Fara í efni

Flottustu gallabuxurnar í haust

Tíska - 18. ágúst 2021

Það verður algert gallaæði í haust. Hér er það sem þú þarft að vita!

Beinar

Síðustu misseri hafa gallabuxur með beinu sniði verið vinsælar og í haust verður engin breyting þar á. Eitt besta dæmið um hámóðins gallabuxur sáum við hjá franska tískuhúsinu Celine sem er alltaf extra smart.

Sérlega smart og klæðilegt lúkk hjá Celine þar sem beinar gallabuxur eru paraðar við ósymmetrískan hlýrabol, sólgleraugu og kúrekastígvél. Mynd: IMAXtree.

Steldu stílnum

Fleiri flottar

Rifnar gallabuxur við rómantíska skyrtu og kúrekastígvél. Skemmtileg blanda!

Gallajakki

Við erum mjög skotnar í stíliseringunni hjá Celine en þar mátti sjá gallajakka paraðan yfir þykka rúllukragapeysu og svo kápu yfir. Svokallað „layering“ eða að para nokkur lög af mismunandi flíkum verður trendí í haust og má teljast með praktískari trendum fyrir okkur hér á landi þegar kólna fer í veðri.

Sjúklega flott stílisering hjá tískuhúsinu Celine.
Hér er gallajakkinn paraður við sparilegan kjól, hettupeysu og skyrtujakka hjá Celine. Mynd: IMAXtree.
Levi´s, 18.990 kr.

Gallapils

Gallapils sem minna einna helst á áttunda áratug síðustu aldar voru einnig áberandi hjá Celine en nú mega þau gjarnan vera síð og úr dökku gallaefni.

Sætt gallapils frá Celine.
Úr haustlínu Dsquared2 2021. Mynd: IMAXtree.
Hermès haustið 2021.
Zara, 5.495 kr.
Levi´s, 8.990 kr.

Gallaskyrtur

Victoria Beckham og Isabel Marant sýndu dökkbláar gallaskyrtur þegar þær frumsýndu haustlínur sínar. Við erum að kaupa þær!

Nútímalegur kanadískur toxedo frá Victoriu Beckham! Mynd: IMAXtree.
Sjáið hvað er smart að para rúllukragabol við gallaskyrtu! Í öðrum fréttum verða skrautlega mynstraðar buxur einnig sjóðheitar í haust.
Galladress frá toppi til táar er hámóðins um þessar mundir! Buxur, Zara, 6.495 kr.

Seventís

Gallabuxur með broti niður miðjuna sem minnir okkur á tísku áttunda áratugarins verða áberandi á næstu misserum.

Alberta Ferretti haustið 2021.

Gallataska

Ef þú vilt fara alla leið í gallaæðinu geturðu stolið stílnum frá tískuhúsinu Acne sem sendi gallatösku niður tískupallinn.

Acne Studios haustið 2021. Mynd: IMAXtree.

Strákatískan

Dökkbláar gallabuxur verða áberandi vinsælar hjá strákunum í haust eins og sjá má hér hjá tískuhúsinu Dsquared2.

Meira úr tísku

Tíska

40 sætustu sundfötin sumarið 2022

Tíska

10 beisik en ekki boring flíkur og fylgihlutir til að fjárfesta í fyrir sumarið

Tíska

Fjölhæfasta flíkin í fataskápnum

Tíska

Sumartískan-þetta er það eina sem þú þarft!

Tíska

Þetta trend er allstaðar!

Tíska

Karlatískan sumarið 2022

Tíska

30 vel valin dress í veisluna

Tíska

Hvað verður í tísku í vor og sumar?