Fara í efni

Megabeibin í Mílanó

Tíska - 27. september 2022

Það jafnast ekkert á við ítalskan glamúr en stílstjörnurnar og goðsagnir í tískubransanum streymdu til Mílanó á dögunum til að vera viðstaddar tískuviku. Sjáum hvað bar hæst.

Trylltar töskur

Byrjum á uppáhaldinu okkar, töskum!
Jodie-taskan frá Bottega Veneta er orðin að klassík, enda brilljant taska!
Silfurlituð handtaska í stíl við hælana.
Lítið, retró Gucci númer.
Tískumerkið Tod´s gerir klæðilegar og stílhreinar töskur.
Formfögur!
Ein sem rúmar alla aleiguna!
Þessi kjútí frá YSL er einstök.
Fléttunúmer frá Bottega.
Balenciaga-taska í stíl sem var heitastur í kringum aldamótin síðustu.
Listræn, grafísk og kósí.
Ein fyrir allt!
Prada-taska með mótívinu sem einkennir vörumerkið.

Sjóðheitu skandinavarnir

Rotate-tvíbbarnir Þóra Valdimarsdóttir og Jeanette Madsen ásamt hinni dönsku Emili Sindlev á strolli um götur Mílanóborgar.
Þóra Valdimars með puttann á púlsinum að vanda. Takið eftir buxunum!
Emili í klassísku Prada-lúkki sem fer henni fáranlega vel.
Jeanette Madsen í klæðilegu vinnulúkki.
Emili Sindlev í karrígulum leddara.
Korsilettutoppar eru að koma sjúklega sterkir inn!
Hversu mikill Carrie Bradshaw-reffi með barmblóminu og alles? Við erum skotnar í Emili Sindlev!

Leðuræði

Leðurjakkar, pils, buxur og kápur voru áberandi á dögunum þegar tískuvikan í Mílanó var haldin með pompi og prakt.
Leðurjakki í yfirstærð við hvítan t-shirt og mínípils. Kombó sem klikkar ekki.
Örlítið meira elegant! Líklega Fendi frá toppi til táar.
Talandi um korsilettu-innblásna toppa!
Takið eftir grænbláa bolnum undir, hversu vel hann tónar við karamellubrúnan jakkann.
Rokk og ról!
Gegnsæ pils og buxur voru áberandi enda Prada þekkt fyrir að starta trendum.
Leikur að hlutföllum.
Þessi jakki er á óskalistanum okkar. Eða eitthvað í þessum anda, það er.
Dásemdarjakki á Emili!
Leðurjakkar sem virðast hafa fengið mikla ást og notkun eru þeim mun meira sjarmerandi.
Mótorhjólastíllinn.
Hver segir að það megi ekki klæðast snákaskinni frá toppi til táar?
Fínleg blússa pöruð við leðurbuxur er áhugaverð blanda sem gengur við öll tilefni.
Zara, 10.995 kr.
Vero Moda, 39.990 kr.
Selected, 39.990 kr.
Zara, 10.995 kr.

Fræga fólkið

Fræga fólkið á borð við fyrrverandi ritstýru Vogue Paris, Carine Roitfeld, ofurfyrirsætan Naomi Campbell og fleiri goðsagnir í lifanda lífi lét sig ekki vanta á tískuvikuna í Mílanó.
Goðsögnin Carine Roitfeld látlaus og smart að vanda.
Drottning drottninganna, Naomi Campbell, heilsaði aðdáendum.
Fegurðardísin Olivia Palermo lét sig ekki vanta.
Anna Dello Russo í kanadískum tuxedo.
Olivia í fallegri peysu og með geggjuð sólgleraugu.
Prada, Optical Studio, 53.700 kr.

Ítalskur glamúr

Það vantaði ekkert upp á glamúrinn, enda ekkert sem jafnast á við pjúra, ítalska tísku.
Þýska stílstjarnan Leonie Hanne í einkennislit ítala!
Svart og seiðandi!
Löðrandi lúxus á tískuviku í Mílanó.
Takið eftir uppháum stígvélunum sem eru að trenda.
Stílhreint og elegant.
„Statement“-kápa er það eina sem þarf!
Þvílík fegurð!
Það er eitthvað einstaklega „dýrt“ við hvíta kápu.
Fyrirsætan Alessandra Ambrosio í fallegu dressi með glimmerermum.
Ítalskur glamúr holdgervist í þessari fegurðardís. Girl Crush!
Vero Moda, 6.990 kr.
Vero Moda, 19.990 kr.
Zara, 16.995 kr.
Zara, 12.995 kr.
Skór, Zara, 6.495 kr.
Zara, 6.495 kr.
Zara, 7.495 kr.
Vero Moda, 8.990 kr.
Celine, Optical Studio, 59.900 kr.
Celine, Optical Studio, 66.400 kr.
Zara, 7.495 kr.
Michael Kors, Jón og Óskar, 54.900 kr.
Meba, 36.900 kr.
Jens, 119.900 kr.

Aldamótaflipp

Tískumerki á borð við Diesel eru að verða meira áberandi með vinsældum aldamótatískunnar en ekkert lát virðist vera á trendum sem voru heitust á árunum í kringum 2000.
Bootcut-buxur, korsilettutoppar og litlar cardigan-peysur! Hvert erum við komin, enn og aftur?
Við erum búnar að taka bootcut-sniðið í sátt.
Hvað finnst okkur um þetta dress?
Mjööög aldamóta!
Næntís væbið sterkt hér.
„Undone“ var svolítið þemað á ítölsku tískuvikunni.
Diesel er að koma sterkt inn eftir ágætis frí úr sviðsljósinu.
Afapeysur og magabolir!
Þóra Valdimars í buxnasniði dagsins við korsilettutopp.
Ef Britney og Paris Hilton ættu afkvæmi?
Tekið alla leið hér!
Zara, 4.995 kr.
Vero Moda, 5.990 kr.
New Yorker, 1.695 kr.
New Yorker, 2.795 kr.
Zara, 10.995 kr.
Galleri 17, 10.995 kr.
Weekday, Smáralind.
Monki, Smáralind.
Weekday, Smáralind.
Weekday, Smáralind.
Weekday, Smáralind.

Prada, Prada, Prada...

Það ríkir alltaf mikil spenna fyrir Prada-sýningunum en stílstjörnurnar létu sig ekki vanta á sjóið íklæddar Prada frá toppi til táar.
Emili Sindlev í Prada-hlýrabolnum sem er að gera allt vitlaust!
Leonie Hanne í smart Prada-dressi.
Tamara Kalinic meðidda!
Miuccia Prada er snillingur, það verður bara að segjast eins og er!
Nýi ilmurinn frá Prada, Paradoxe, er eitthvað annað góður. Þú verður að prófa að sprauta honum á þig næst þegar þú átt leið framhjá snyrtivörudeildinni í Hagkaup, Smáralind.

Meira úr tísku

Tíska

Sætustu sparidressin í ár! Glimmer & glamúr í gegn

Tíska

Smörtustu jólagjafirnar fyrir hann

Tíska

Á óskalista stílistans þessa vikuna

Tíska

Heitustu trendin hjá körlunum í dag

Tíska

Stígvélin sem allir munu klæðast á næstunni

Tíska

Topp 10 sem stílistinn okkar vill bæta við fataskápinn fyrir veturinn

Tíska

Flottustu árshátíðar­dressin

Tíska

Klassíkin sem ALLIR og amma þeirra klæddust á tískuviku í París