Fara í efni

Stílistinn okkar valdi topp 10 kápurnar fyrir haustið

Tíska - 6. september 2022

Það er eitthvað við það að fjárfesta í nýrri kápu fyrir haustið sem gefur okkur fiðrildi í magann. Tilhlökkunin yfir nýrri árstíð og spennandi tímum holdgerist einhvern veginn í þessari mikilvægu flík í fataskápnum. Stílistinn okkar er búin að vinna heimavinnuna fyrir ykkur, hér eru topp 10 kápurnar í haust.

Svört og seiðandi

Klassísk, svört kápa sem gengur við allt og ekkert er eitthvað sem mun lifa í fataskápnum um ókomin ár.
Bónusstig fyrir karlmannlegt snið og herðapúða!
Falleg útgáfa með barmblómi frá Saint Laurent.

Steldu stílnum

Zara, 12.995 kr.
Kápur með loðkraga koma sterkar inn með haustinu!

Ljós og lokkandi

Við vitum ekki með ykkur en ljós kápa úr ullarblöndu er á óskalistanum okkar fyrir haustið.
Jil Sander haustið 2022.

Steldu stílnum

Selected, 45.990 kr.
Zara, 21.995 kr.
New Yorker, 9.995 kr.

Köflótt og kúl

Það er eitthvað við köflótta mynstrið (og houndstooth ef út í það er farið) sem öskrar á haustið og við sjáum kápu í þessu klassíska mynstri fyrir okkur við svartar buxur, upphá stígvél og fallega prjónahúfu. Trés chic!
Miu Miu haustið 2022.
Chanel haustið 2022.

Steldu stílnum

Weekday, Smáralind.
Esprit, 43.995 kr.
Esprit, 37.495 kr.

Lúxus leður

Leðurjakkar eru að koma sterkir inn aftur og ekki síður rykfrakkar og kápur úr gervileðri. Við hugsum alltaf um Matrix þegar þennan stíl ber á góma. Gæti ekki verið meira töff!
Saint Laurent haustið 2022.
Chloé haustið 2022.
Ann Demeulemeester haustið 2022.

Steldu stílnum

Zara, 16.995 kr.
Vero Moda, 19.990 kr.

Reffilegur rykfrakki

Það er fátt klassískara og smartara en gamli, góði rykfrakkinn. Ef þú „layerar“ þunnar ullarpeysur undir er hann góður félagi í haust.
„Layeraðu“ galla- eða leðurjakka undir rykfrakkann fyrir aukinn hlýleika og tískuprik í kladdann!

Steldu stílnum

Selected, 39.990 kr.
Zara, 14.995 kr.
Veldu rykfrakka í haustlit til að breyta til! Þessi fæst í Weekday í Smáralind.

Grá og gordjöss

Sportmax haustið 2022.

Steldu stílnum

Weekday, Smáralind.

Peysukápa

Þessi hreinlega öskraði á okkur, taktu mig heim með þéééér!
Zara, 14.995 kr.

Fyrir útivistina

Þessar væru tilvaldar í útivistina.
66°Norður, 59.000 kr.
Lindex, 25.999 kr.
Tískudrottningin Olivia Palermo veit hvað hún syngur. Hún vill láta okkur vita að kögur er að koma sterkt inn, líka í yfirhafnatískunni!

Meira úr tísku

Tíska

Topp trend hjá skandinavískum áhrifavöldum

Tíska

Fullkomnaðu fataskápinn fyrir sumarið

Tíska

Sætustu strigaskórnir fyrir sumarið

Tíska

Frískaðu upp á fataskápinn fyrir sumarið

Tíska

Þetta trend verður út um allt í sumar

Tíska

50 sætustu sundfötin fyrir sumarið

Tíska

20% afsláttur af heimsþekktum vörumerkjum á borð við Polo Ralph Lauren

Tíska

50 sætustu sparikjólarnir