Við fáum ekki nóg af bomber-jökkum en þessi útgáfa tekur það besta bæði frá gallajakkanum og bombernum.
Litur dagsins
Það er eitthvað við neon-grænan sem er extra ferskur um þessar mundir. Hvað segið þið, já eða algert faux pas?
Trendin sem við ætlum alveg að láta vera
Sum trend eru þess eðlis að við verðum að segja pass.