Fara í efni

Hvað verður í tísku í vor og sumar?

Tíska - 17. mars 2022

Eftir lengsta vetur í manna minnum erum við meira en tilbúin fyrir litríkt vor og sumar. Skoðum saman hver stærstu vor-og sumartrendin 2022 verða.

Blumarine var ekkert að grínast með þetta trend!
Höfuðfatnaðnur og mesh-bolir, ekta aldamóta.
Hver man ekki eftir cargo buxunum og slæðu toppunum? Nostalgía hjá Etro.
Britney og Justin hefðu fílað þennan kjól hjá Loewe.
Fjaðrir verða stórt trend á næstunni eins og Sally LaPointe sannar hér. Takið eftir Buffalo-skónum!
Þetta töskusnið er víða að finna í verslunum í dag.
Rotate.
Acne Studios.
Supriya Lele.
Tom Ford.

Y2K

Það er ekki hægt að komast hjá því að tala um risastóra fílinn í herberginu. Aldamótatískan tröllríður öllum tískuheiminum, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Tískuhúsið Blumarine tók nostalgíuna alla leið, og þá meinum við ALLA leið með tilheyrandi lágum bootcut-buxum, fiðrildaskreytingum og meira að segja glimmeri um allan líkama fyrirsætnanna. Þær okkar sem upplifðu trendin á eigin skinni í fyrsta sinnið erum kannski ekki alveg tilbúnar að stæla Birgittu og Britney en þá getum við hugsanlega dýft tánni ofan í trendið í annað sinnið með litlum cardigan-peysum eða tösku í þessum anda, svona aðeins til að sýna lit.
Tískuhúsið Blumarine tók nostalgíuna alla leið og sendi frá sér lúkk sem hefðu getað verið tekin beint af Birgittu eða Britney í kringum aldamótin.

Steldu stílnum

Zara, 4.495 kr.
Weekday, Smáralind.
Zara, 7.495 kr.
Lindex, 1.399 kr.
Nýtt úr H&M. Hver man ekki eftir duddu-fylgihlutunum?
Frá H&M. Fiðrildamótívið kemur oft við sögu í sumartískunni.
Vero Moda, 6.990 kr.
Úr vorlínu H&M.
Bjarkar-snúðarnir eru trendí enn á ný.

Loksins litadýrð

Við höfum enn verið að sjá skæra liti vaxa í vinsældum og þá sérstaklega grænan og appelsínugulan en grænn tískuvarningur á Netinu hefur farið upp um 28%, appelsínugulur um 15% á meðan gulur og bleikur hefur vaxið um 5 prósentustig. Vinsældir græna litarins má að einhverju leyti rekja til tískuhússins ítalska Bottega Veneta sem hefur verið sérlega hrifið af grænum að undanförnu og töskur, skór og sólgleraugu í skærgrænum verið mikið í sviðsljósinu í gegnum samfélagsmiðlastjörnurnar. Með hækkandi sól munum við án efa sjá íslenskar konur leika sér meira með liti, eftir lengsta vetur í manna minnum.
Vorlína Bottega Veneta.
Vorlína Saint Laurent.
Proenza Schouler.
Proenza Schouler.
Valentino.

Steldu stílnum

Zara, 4.495 kr.
Vila, 7.590 kr.
Lindex, 7.990 kr.
Vero Moda, 13.990 kr.
Selected, 25.990 kr.
Kaupfélagið, 19.995 kr.
Kaupfélagið, 17.995 kr.
Zara, 8.495 kr.
Græni liturinn hefur vaxið gríðarlega í vinsældum og þá ekki síst tískuhúsinu Bottega Veneta og samfélagsmiðlastjörnum að þakka.
Vorlína H&M.
Demantsskreyttir slaufuspariskór í anda Mach & Mach fást í Zara í Smáralind. (Líka til í bláu!) LOVE!

Platform skór

Það er hugsanlega rökrétt framhald af inniveru síðustu tveggja ára. Við erum komin með nóg af inniskóm og strigaskóm eru skilaboðin! Partískór á sterum er það sem við sáum mest af á vor-og sumartískusýningarpöllunum.
Versace-klumpar!
Sjóðandi sexí hjá Saint Laurent.
Skærgrænir platforms hjá Acne.

Steldu stílnum

Zara, 19.459 kr.
Kaupfélagið, 24.995 kr.
Kaupfélagið, 24.995 kr.
Klæðilegir platform sandalar frá Steve Madden, GS Skór, 19.995 kr.

