Fara í efni

Er þetta vanmetnasti fylgihluturinn?

Tíska - 3. mars 2023

Okkur finnst gömlu, góðu sokkabuxurnar ekki fá þann tíma í sviðsljósinu sem þær eiga skilið. Þær setja heldur betur punktinn yfir i-ið á dressinu og koma í svo mörgum skrautlegum og skemmtilegum stílum í dag. Skoðum málið!

Skærar og skemmtilegar

Tískuhúsið Valentino lagði áherslu á að dressin væru í einum lit, bókstaflega frá toppi til táar þegar kynnt var til sögunnar vortíska þessa árs. Sitt sýnist hverjum en sokkabuxur í skærum og skemmtilegum litum eru móðins um þessar mundir.
Tamara Kalinic í skærbleiku Valentino-dressi þar sem sokkabuxurnar verða eitt með hælaskónum.
Sokkabuxur í stíl við hárið, það er lúkk út af fyrir sig.
Mintugræn parísartíska.
Skemmtileg Valentino-útgáfa.
Hér er margt áhugavert að gerast og sokkabuxurnar spila stóra rullu.

Á Dekurkvöldi Smáralindar sem haldið verður 2. mars næstkomandi mun ítalski sokkabuxnaframleiðandinn Orublu sýna nýjustu tísku í sokkabuxum en þeir eru þekktir fyrir fjölbreytt úrval og gæði í gegn. Ekki missa af Dekurkvöldi Smáralindar 2. mars!

Klassískur elegans

Það sem er klassískt fellur aldrei úr gildi. Hér eru nokkrir elegant stílar sem standast tímans tönn.
Klassíkin fellur aldrei úr gildi.
Ekta elegant parísartíska.
Þunnar sokkabuxur við mínípils og hælaskó, klassískt kombó!
Hér má sjá lúkk sem er móðins í dag þar sem sokkabuxurnar og skórnir verða eitt.
Elegant doppur við þetta Schiaparelli-dress á Chiara Ferragni.
Hér er hugmynd að stíliseringu! Prófaðu að stæla sokkabuxurnar við hvíta ökklasokka og strigaskó fyrir áreynslulaust en örlítið öðruvísi lúkk.

Nettar netasokkabuxur

Netasokkabuxur með fallegu mynstri gera heilmikið fyrir heildarmyndina.
Svartur alklæðnaður þarf ekki að vera boring.
Svartar netasokkabuxurnar gefa þessu dressi mikinn karakter og skemmtilegt tvist.
Frá tískusýningarpalli Nensi Dojaka sem slegið hefur í gegn á undanförnum misserum.

Mynstraðar og megakúl

Hér setja sokkabuxurnar heldur betur sinn svip á dressið.
Sama mynstur alla leið.
Þessi stílstjarna er óhrædd við að para saman mismunandi mynstur.
Skandinavísku stílstjörnurnar eru þekktar fyrir að leika sér með allskyns mynstur og sérstaklega duglegar við að klæðast litríkum sokkabuxum.
Götutískan í Stokkhólmi vorið 2023.

Taktu fimmtudagskvöldið 2. mars frá og láttu dekra við þig á Dekurkvöldi Smáralindar! Vertu með augun opin fyrir óvæntum uppákomur á göngugötunni frá sokkabuxnaframleiðandanum Orublu.

Meira úr tísku

Tíska

Vertu í stíl við helstu kylfinga heims

Tíska

Jakkinn sem er mest að trenda í dag

Tíska

Goðsagna­kenndu gallabuxurnar sem allir þurfa að eiga

Tíska

30% afmælisafsláttur í Vero Moda! Stílisti velur flottustu flíkurnar

Tíska

Stílistinn okkar er svo skotin í þessum sjarmerandi stílstjörnum

Tíska

Topp 10 möst að eiga í fataskápnum í sumar

Tíska

Stærstu tískutrendin í vor og sumar 2023

Tíska

Flíkin sem þú verður að eiga í fataskápnum