Fara í efni

Stílisti mælir með á afslætti á Kauphlaupi

Tíska - 3. apríl 2024

Stílisti HÉR ER kynnti sér tilboðin á Kauphlaupi Smáralindar sem stendur yfir til og með 8. apríl. Hér eru nokkur góð stílistaráð fyrir vorið!

Nú þegar vorið er handan við hornið er sniðugt að gera góð kaup á yfirhöfn í stíl við nýja árstíð. Á Kauphlaupi finnur þú smart jakka og rykfrakka á enn smartara verði. 

Klassíski rykfrakkinn er alltaf tekinn fram á vormánuðum. Ef þú vilt forskot á vortískuna er um að gera að hafa augun opin fyrir einum í ferskum lit.
Ljósblár og fallegur rykfrakki, fullkomin vorflík! Karakter, 23.996 kr.
20% afsláttur af yfirhöfnum í Vero Moda. Þessi sæti gallarykfrakki er súperkúl.
20% afsláttur af yfirhöfnum í Vila. Þessi er sætur!
Klassískur rykfrakki á Tamöru Kalinic á tískuviku.
Pastelblár er ferskur í vor og sumar.
Annar smart í grænum tón.
Sætur blár rykfrakki á stílstjörnu á tískuviku í París.

Við viðurkennum það fúslega að vera svag fyrir fallegum blazerum. Þegar sólin hækkar á lofti mega þeir gjarnan vera úr léttum efnum eins og hör og í navy-bláu, gráu, beis eða brúnu. Hér eru nokkrir flottir á stílstjörnunum á tískuviku sem sýndi vor og sumartískuna 2024.

25% afsláttur af yfirhöfnum hjá Esprit! Fullt verð: 26.995 kr. Þessi dásemd er með fallegu sniði og úr hörefni, fullkominn í vor og sumar.
25% af völdum vörum hjá Mathilda. Þessi fallegi jakki er á 29.993 kr. á Kauphlaupi.

Lágbotna skór í allskyns stílum, ballerínuskór og mokkasíur eru flottir í vor og sumar, við allt og ekkert. Fáið innblástur hjá stílstjörnunum og gerið góð kaup á Kauphlaupi.

Ballerínuskórnir eru með heljarinnar kombakk!
Lágbotna skór í allskyns stílum eru mál málanna þegar skótískan er annarsvegar.
Bjútífúl ballerínur eru trés chic!
Þessir eru með einhvern x-faktor!
GS Skór, 23.996 kr.
GS Skór, 28.796 kr.
Kaupfélagið, 18.396 kr.
Margar týpur eru á góðu verði hjá Timberland á Kauphlaupi en við féllum fyrir þessum sem kosta nú 14.243 kr.
Þessir skemmtilega retró strigaskór eru meðal annars á Kauphlaupstilboði til 8. apríl og kosta nú 15.396 kr. í Air, Smáralind.
Stílistinn okkar er það hrifin af þessum barnasandölum frá Bisgaard að hún hefur keypt þá í nokkrum litum, nokkur sumur í röð. Þeir eru á 20% afslætti á Kauphlaupi og fást í Steinari Waage.
Barnabuxurnar úr Name it eru í uppáhaldi hér á bæ en þessar sætu eru til dæmis úr 100% lífrænni bómull og í svo krúttlegu mynstri. Buxur eru á 20% afslætti í Name it á Kauphlaupi.
Lyfja er með 20% afslátt af húð- og snyrtivörum og selur mörg sjúklega spennandi og virt vörumerki á borð við La Roche-Posay og The Ordinary. Þannig að ef þig vantar áfyllingu á uppáhaldssnyrtivörurnar þínar er um að gera að nýta tækifærið á Kauphlaupi.
Panorama-maskarinn frá L´Oréal Paris hefur slegið í gegn og við mælum hiklaust með honum. Fæst í Lyfju á 20% afslætti!
Retinol er eitt af þeim fáu innihaldsefnum sem sannað hefur virkni sína gegn hrukkum og fínum línum. The Ordinary selur virkar húðvörur á svakalega góðu verði og ekki skemmir fyrir að fá þær á 20% afslætti í Lyfju á Kauphlaupi!
Einn allra besti hyljari sem við höfum prófað kemur úr smiðju Lancôme og heitir All Over Concealer. Fæst í Lyfju, Smáralind!
Ef þú ert á höttunum eftir farða sem hylur einstaklega vel, er með náttúrulega áferð og hentar viðkvæmri húð er Pharmaceris-farðinn einn sá allra besti í bransanum. Verðið er líka hlægilegt miðað við gæðin. Fæst í Lyfju og nú á 20% afslætti.
Við erum á höttunum eftir hinum fullkomnu gallabuxum fyrir vorið!

Selected er með 20% afslátt af gallabuxum!

Hversu smart er þessi gallasamfestingur úr Selected? Fullt verð 29.990 kr.
Töff gallabuxur úr Galleri 17, 11.996 kr.
Það eru allir að missa sig yfir kúrekastílnum! Smart skyrta í kúrekastíl úr Galleri 17, nú 21.196 kr.
Tilvalin flík fyrir herrann í vor. Yfirskyrta úr Kultur Menn, 21.596 kr.
Brún leður eða rúskinnstaska er á óskalistanum okkar fyrir vorið. 
Vandaðar og fallegar handtöskur frá Gianni Chiarini eru til sölu í Dúka, Smáralind og eru á 30% afslætti á Kauphlaupi. Mælum með að skoða þær ef þið eruð á höttunum eftir nýrri tösku.
Töskur frá Gianni Chiarini á 30% afslætt í Dúka. Fullt verð: 41.990 kr.

Meira úr tísku

Tíska

Frískaðu upp á fataskápinn fyrir sumarið

Tíska

Þetta trend verður út um allt í sumar

Tíska

50 sætustu sundfötin fyrir sumarið

Tíska

20% afsláttur af heimsþekktum vörumerkjum á borð við Polo Ralph Lauren

Tíska

50 sætustu sparikjólarnir

Tíska

Flottasta golflína J. Lindeberg hingað til

Tíska

Þetta þurfa karlarnir að eiga í fataskápnum fyrir vorið

Tíska

Rándýr lúkk úr ZARA fyrir vorið