Fara í efni

Óskalisti stílista fyrir haustið

Tíska - 26. ágúst 2021

Hér er brot af því besta í búðum núna og óskalisti stílistans okkar fyrir haustið.

Leðurbuxur

Leðurbuxur passa við nánast allt sem er til fyrir í fataskápnum. Þær eru flottar við fína toppa, kvenlegar blússur og prjónapeysur, blazer…you name it. Hér eru nokkrar stíliseringar sem við fílum og leðurbuxur sem fást í búðum núna.

Í búðum

Afapeysur og peysukjólar

Ef það er eitthvað sem stenst tímans og tískunnar tönn eru það hnepptar afapeysur og prjónaðir peysukjólar. Við hefðum ekkert á móti því að bæta við safnið okkar fyrir veturinn.

Þetta dress frá Malene Birger er löðrandi í lúxus. Mynd: IMAXtree.

Í búðum


Dragt

Klassísk og karlmannleg dragt er á óskalistanum okkar, alltaf.

Victoria Beckham kannidda! Mynd: IMAXtree.

Þessi fölgræna dragt úr Zara skaust með leifturhraða efst á óskalistann okkar og trónir þar á toppnum.

Zara, 10.995/6.495 kr.

Áhugaverðir toppar og kjólar

Okkur langar gjarnan að eignast skyrtu eða bol með svokölluðu „sweetheart“ hálsmáli og kjól með einhverskonar „klipptum“ detail.

Zara, 8.495 kr.
Smart samfella, Zara, 4.995 kr.
Zara, 8.495 kr.

Haustkápan

Á hverju hausti hlökkum við til að sjá kápuúrvalið í búðum. Núna mega kápurnar gjarnan vera í yfirstærð með ýktum öxlum og ná niður á ökkla.

Malene Birger haustið 2021. Mynd: IMAXtree.
Klassík frá Zara sem fæst einnig í kamellit, 23.995 kr.

Flottir jakkar

Fullkomnar gallabuxur

Okkur hefur dreymt um að eignast útgáfu af gallabuxunum sem sáust á hausttískusýningu Celine. Klassískar bláar, beinar niður, með eða án gata á hnjánum.

Celine haustið 2021. Mynd: IMAXtree.
Þessar eru kandidat! Vero Moda, 10.990 kr.

Stígvél

Kúrekastígvél, loafers, mótorhjólastígvél og stígvél með þykkum gúmmísóla eru á radarnum okkar fyrir haustið.

Etro haustið 2021. Mynd: IMAXtree.
Celine haustið 2021.

Í búðum

Loðnir kósískór

Við héldum að við myndum aldrei segja þetta en við erum með loðna inniskó á óskalistanum. Þvílík völd sem tískuheimurinn hefur!

Okkur langar alveg svakalega mikið í þessa loðbolta frá Steve Madden! Þeir fást í GS Skór og kosta 14.995 kr.

Flottir fylgihlutir

Meira úr tísku

Tíska

Megabeibin í Mílanó

Tíska

Skrautleg götutíska á tískuviku í London

Tíska

Skórnir og stígvélin sem stílistinn okkar veðjar á í haust

Tíska

Steldu stílnum frá stílstjörnunum

Tíska

Best klæddu konurnar á tískuviku í New York

Tíska

Buxurnar sem svölu stelpurnar klæddust á tískuviku í New York

Tíska

Allt sem þú þarft að vita um hausttrendin 2022

Tíska

Nýjar skólínur frá Dóru Júlíu og Andreu Röfn