Fara í efni

Bestu nýjungarnar í snyrti­vöru­bransanum á Tax Free afslætti

Fegurð - 30. ágúst 2022

Við elskum að með haustinu fyllast verslanir af spennandi snyrtivörunýjungum sem við getum ekki stillt okkur um að prófa og hafa skoðanir á. Förðunarfræðingur HÉR ER er með puttann á púlsinum og mælir með nokkrum gullmolum sem standa upp úr. Góðu fréttirnar eru að nú er Tax Free í Hagkaup sem í okkar bókum þýðir ágætis afsökun til að tríta sig og sína.

Nýir farðar

Það er fátt sem gerir okkur jafnspenntar og nýr farði á markaðnum. Teint Idole Ultra Wear Care & Glow frá Lancôme heillaði okkur upp úr skónum við fyrstu ásetningu.
Care & Glow, nýja útgáfan af Teint Idole Ultra Wear er eins og nafnið gefur til kynna ljómandi farði sem gefur húðinni einnig raka en þar með er ekki öll sagan sögð. Áferðin er einstök og þessi létti farði helst líka vel á húðinni. Hann er ljómandi en ekki um of. Hann fær fullt hús stiga frá okkur!
Finndu farða sem bráðnar inn í húðina þína og er hálf „ósýnilegur“. Ef þú vilt hylja meira geturðu notað sérstakan hyljara á þau svæði, þannig verður heildarútlitið sem náttúrulegast.
CC-kremið frá It Cosmetics er með allra mest seldu lituðu dagkremum heims og ekki að ástæðulausu. Nú er það komið í extra glowy-útgáfu!
Hagkaup, 6.999 kr.

Sólarpúður

Hver elskar ekki sólarpúður? Það er sú snyrtivara sem gerir hvað mest fyrir okkur, sérstaklega svona yfir vetrarmánuðina. Ever Bronze-sólarpúðrin frá Clarins innihalda kókosolíu sem útskýrir hversu kremuð þau eru (svona miðað við púður). Við mælum með því að pota aðeins í þau og skoða ef þið eruð á höttunum eftir nýju sólarpúðri.
Hagkaup, 5.119 kr.
Dustaðu sólarpúðrinu með stórum augnskuggabursta yfir augnlokið og nánast upp að augabrún, til að fá samfellu í förðunina.

Litríkir lænerar

Það er engum blöðum um það að fletta að litríkir og grafískir lænerar eru hámóðins. MAC var að koma með á markað Colour Excess-lænera sem koma í geggjuðum litatónum og eru hannaðir til að endast og endast, jafnvel á vatnslínu augnanna. Við fáum vatn í munninn!
MAC, 5.190 kr.

Lengri augnhár og „lash lift“-effekt

Maskari sem lyftir augnhárunum í anda lash lift? Sign me up! Supra Lift & Curl er nýtt uppáhald hjá okkur en hann kemur frá Clarins.
Hagkaup, 4.639 kr.
Nýja augnháraserumið frá Sweed lengir, styrkir og nærir augnhárin á 4-6 vikum með öflugri blöndu innihaldsefna. Góðu fréttirnar eru að þau sem eru með viðkvæm augu og vilja forðast innihaldsefnið prostaglandin geta notað þetta serum með góðum árangri. Einnig er hægt að nota serumið á augabrúnirnar til að þétta og dekkja hárin.
Fyrir og eftir notkun í fjórar vikur.
Elira, 9.990 kr.

Kinnalitaæði

Kinnalitur hefur sjaldan verið eins vinsæll og um þessar mundir og við erum að elska það! Við hvetjum alla til að hoppa um borð á kinnalitalestina, því smá popp af skærum lit efst á kinnbeinin getur gert kraftaverk fyrir lúkkið. Þar koma nýju kinnalitirnir frá RMS Beauty sterkir inn. Einstök blanda af kremuðum-og púðurkinnalit sem gefur dásemdarljóma og lit. Eina sem við eigum í erfiðleikum með er að velja uppáhaldslitinn okkar! Plús í kladdann fær RMS fyrir að vera grænt snyrtivörumerki.
ReDimens kinnalitur frá RMS fæst í Elira, Smáralind.
Elira, 7.290 kr.
Sjáið hvað kinnalitur hátt upp á kinnbeinin gerir mikið!

Blörraðar varir

Við viljum kannski ekki meina það að tími varablýantsins sé liðinn en nýjasta æðið í förðunartískunni í haust eru „blörraðar“ varir. Þá kemur nýjasta viðbótin í varalitaflóru MAC sterk inn, Powder Kiss Velvet Blur Slim Stick heitir hann. Um er að ræða púðurkenndan en mjúkan, mjóan varalit sem auðvelt er að nudda aðeins yfir línur varanna, fyrir þetta nýkyssta og sexí lúkk sem blörraða trendið gerir.
MAC, 6.490 kr.
Blörraðar varir hjá Yuhan Wang.
Vínslegnar varir hjá Coach.

