Fara í efni

Svona klæðast skvísurnar í Köben

Tíska - 5. september 2025

Göturnar í Kaupmannahöfn eru eins og tískusýning þar sem stílstjörnurnar setja tóninn á tískuviku. Við elskum að fylgjast með hvernig „skandí“-skvísurnar blanda saman flíkum og fylgihlutum og veita innblástur í hverju skrefi. Hér eru nokkur áberandi trend sem við getum tekið með okkur inn í haustið.

Blöðrubuxur

Eitt nýjasta æðið þegar buxnatískan er annars vegar er svokallað blöðrusnið sem stór tískuhús á borð við Chloé og Alaïa hafa kynnt til sögunnar. Við munum sjá mikið af þeim á næstu misserum eins og glöggir gestir dönsku tískuvikunnar tóku eftir.

Blúndurbolir yfir buxur

Eitt stærsta trendið þessa dagana, sem allir og amma þeirra virðast fíla, er að „layera“ síða blúndutoppa yfir buxur og jafnvel blúndupils. Við höfum séð þetta trend koma og fara í gegnum tíðina en sjaldan jafn áberandi og árið 2025.
Zara, 8.995 kr.
Zara, 7.995 kr.
Karakter, 10.995 kr.
Gina Tricot, 5.595 kr.

Doppur

Hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá eru doppurnar komnar til að vera- í bili.
Vero Moda, 6.990 kr.
Zara, 12.995 kr.
Vero Moda, 6.990 kr.
Hálsklútur, Zara, 3.795 kr.
Gina Tricot, 5.195 kr.

Hárskraut

Dönsku skvísurnar eru duglegar að nota hárfylgihluti á borð við stórar „scrunchies“ og klemmur í allskyns útfærslum. Hér er fínn innblástur ef þig vantar hugmyndir að hárgreiðslu.

Klútar

Klútar og slæður eru sérlega áberandi þessi misserin og gaman að sjá allskyns skemmtilegar útfærslur á þeim.
Selected, 6.990 kr.
Zara, 3.795 kr.
Lindex, 3.599 kr.
Anine Bing, Mathilda, 26.990 kr.
Leiktu þér að stílisera slæður í skemmtilegu mynstri! Hægt er að binda um mittið, höfuðið, í gegnum beltisgötin á rykfrakkanum eða utan um handfang töskunnar.

Skyggð seventís sólgleraugu

Sólgleraugu í anda áttunda áratugarins, þar sem ramminn er stór og í „aviator“ stíl og glerið er litað er það sem er vinsælast í dag.
Gina Tricot, 3.195 kr.
Karakter, 14.995 kr.
Tom Ford, Optical Studio, 76.200 kr.
Loewe, Optical Studio, 58.900 kr.

Sexy Back

Bringing sexy back, söng Justin í denn og það er akkúrat það sem við sjáum í toppatískunni í dag. Nú fær bakið að njóta sín í kynþokkafullum, opnum toppum.
Galleri 17, 18.995 kr.
Gina Tricot, 3.995 kr.

Sportí mittisjakkar

Sportí anorakkar, stuttir mittisjakkar með uppháum kraga og áreynslulaus, sportí stíll er það sem er mest áberandi þegar kemur að yfirhöfnunum þessa tíðina.
Zara, 8.995 kr.
66°Norður, 27.000 kr.
Zara, 13.995 kr.
Emporio Armani, Mathilda, 99.990 kr.
Calvin Klein, Galleri 17, 38.995 kr.
Zara, 22.995 kr.
Fallega „layeraðar“ hálsfestar með góðum skilaboðum á götum Kaupmannahafnar.

Meira úr tísku

Tíska

Heitustu yfirhafnirnar á herrana í haust

Tíska

2 ára afmæli Mathilda í Smáralind fagnað með hönnuðinum Charlotte Sparre

Tíska

Beyoncé og Levi´s­ í eina sæng

Tíska

Aftur í skólann með Galleri 17

Tíska

Skólastart með stæl

Tíska

Buxur og pils til að fríska upp á fataskápinn fyrir haustið

Tíska

Langstærsta trendið á tískuviku í Köben

Tíska

Gírinn fyrir verslunarmanna­helgina