Fara í efni

Áramótalúkkið 2021

Tíska - 29. desember 2021

Glimmer og glamúr hefur löngum fylgt áramótum en við höfum á tilfinningunni að fólk hafi extra mikla þörf fyrir að klæða sig upp á í ár. 

Glimmergleði

Gamlárskvöld er eitt þeirra fáu kvölda yfir árið þar sem glimmer er nánast staðalbúnaður þegar kemur að förðun. Hér eru nokkur tips frá förðunarfræðingnum okkar.
Þegar áramótaförðunin er annars vegar verður eiginlega að vera glimmer. Þú getur farið alla leið og notað glimmer víða yfir andlitið eða örlítið af glimmereyeliner til að skapa smá x-faktor.
Urban Decay fæst í Hagkaup, Smáralind.
Við mælum með Heavy Metal-glimmereyelinerunum frá Urban Decay. Þeir koma í fjölmörgum litatónum, eru auðveldir í ásetningu og haldast vel á langt fram eftir nóttu.
Fyrir svona lúkk er gott að nota fyrst kolsvartan og mjúkan augnblýant til að ramma augun inn og gefa augunum kattarumgjörð. NYX og Gosh gera ódýra og góða augnblýanta sem fást í Hagkaup.
Dúmpaðu þvínæst Heavy Metal Glitter Gelinu yfir. Gelið inniheldur örlítið stærri glimmeragnir en eyelinerinn, ef þú vilt skapa ýktara útlit. Fæst í Hagkaup, Smáralind.
Innblástur af pöllunum

Chanel sendi glimmernúmer niður tískusýningarpallinn á hausttískusýningu sinni í ár en Mugler var svolítið að vinna með klippt og skorið á áhugaverðum stöðum. Bæði dressin myndu henta vel á gamlárs.

Zuhair Murad kann að hanna guðdómleg glamúrdress.
Oscar De La Renta með smart topp með glamúrívafi við fallegar buxur. Sniðugt option fyrir gamlárs.
Haustlína Zuhair Murad 2021.

Fagrir fylgihlutir

Stundum er nóg að poppa upp á svartan kjól með geggjuðum fylgihlutum eins og áberandi eyrnalokkum eða skrautlegri hárspöng.
Alessandra Rich haustið 2021.
Vero Moda, 1.990 kr.
Zara, 2.795 kr.
Vila, 4.990 kr.
Vero Moda, 4.990 kr.
Vero Moda, 5.590 kr.
Hlín Reykdal, Meba, 15.900 kr.
Zara, 16.995 kr.
Sif Jakobs, Meba, 19.900 kr.
Kaupfélagið, 19.995 kr.
Kaupfélagið, 19.995 kr.
Kaupfélagið, 19.995 kr.
Sif Jakobs, Meba, 21.900 kr.
Hlín Reykdal, Meba, 22.000 kr.
GS Skór, 28.995 kr.
Kaupfélagið, 17.995 kr.

Áramótadressið

Hér eru nokkur vel valin dress sem myndu sóma sér einstaklega vel á gamlárs. Sérstaklega valið fyrir þær sem eru komnar með leið á heimagallanum!
Galleri 17, 5.596 kr.
Zara, 8.495 kr.
Zara, toppur, 8.495 kr.
Vero Moda, 10.990 kr.
Zara, 10.995 kr.
Zara, 10.995 kr.
Vero Moda, 12.990 kr.
Esprit, 29.995 kr.
Zara, 16.995 kr.
Karakter, 21.995 kr.
Verslunin Karakter er með 25% afslátt af kjólum til 31.des.
Karakter, jakki, 34.995 kr. Buxur, 22.995 kr.
Tommy Hilfiger-kjóll, Karakter, 29.995 kr.
Við á HÉRER þökkum samfylgdina á árinu sem er að líða, megi nýja árið færa ykkur hamingju og heilsu og bjartari tíma.

Meira úr tísku

Tíska

40 sætustu sundfötin sumarið 2022

Tíska

10 beisik en ekki boring flíkur og fylgihlutir til að fjárfesta í fyrir sumarið

Tíska

Fjölhæfasta flíkin í fataskápnum

Tíska

Sumartískan-þetta er það eina sem þú þarft!

Tíska

Þetta trend er allstaðar!

Tíska

Karlatískan sumarið 2022

Tíska

30 vel valin dress í veisluna

Tíska

Hvað verður í tísku í vor og sumar?