Fara í efni

Stígvélin sem allir munu klæðast á næstunni

Tíska - 1. nóvember 2022

Ef þú ert að spá í hvaða skór eru þess virði að fjárfesta í fyrir veturinn ertu komin á réttan stað. Stílisti HÉR ER stúderaði stígvélin sem tískukrádið er að missa sig yfir. Góðu fréttirnar eru að hér er hægt að stela stílnum þeirra fyrir brotabrot af verði.

Yfir hné

Það er óneitanlega smá Pretty Woman-fílingur í stígvélum sem ná upp yfir hné. Þau eru allstaðar núna hjá tískukrádinu og njóta sín hvort sem er við stutt pils eða þröngar buxur.
Áhrifavaldurinn og stílstjarnan Tamara Kalinic er í uppáhaldi hér á bæ. Hér má sjá hana í stígvélum sem allir og amma þeirra elska um þessar mundir.
Ýkt snið á þessum við mótorhjólajakka dagsins.
Það er ákveðinn klassi yfir þessum svarta alklæðnaði.
Vínyllinn brýtur þetta upp á skemmtilegan hátt.
Tískuhúsið Chanel kom á markað með nokkrar ómótstæðilegar stígvélatýpur fyrir haustið.
Skemmtilegur leikur að hlutföllum.
Kúl og kynþokkafullt átfitt.
Stutt pils og upphá stígvél eru sexí kombó.
Leonie Hanne smart að vanda.

Steldu stílnum

Zara, 23.995 kr.
Jodis, Kaupfélagið, 34.995 kr.
Zara, 12.995 kr.
„Chunky“ stígvél brjóta rómantískan kjól upp og gefa heildarútlitinu töffarabrag.

Reiðstígvél

Síðustu misseri hafa hlunkaleg stígvél verið vinsæl en kvenleg stígvél í reiðstígvélaanda eru að koma sterk inn. Þau gera mikið fyrir leggina, t.d þegar þau eru pöruð við sokkabuxur eða þröngar buxur.
Upphá stígvél við rykfrakka er ómótstæðilega sexí átfitt.
Reiðstígvélalúkkið að koma sterkt inn hjá Dior.
Fullkomið stígvéla-átfitt.
Balenciaga-stígvélin sem tröllríða tískubransanum um þessar mundir.
Það er smá skólastelpufílingur í þessu dressi.
Látlaust og smart.
Þessi Chanel-stígvél eru sjóðheitur varningur hjá tískukrádinu í haust.
Einfalt en fallegt.
Jeanette Madsen í fallegum prjónakjól við upphá stígvél.
Chunky Givenchy númer.

Steldu stílnum

Kaupfélagið, 34.995 kr.
Steinar Waage, 45.995 kr.
Steinar Waage, 25.995 kr.
Jodis, Kaupfélagið, 34.995 kr.
Zara, 21.995 kr.
Skórnir þínir, 27.996 kr.

Hvít og heit

Hvít stígvél hafa líka verið að vaxa í vinsældum.
Dömuleg, hvít stígvél við klassískan kjól á tískuviku í París.
Krumpustígvélin eru að koma sterk inn.
Zara, 21.995 kr.
Monki, Smáralind.

Leikur að litum

Það getur verið gaman að leyfa stígvélunum að vera í óvæntum lit, svona til að poppa aðeins upp á dressið.
Fjólublá og falleg.
Sjáið hvað grænu stígvélin gera mikið fyrir heildarmyndina hér.
Við veðjum á metal-stígvélin nú þegar styttist í jól og áramót.

Steldu stílnum

Jodis, Kaupfélagið, 34.995 kr.
Monki, Smáralind.
Jodis, Kaupfélagið, 34.995 kr.
Zara, 12.995 kr.
Zara, 12.995 kr.

Meira úr tísku

Tíska

Smörtustu stílstjörnurnar á tískuviku í Köben

Tíska

Búðu þig undir vorið

Tíska

Klikkuðustu og klæðilegustu lúkkin á hátískuviku

Tíska

Stærstu trendin í fylgihlutum í vor

Tíska

Nýjasta tískan á götum Mílanó og Parísar

Tíska

Hvað verður í tísku hjá körlunum á næstunni?

Tíska

Þórunn Högna mun ekki klæðast Crocs og hefur aldrei átt flíspeysu

Tíska

Söngkonan Glowie orðin deildarstjóri hjá einni stærstu tískuvörukeðju heims