Fara í efni

Litadýrð og lekker­heit á götum Kaupmanna­hafnar

Tíska - 29. janúar 2021

Við litum yfir til Köben til að kíkja á tískudrottningarnar á tískuviku. Þessar fallegu myndir minna okkur á að vorið er handan við hornið. Við vonum heitt og innilega að við getum heimsótt frændur okkar og frænkur í eigin persónu fljótlega.

Emili Sindlev er í uppáhaldi hérna á HÉR ER. Það er eitthvað við hana sem minnir okkur á Carrie Bradshaw í þá gömlu, góðu.

Hér sjáum við nokkur vor-og sumartrend samankomin á Þóru Valdimars og Jeanette Friis Madsen frá ROTATE Birger Christensen á götum Kaupmannahafnar. Flíkur með götum verða eitt stærsta trendið og bleiki liturinn slær í gegn.

Væntanlegt í Weekday.
Víðar „afabuxur“ í bleiku, Jeanette Friis Madsen slær tvær flugur í einu höggi!
Hver annar gæti púllað þetta lúkk? Emili Sindlev er alger sólargeisli og lífsgleðin uppmáluð. Maður hreinlega kaupir það sem hún selur.
Geggjað skemmtilegt litakombó sem á ekki að virka en virkar samt!

Þóra og Jeanette eru á því að joggari og hælaskór séu málið. Við leyfum ykkur að dæma.

Árið 1984 kom Miuccia Prada á markað með nælontösku sem breytti tískuheiminum. Árið er 2021 og nælontöskur frá tískuhúsinu eru með þeim allra vinsælustu enda aldrei verið meira viðeigandi að nota nælonefni frekar en leður.

Bleikur í mismunandi litatónum kemur fallega út á danskri götutískustjörnu. Við segðum ekkert nei við þessari bleiku Bottega-dásemd heldur!

Zara, 4.995 kr.

Íslensk vefverslun Zara

Fylgihlutir í lit notaðir til að poppa upp á dressið.

Ef litamanían er ekki þinn tebolli er svarthvíta kombóið líka vinsælt í vor. Skelltu á þig alpahúfu í anda franskrar tískudívu og málið er dautt!

Kaupmannahöfn götutíska hér er smáralind
Trés Chic! (eða meget fint!)
Hér fær beltið að njóta sín til fullnustu á alsvörtu dressi. Það er eitthvað mjög Jennifer Aniston-legt við þetta lúkk!
Toppur til sýnis, eruði til í það trend í sumar?

Svokölluð Puzzle-taska frá tískuhúsinu Loewe hefur selst eins og heitar lummur síðustu misserin. Hér má sjá míníútgáfu. Falleg er hún.

Þóra Valdimars í hjólabuxna-átfitti. Hún er svo meðidda!

Risastórir Pétur Pan-kragar halda áfram að tröllríða tískuheiminum.

Zara samfestingur, 6.495 kr.
Gul handtaska gefur sól í hjarta!

Þessar fallegu myndir frá Köben minna okkur á að vorið er handan við hornið og við vonum heitt og innilega að við getum heimsótt frændur okkar og frænkur fljótlega!

Kaupfélagið, 34.995 kr.

Við látum okkur dreyma um vor og bjartari daga…

Meira úr tísku

Tíska

Trendin á tískuviku

Tíska

Ný samstarfslína Vero Moda og áhrifavaldsins Mathilde Gøhler fyrir mæðgur

Tíska

Stjörnu­stílistar spá fyrir um tískutrend haustsins

Tíska

Hausttískan í H&M hefur aldrei verið flottari

Tíska

Erum við í alvöru til í þessa tísku aftur?

Tíska

25% afmælisafsláttur í Esprit-lítum um öxl

Tíska

Á óskalista stílista fyrir haustið

Tíska

Heitasti tískulitur haustsins 2023