Sandalar
Sandalar eru skyldueign í fataskápinn í sumar en mínimalískir sandalar á borð við Havaianas eru að trenda en leðursandalar eru einnig góð og klassísk kaup sem standast tímans tönn og tískubylgjur.
Sætur sumarkjóll
Einfaldur kjóll, sem hægt er að dressa upp eða niður- hvort sem þú ert á leiðinni á ströndina, út að borða eða í bæjarferð- er eitthvað sem gott er að fjárfesta í fyrir sumarfríið. Hér eru nokkrir súpersætir.
Stuttbuxur
Stuttbuxur sem ná niður á hné eru að trenda þessa dagana en það er möst að eiga allavega einar góðar stuttbuxur í sumar.
Létt dragt, hvítar gallabuxur og sett
Eitthvað sem hægt er að skella sér í án þess að þurfa að hugsa mikið út í það...
Pæjuleg pils
Hvítt bómullarpils verður að teljast skyldueign í fataskápinn í sumar, enda gengur það við allt milli himins og jarðar.
Sumartaska
Stór taska sem rúmar allt sem þarf fyrir gott frí er möst.
Strigaskór
Fyrir alla löngu göngutúrana í sumar og sól. Þessir líta út fyrir að vera bæði þægilegir og smart.