Nýir farðar
Það er fátt sem gerir okkur jafnspenntar og nýr farði á markaðnum. Teint Idole Ultra Wear Care & Glow frá Lancôme heillaði okkur upp úr skónum við fyrstu ásetningu.
CC-kremið frá It Cosmetics er með allra mest seldu lituðu dagkremum heims og ekki að ástæðulausu. Nú er það komið í extra glowy-útgáfu!
Sólarpúður
Hver elskar ekki sólarpúður? Það er sú snyrtivara sem gerir hvað mest fyrir okkur, sérstaklega svona yfir vetrarmánuðina. Ever Bronze-sólarpúðrin frá Clarins innihalda kókosolíu sem útskýrir hversu kremuð þau eru (svona miðað við púður). Við mælum með því að pota aðeins í þau og skoða ef þið eruð á höttunum eftir nýju sólarpúðri.
Litríkir lænerar
Það er engum blöðum um það að fletta að litríkir og grafískir lænerar eru hámóðins. MAC var að koma með á markað Colour Excess-lænera sem koma í geggjuðum litatónum og eru hannaðir til að endast og endast, jafnvel á vatnslínu augnanna. Við fáum vatn í munninn!
Lengri augnhár og „lash lift“-effekt
Maskari sem lyftir augnhárunum í anda lash lift? Sign me up! Supra Lift & Curl er nýtt uppáhald hjá okkur en hann kemur frá Clarins.
Nýja augnháraserumið frá Sweed lengir, styrkir og nærir augnhárin á 4-6 vikum með öflugri blöndu innihaldsefna. Góðu fréttirnar eru að þau sem eru með viðkvæm augu og vilja forðast innihaldsefnið prostaglandin geta notað þetta serum með góðum árangri. Einnig er hægt að nota serumið á augabrúnirnar til að þétta og dekkja hárin.
Kinnalitaæði
Kinnalitur hefur sjaldan verið eins vinsæll og um þessar mundir og við erum að elska það! Við hvetjum alla til að hoppa um borð á kinnalitalestina, því smá popp af skærum lit efst á kinnbeinin getur gert kraftaverk fyrir lúkkið. Þar koma nýju kinnalitirnir frá RMS Beauty sterkir inn. Einstök blanda af kremuðum-og púðurkinnalit sem gefur dásemdarljóma og lit. Eina sem við eigum í erfiðleikum með er að velja uppáhaldslitinn okkar! Plús í kladdann fær RMS fyrir að vera grænt snyrtivörumerki.
Blörraðar varir
Við viljum kannski ekki meina það að tími varablýantsins sé liðinn en nýjasta æðið í förðunartískunni í haust eru „blörraðar“ varir. Þá kemur nýjasta viðbótin í varalitaflóru MAC sterk inn, Powder Kiss Velvet Blur Slim Stick heitir hann. Um er að ræða púðurkenndan en mjúkan, mjóan varalit sem auðvelt er að nudda aðeins yfir línur varanna, fyrir þetta nýkyssta og sexí lúkk sem blörraða trendið gerir.
Kremaðir augnskuggar
Það jafnast ekkert á við kremaðan augnskugga og lúkkið sem góður slíkur framkallar. Always On, kremuðu augnskuggarnir frá Smashbox eru tilvaldir sem augnskuggagrunnur eða einir og sér, hvort sem er fyrir mínimalískan grunn eða sexí smókí. Við erum obsessed eins og restin af heimsbyggðinni.
Auðveldasta leiðin til að framkalla áreynslulaust og sexí smokey er með kremuðum augnskugga!
Húð
Við segjum það aldrei of oft en húðprepp er það mikilvægasta þegar kemur að lýtalaustri förðun og fallegri og heilbrigðri húð. Hér eru nokkrar spennandi nýjungar.
Confidence in a Cream frá It Cosmetics er söluhæsta andlitskremið í Bandaríkjunum! Það er mýkjandi, rakagefandi og vinnur gegn sjö einkennum öldrunar. Kremið hentar öllum húðgerðum, jafnvel viðkvæmri húð.
Bye Bye Makeup Cleansing Balm andlitshreinsirinn er með þrefalda virkni í einni vöru, hann hreinsar farða einstaklega vel af húðinni, gefur henni ljóma og vinnur eins og rakagefandi andlitsmaski. Við segjum ekki nei við því!
Ný ilmvötn fyrir haustið
Flora mynstur Gucci hússins fær nýtt tvist sem notað er á ytri pakkningar og glas ilmsins sem var fyrst hannað af Vittorio Accornero fyrir Gucci árið 1966.