Kremaðir augnskuggar

Það jafnast ekkert á við kremaðan augnskugga og lúkkið sem góður slíkur framkallar. Always On, kremuðu augnskuggarnir frá Smashbox eru tilvaldir sem augnskuggagrunnur eða einir og sér, hvort sem er fyrir mínimalískan grunn eða sexí smókí. Við erum obsessed eins og restin af heimsbyggðinni.
Hagkaup, 3.999 kr.
Hagkaup, 3.999 kr.
Hagkaup, 3.999 kr.
Auðveldasta leiðin til að framkalla áreynslulaust og sexí smokey er með kremuðum augnskugga!

Húð

Við segjum það aldrei of oft en húðprepp er það mikilvægasta þegar kemur að lýtalaustri förðun og fallegri og heilbrigðri húð. Hér eru nokkrar spennandi nýjungar.
Confidence in a Cream frá It Cosmetics er söluhæsta andlitskremið í Bandaríkjunum! Það er mýkjandi, rakagefandi og vinnur gegn sjö einkennum öldrunar. Kremið hentar öllum húðgerðum, jafnvel viðkvæmri húð.
Hagkaup, 8.499 kr.
Comforting barrier mask er dásamlegur, kremkenndur maski frá Sensai sem hjúpar húðina ósýnilegu varnarlagi og róar viðkvæma húð. Nærandi eiginleikar maskans efla ysta lag húðarinnar, styrkja varnarlag og bæta eiginleika húðarinnar til að varðveita rakaforða, minnka roða og jafna áferð. Maskinn inniheldur silkimjúka silkið sem Sensai er svo þekkt fyrir.

Bye Bye Makeup Cleansing Balm andlitshreinsirinn er með þrefalda virkni í einni vöru, hann hreinsar farða einstaklega vel af  húðinni, gefur henni ljóma og vinnur eins og rakagefandi andlitsmaski. Við segjum ekki nei við því!

Hagkaup, 6.999 kr.

Ný ilmvötn fyrir haustið

Flora mynstur Gucci hússins fær nýtt tvist sem notað er á ytri pakkningar og glas ilmsins sem var fyrst hannað af Vittorio Accornero fyrir Gucci árið 1966.
Gucci Flora Gorgeous Jasmine Eau de Parfum er nýr ilmur frá Alessandro Michele sem er yfirhönnuður og listrænn stjórnandi Gucci og Alberto Morillas ilmhönnuði Gucci. Þeir sóttu innblástur í töfra og styrk eðalsteina, þar á meðal túrkissteina sem eiga að veita vernd, von og ást. Toppurinn ilmar af ítalskri mandarínu, bergamot og svörtum pipar, hjarta ilmsins samanstendur af Jasmine Grandiflorum Absolut, magnólíu, jasmine sambac og damaskusrós og grunnurinn er sandalviður frá Ástaraíu, Benzoin og Patchouli frá Indonesíu.
Nýi J´adore parfum d´eau frá Dior er eins nálægt náttúrulegum blómailmi og hugsast getur. Ef þú fílar lyktina af nýsjampóuðu hári og ferskri blómalykt, þá er þessi eitthvað sem þú ættir að skoða. Það sem gerir J´adore parfum d´eau frábrugðinn öðrum alkóhólfríum ilmum er að hann klístrast ekki á húðinni né skilur eftir sig bletti en ilmvatnsvökvinn sjálfur er ljós á litinn. Einnig endist hann jafn vel á húðinni og eau de parfum. Nýstárleg nálgun í hönnun og klassískur og kvenlegur ilmur úr smiðju Dior.
Hið goðsagnakennda J´adore-ilmvatnsglas hefur verið endurhannað í hvítu gleri sem er lýsandi fyrir innihaldið. 

Meira úr fegurð

Fegurð

Bestu snyrtivörurnar á 20-40% afslætti

Fegurð

Vetrarsport er innblásturinn af nýrri Winter Glow-línu Chanel

Fegurð

Heitustu förðunar­trendin og spennandi snyrtivörur á afslætti

Fegurð

Heitustu hártrendin 2024

Fegurð

Bestu farðar ársins á 23% afslætti á Áramótabombu

Fegurð

Hugmyndir að dekurjólagjöfum á 20% afslætti

Fegurð

Snyrtivörur sem fengu förðunarfræðinginn okkar til að segja VÁ!

Fegurð

Náttúrulegar gæðavörur sem eru í uppáhaldi hjá Hollywood-stjörnunum