Fara í efni

Steldu stílnum beint frá París

Tíska - 1. febrúar 2021

Hvar er betra að fá tískuinnblástur en á götum Parísarborgar? Hér er hægt að stela nokkrum tískutipsum af smörtustu konum heims.

Bundinn blazer er góð framtíðar fjárfesting!

zara smáralind hér er ísland
Þessi „Limited Edition“-blazer var að lenda í Zara í Smáralind og kostar 14.995 kr. Tjúllaður!

Eitt skótrend mun tröllríða tískuheiminum í vor. Það eru mokkasíur með grófum sóla. Helst mjög grófum og ekki er verra ef þeir eru skreyttir með gylltri sylgju.

Við eigum von á því að þessi týpa rjúki úr hillunum eins og heitar lummur! Zara, 7.495 kr.

Hægt að versla þá hér

Hér segja sólgleraugun og nude varirnar allt sem segja þarf!

Fullkomið kombó fyrir nude varir! Varaliturinn Yash og varablýanturinn Subculture frá MAC, Smáralind.

Við erum með algerlega fullkomna eftirlíkingu af þessum leðurtrench. Og hann er á útsölu!

Zara, 8.995 kr. (á útsölu!)

Ef það er eitt trend sem auðvelt er að tileinka sér frá tískudívunum á götum Parísarborgar þá er það belti yfir allt!

Hér fá fylgihlutirnir að njóta sín. Sólgleraugun og „statement“-eyrnalokkar.

Þjófstartaðu vorinu með fylgihlutum í skærum eða björtum litum.

Sívinsælu Bottega Veneta-töskurnar koma í mörgum skærum og skemmtilegum litatónum í vor.
   
Við værum til í að stela þessu Cindy Crawford-lega lúkki af þessari götustílsstjörnu! Vavavúmm!

J’aime Paris!

Meira úr tísku

Tíska

Steldu stílnum frá smörtustu körlum Evrópu

Tíska

Flottustu (og ljótustu) skórnir í vor

Tíska

Íslenskir karlmenn mættu vera flippaðri í fatavali

Tíska

Trendin sem gera okkur enn spenntari fyrir vorinu

Tíska

Hvað er þess virði að kaupa á útsölu?

Tíska

Heitustu trendin fyrir 2022

Tíska

Áramótalúkkið 2021

Tíska

Best klæddar í Köben