Fara í efni

Stílisti mælir með á útsölu

Tíska - 2. janúar 2024

Útsölur geta verið trikkí og við erum ekki hér til að segja ykkur að kaupa eitthvað í skyndi sem endar jafnvel innst inni í skáp. Góð regla er að vera vel undirbúin og festa kaup á klassískri vöru sem þú veist að stenst tímans tönn. Við fengum innblástur frá stílstjörnunum á meginlandinu og stílistinn okkar valdi nokkrar flíkur í þeim anda sem fást á útsölu í Smáralind þessa dagana. Þær eiga það allar sameiginlegt að lyfta fataskápnum upp og geta staðið með þér næstu árin.

Djúsí peysa

Á þessum árstíma eigum við heima í kósípeysum. Fjárfesting í fallegri prjónapeysu úr góðri ullarblöndu er eitthvað sem mun eldast vel í fataskápnum og koma þér í gegnum köldustu mánuði ársins. Hér eru nokkrar fallegar frá tískuviku í París og þær sem við mælum með úr verslunum Smáralindar og fást á útsölu þessi dægrin.
Djúsí kaðlapeysukjóll á Jeanette Madsen á tískuviku.
Þunnar ullarpeysur ganga við nánast hvað sem er.
Djúsí peysa við maxi-pils.
Skemmtilegir litatónar í anda Prada.
Grece Ghanem slær ekki feilnótu þegar kemur að persónulegum stíl.
Peysa í áberandi lit getur gefið fataskápnum hið fínasta búst á meðan hún heldur á þér hita.
Kasmírpeysa, Zara, 10.995 kr.
Galleri 17, 8.997 kr.
Galleri 17, 14.997 kr.
Peysa úr alpaca-ullarblöndu, Mathilda, 35.994 kr.
Golla úr góðri bómullarblöndu, Esprit, 9.897 kr.
Klassísk kaðlapeysa, Polo Ralph Lauren, Mathilda, 35.994 kr.
Skemmtilegt tvist á þessari! Zara, 6.495 kr.

Klassísk yfirhöfn

Svokallaðir Shearling-jakkar, ullarkápur og klassískir, stuttir jakkar í anda Parísardamanna eru eitthvað sem vert er að hafa augun opin fyrir á útsölunum.
Svokallaðir shearling-jakkar eru á sama tíma trendí og tímalausir.
Þessi er grúví.
Zara, 11.995 kr.
Boss, Mathilda, 47.994 kr.
Vero Moda, 9.995 kr.
Zara, 6.495 kr.
Mathilda, 35.994 kr.
Anna Dello Russo á tískuviku í klassískri kamelkápu.
Draumakápan okkar komin á útsölu! Zara, 23.995 kr.
Götutískuinnblástur frá París.
Esprit, 9.995 kr.
Mínimalísk og falleg, Zara, 23.995 kr.
Esprit, 22.497 kr.
Kápa af dýrari gerðinni á tískuviku í París.
Ljós og lekker úr Esprit, 22.497 kr.
Kaðlakápa af bestu sort, Zara, 10.995 kr.
Rykfrakkinn er eilífðareign.
Einn klassískur á góðu verði úr Vila, 12.495 kr.

Blazer

Blazerar eru án efa ein mest notaða flíkin í fataskápnum okkar. Ef þú ert búin að vera með augastað á einum sem er kominn á útsölu er þetta besti tíminn til að næla sér í hann. Hér eru nokkrar flottar stílstjörnur frá tískuviku í París til að veita innblástur og þeir sem þú getur fengið á útsölu í Smáralind.
Axlarpúðarnir gefa þessum ákveðinn x-faktor.
Gucci lúkk sem samanstendur af blazer í yfirstærð og víðum gallabuxum. Ekki má gleyma lógóbeltinu.
Bjútífúl litur á blazer.
Sparilegur og aðsniðinn blazer á Tamara Kalinic.
Ýkt strúktúraður.
Klassískur og kvenlegur.
Sand, Mathilda, 41.994 kr.
Zara, 23.995 kr.
Galleri 17, 11.997 kr.
Vero Moda, 7.995 kr.
Mathilda, 29.994 kr.
Blazer úr ullarblöndu, Zara, 14.995 kr.

Hvít skyrta

Klassísk, hvít og krispí skyrta er eitthvað sem mun alltaf koma sér vel að eiga í fataskápnum.
Hvít skyrta hefur mikið notagildi.
Hvít skyrta gengur jafnt í vinnuna við dragtarbuxur sem og sem yfirhöfn á ströndina.
Polo Ralph Lauren, Mathilda, 17.994 kr.
Skyrta úr 100% bómull, Esprit, 5.997 kr.
Zara, 4.995 kr.

Gallabuxur

Góðar gallabuxur eru gulls ígildi, svo mikið er víst. Ef þú finnur stíl á útsölu sem þú fílar, mælum við með! Þessa tíðina eru víð og síð snið inni en ekki láta stjórnast ef trendum eingöngu!
Gott dæmi um gallabuxnasnið sem er að trenda.
Emili Sindlev í „pixlaðri“ týpu á tískuviku.
Víð og síð gallabuxnasnið eru að trenda.
Týpan Astro frá Weekday, Smáralind.
Hugo, Mathilda, 14.994 kr.
Zara, 4.995 kr.
Stuttir jakkar eins og þessi eru „très chic“ og klassískir með eindæmum. Finndu þína innri frönsku gyðju!
Zara, 6.495 kr.
Stuttur jakki úr ullarblöndu, Zara, 16.995 kr.
Ullarblöndudásemd, Zara, 16.995 kr.

Meira úr tísku

Tíska

Hvað gerist þegar stílisti fer í stílistaráðgjöf?

Tíska

10 sætir sparikjólar fyrir öll tilefni

Tíska

Fylgihluturinn sem allir þurfa að eiga! Steldu stílnum frá stílstjörnunum á hátískuviku í París

Tíska

Stílistinn okkar er með augastað á þessu á útsölu

Tíska

Þetta verður í tísku hjá körlunum sumarið 2025 en þú getur stolið stílnum núna!

Tíska

Topp trend hjá skandi­navískum áhrifavöldum

Tíska

Fullkomnaðu fataskápinn fyrir sumarið

Tíska

Sætustu strigaskórnir fyrir sumarið