Fara í efni

Ódýru snyrti­vörurnar sem förðunar­fræðingurinn okkar getur ekki hætt að nota

Fegurð - 23. september 2022

Þegar förðunarfræðingurinn okkar, sem prófar heilan helling af snyrtivörum, tók eftir því að nokkrar af snyrtivörunum í daglegri rútínu hennar voru í ódýrari kantinum, varð til hugmyndin að þessari grein. Hér eru nokkrir gullmolar sem hún mælir heilshugar með sem kosta ekki hvítuna úr augunum.

Hverdagspalletta með x faktor

Ultimate-augnskuggapallettann frá NYX er búin að vera í daglegri rútínu okkar á morgnana og kemur stöðugt á óvart með klæðilegum litatónum sem fá augnlitinn okkar til að „poppa“. Mælum 100% með!
Ultimate-pallettan getur framkallað matt hversdagslúkk en líka skínandi partílúkk.
Ultimate-palletta frá NYX í Warm Neutrals, Hagkaup, 4.395 kr.

Tjúllaður farði

BB Cover-farðinn frá L´Oréal er einn sá allra besti sem við höfum prófað og okkur finnst hann ekki fá nógu mikið umtal og vægi í fjölmiðlum! Hér með breytum við því. Ekki láta BB-nafnið blekkja ykkur, þessi farði hylur mjög vel en áferðin er kremkennd og ljómandi. Við elskuðum að nota hann í sumar því hann inniheldur líka spf 50.
Ekki láta BB-nafnið blekkja ykkur, farðinn hylur eintaklega vel en með náttúrulega ljómandi áferð.
Hagkaup, 2.799 kr.

Fullkominn ferskju-nude sem endist

Vinyl Ink-formúlan frá Maybelline er einstök. Ef varalitur, gloss og „stain“ ættu barn væri það þessi vara. Uppáhaldsliturinn okkar er Peachy en hann er að okkar mati hinn fullkomni ferskjulitaði nude og ekki skemmir fyrir hversu vel hann endist á vörunum. Fæst í Lyfju og Hagkaup, Smáralind.
Hér má sjá litinn Peachy á mismunandi húðtónum.
Lyfja, 2.908 kr.

Sleiktar brúnir

Svokallað Brow Lamination hefur tröllriðið bjútíbransanum síðustu misseri og þess vegna kom Brow Lift Lamination gelið frá Gosh á markað á hárréttum tíma. Það virðist vera uppselt eins og er en það er þess virði að bíða, goðsagnakennd snyrtivara hér á ferð.
Brow Lift Lamination gelið frá Gosh heldur augabrúnunum á sínum stað alllllan daginn!
Hagkaup, 2.399 kr.
Svokallað Brow Lamination hefur tröllriðið bjútíbransanum síðustu misseri og þess vegna kom Brow Lift Lamination gelið frá Gosh á markað á hárréttum tíma.

Frábær farðabursti

Förðunarfræðingurinn okkar hefur verið aðdáandi Real Techniques í vel yfir áratug og notar bursta frá þeim reglulega. Ef þú ert á höttunum eftir góðum farðabursta mælir hún t.d með Expert Face-burstanum. Real Techniques fæst í Hagkaup og Lyfju, Smáralind.
Expert face-farðaburstinn frá Real Techniques nuddar farða einstaklega vel inn í húðina og skilur eftir náttúrulega áferð.
Lyfja, 2.073 kr.

90´s varablýantur af bestu gerð

Við komumst fyrir tilviljun nýlega í kynni við varablýant frá NYX í litnum Coffee og hann er snilld. Liturinn er ekta næntís-litur sem lætur varirnar líta út fyrir að vera þykkari með skyggingu. NYX fæst í Hagkaup og H&M í Smáralind. Þegar við fórum að kynna okkur hann betur fyrir þessa grein komumst við að því að Allure er á sama máli!
Ekta næntíslitur! Og ekki skemmir verðmiðin fyrir.
Hagkaup, 995 kr.
Brúntóna varir eru alltaf heitar, þetta veit Bella Hadid kvenna best!

Heitasti hyljarinn

Bare With Me-hyljarinn frá NYX sprengdi Internetið þegar hann kom á markað og Tik Tok-kynslóðn fær ekki nóg af honum. Förðunarfræðingurinn okkar mælir líka með þessum kremkennda, dásemdarhyljara.
Hagkaup, 2.695 kr.

Meira úr fegurð

Fegurð

Kylie með nýjan sjóðheitan og sexí ilm

Fegurð

Heitast í hári 2025

Fegurð

Goðsagna­kenndu næntís varalitirnir frá MAC með endurkomu

Fegurð

Nýtt og spennandi á Tax Free

Fegurð

Marg­verðlaunaða augnhára­serumið RevitaLash fæst á Tax Free

Fegurð

Ómót­stæðilegar nýjungar frá Guerlain

Fegurð

Nýjar og spennandi lúxus brúnkuvörur

Fegurð

Förðunarfræðingurinn okkar mælir með á Tax Free