Fara í efni

Þetta verður það heitasta hjá körlunum í haust

Tíska - 30. september 2021

Við fórum í gegnum tískusýningar stærstu hönnunarhúsa heims og komumst að því hvað verður það allra heitasta hjá körlunum í haust.

Red Hot

Rauði þráðurinn í hausttísku karla er rauði liturinn sem óvenjumörg stærstu tískuhúsa heims kynntu til leiks. Trikkið við þetta trend er að leyfa einni flík eða fylgihlut að njóta sín í rauða litnum og halda restinni af átfittinu í beisik litatónum.

Hér er Jil Sander búin að para hárauðan og vínrauðan saman á snilldarlegan máta. Takið líka eftir hálsmeninu, ef okkur skjátlast ekki þá stendur þarna mother, hversu krúttað?

Mynd: IMAXtree.

Í búðum

Smart jakkaföt frá Selected, 19.990/13.990 kr.

Leddari

Tískuhús á borð við Loewe, Fendi og Prada sendu sjúklega smart yfirhafnir úr leðri niður tískusýningarpallinn. Frakkar og jakkar úr leðri verða sjóðheitir í haust og vetur ef eitthvað er að marka tískuspekúlantana á meginlandinu.

Í búðum

Skrítið og skræpótt

Næsta trend sem við tökum fyrir er ekki allra en fjölmörg tískuhús veðja á skrítnar og skræpóttar peysur fyrir haustið.

Í búðum

Rykfrakkar

Rykfrakkinn er fyrir löngu orðin að klassík í fataskápum allra kynja en að fjárfesta í einum slíkum verður að teljast til góðra kaupa, rykfrakkar voru mjög vinsælir á hausttískusýningarpöllunum. Skoðum nokkra flotta.

Í búðum

Karamellutónar

Síðustu misseri hefur 70´s-tískan tröllriðið bæði kven- og karlatískunni þar sem karamellulitatónar hafa verið sérlega áberandi. Við fáum vatn í munninn yfir þessu trendi!

Í búðum

Rúllukragi

Það er ekki eins og rúllukragapeysa sé tímamótahugmynd fyrir haustið en flest stærstu tískuhúsanna sendu nokkrar slíkar niður pallinn og sýndu frumlegar leiðir til að „layera“ hana.

Í búðum

Smart stígvél

Gamaldags regnstígvél hafa verið að skjóta upp kollinum, bæði í kven- og karlatískunni.

Meira úr tísku

Tíska

Það verður bókstaflega ALLT í þessum lit í vor

Tíska

Svona kjólar verða út um allt á næstunni

Tíska

Götutískan í London

Tíska

Megatrend í Mílanó

Tíska

Þessi trend voru út um allt á tískuviku í París

Tíska

Steldu stílnum af smörtustu konum heims á tískuviku í París

Tíska

Val stílista á Tilboðsvöku í Smáralind

Tíska

Trendin sem við viljum tileinka okkur frá tískuviku í New York