Skólastelpan 2.0

Tískuhús á borð við Prada og Dior voru upptekin af nútímaútfærslum á gamaldagsskólastelpulúkki. Háskólapeysur, hvítar skyrtur, og pils og kjólar sem minna á skólabúning fá sinn tíma í sviðsljósinu. Tíkarspenarnir eru meira að segja komnir hringinn. Ekki dæma okkur þó við segjum pass við þeim!
Vorlína Prada sem sendi pils á stærð við belti niður pallinn.
Vorlína Dior.

Stór sólgleraugu

Nú þegar við getum hætt að hylja á okkur nefið og munninn er komið að efri hluta andlitsins, ef tískuheimurinn fær einhverju ráðið. Sólgleraugu í yfirstærð eru sjóðheit sem Kim K. og aðdáendur Balenciaga geta staðfest.
Speisuð sólgleraugu Rick Owens.
Roberto Cavalli.

Steldu stílnum

Alexander McQueen, Optical Studio, 57.900 kr.
Gucci, Optical Studio, 61.900 kr.
Tom Ford, Optical Studio, 67.400 kr.
Dior, Optical Studio, 84.900 kr.

Samstæðusett

Við virðumst ekki alveg vera búin að sleppa takinu á þægindaklæðaburði ef marka má vinsældir svokallaðra Co Ords eða samstæðusetta sem er eins og nafnið gefur til kynna einföld leið til að klæða sig á morgnana og við hvaða tilefni sem er. Ekkert ves!
Vorlína Eckhaus Latta.
Vorlína Prada.
Acne Studios.
Rotate.

Steldu stílnum

Zara, 4.995/3.995 kr.
Zara, 5.495/6.495 kr.
Weekday, Smáralind.
Zara, 5.495/6.495 kr.
Zara, 6.495/6.495 kr.
Samstæðusett sem við getum vel hugsað okkur að klæðast.

Rykfrakki 2.0

Klassíski rykfrakkinn lítur dagsins ljós á hverju vori og þetta vor er engin undantekning. Ekki þykir verra ef hönnunin hefur einhvern X-faktor sem brýtur klassíska sniðið örlítið upp.
Falleg útgáfa hjá Chloé.
Smart hjá Burberry.
Vorlína Michael Kors.
Vorlína Fendi.
Nútímalegur trench frá Rotate.
Proenza Schouler.

Steldu stílnum

Galleri 17, 22.995 kr.
Esprit, 29.995 kr.
Zara, 14.995 kr.
Zara, 9.995 kr.

Sexí samfestingar

Saint Laurent og Stella McCartney voru meðal þeirra tískuhúsa sem sendu sjúklega smart og sexí samfestinga niður tískusýningarpallinn.
Vorlína Saint Laurent.
Saint Laurent.
Stella McCartney.
Stella McCartney.
Blazerar í yfirstærð eru ekki að fara neitt og fást í öllum regnbogans litum í öllum helstu tískuvöruverslunum.

Töskur í stærri stærðum

Nú þegar fólk er að mestu hætt að vinna heima er meiri not fyrir töskur sem rýma allt hafurtaskið. Stórar töskur eru inni!

Steldu stílnum

Zara, 23.995 kr.
Esprit, 12.495 kr.

Snúið og stælað

Toppar, skyrtur, kjólar og samfestingar með skemmtilega snúnu hálsmáli er trend sem við höfum séð mikið af upp á síðkastið.
Bottega Veneta.
Courreges.
Fendi.
Jil Sander.
Saint Laurent.
Jacquemus.
Balenciaga.

Steldu stílnum

Zara, 6.495 kr.
Zara, 4.995 kr.

Maxi pils

Þrátt fyrir að mínípilsið frá Prada hafi tröllriðið tískubransanum síðan það var sent niður sýningarpallinn má einnig sjá andstæðuna, maxi-pilsið ná fótfestu sem eitt stærsta trend vorsins. Við fögnum því enda töluvert klæðilegra tískutrend!
Næntís-væb hjá Givenchy.
Ekta fyrir sumarfríið frá Chanel.
Aldamótastíllinn hjá Rotate.
Minímalískt frá Staud.
Michael Kors.
Gabriela Hearst.

Steldu stílnum

Galleri 17, 10.995 kr.

Meira úr tísku

Tíska

Brúðarkjólatískan 2022

Tíska

Flottustu og fjölhæfustu dragtirnar

Tíska

40 sætustu sundfötin sumarið 2022

Tíska

10 beisik en ekki boring flíkur og fylgihlutir til að fjárfesta í fyrir sumarið

Tíska

Fjölhæfasta flíkin í fataskápnum

Tíska

Sumartískan-þetta er það eina sem þú þarft!

Tíska

Þetta trend er allstaðar!

Tíska

Karlatískan sumarið 2022