Gallaefni frá toppi til táar
Gallaefni frá toppi til táar er ekki lengur eingöngu fyrir Britney og Justin. Kanadíski tuxedo-inn sást hjá nokkrum stærstu tískuhúsum heims sem sýndu vortískuna, meðal annars Celine og Loewe.
Herragarðurinn, 19.980 kr. Weekday. Zara, 4.995 kr. Zara, 8.995 kr.
Karlatöskur
Hliðartöskur eru ekki eingöngu fyrir stelpur, nú eru þær sjóðheitar hjá karlkyninu.
Jack & Jones, 3.590 kr. Zara, 3.595 kr. Weekday.
Bleikur
Ef marka má trendsettera á borð við Dior og Lanvin er bleiki liturinn sjóðheitur í karlatískunni í sumar. „Alvöru karlmenn klæðast bleiku,“ segja þeir (!)
Weekday. Weekday. Zara, 4.995 kr.
Margfaldir vasar
Því fleiri vasar, því betra ef marka má vortísku karlanna í ár. Tvö eða fleiri sett af vösum má finna á jökkum jafnt sem cargo-buxum.
Herragarðurinn, 34.980 kr. Ralph Lauren. Tod´s. Stella McCartney. Herragarðurinn, 34.980 kr.
Nördismi
„Lúðalegar“ skyrtur eru mál málanna í sumar ef marka má tískuhús á borð við Dries Van Noten, Fendi og Valentino. Skyrtur í bowling-stíl, seventískragi og Hawaiiskyrtur fara allan hringinn og nú virðist málið að vera nógu púkó.
Herragarðurinn, 14.980 kr. Zara, 5.595 kr. Fendi vor/sumar 2020. Herragarðurinn, 14.980 kr. Jack & Jones, 7.990 kr. Úr sumarlínu Dsquared2. Valentino vor/sumar 2020.
Rokk og ról
Rokkaðir leðurjakkar og klæðilegar leðurbuxur í fleiri litum en svörtum verða vinsælar hjá strákunum í sumar.
Selected, 39.990 kr. Úr vorlínu Ami. Smekklegur leddari frá Armani. Versace er þekkt fyrir glamúr og rokk og ról sem tekst vel til með að blanda saman hér. Mínimalískur leðurjakki í næntísstíl úr Weekday.
Hrikalega töff kamellitaðar leðurbuxur frá Hermès.
„Shield“-sólgleraugu sem gætu auðveldlega átt heima á vísindastofu eru það heitasta í sólgleraugnatískunni sumarið 2020.
Sumarlína Fendi 2020. Weekday er alltaf með puttann á nýjustu trendunum.
“Lúðalegar” skyrtur eru mál málanna í sumar ef marka má tískuhús á borð við Dries Van Noten, Fendi og Valentino. Skyrtur í bowling-stíl, seventískragi og Hawaiiskyrtur fara allan hringinn og nú virðist málið að vera nógu púkó.