Red Hot
Rauði þráðurinn í hausttísku karla er rauði liturinn sem óvenjumörg stærstu tískuhúsa heims kynntu til leiks. Trikkið við þetta trend er að leyfa einni flík eða fylgihlut að njóta sín í rauða litnum og halda restinni af átfittinu í beisik litatónum.
Louis Vuitton haust 2021. Louis Vuitton. Isabel Marant. Isabel Marant. Myndir: IMAXtree.

Hér er Jil Sander búin að para hárauðan og vínrauðan saman á snilldarlegan máta. Takið líka eftir hálsmeninu, ef okkur skjátlast ekki þá stendur þarna mother, hversu krúttað?
Mynd: IMAXtree.
Eleventy haust 2021. Fendi haust 2021. Hermès. Giorgio Armani.
Í búðum
66°Norður, 130.000 kr. Zara, 6.495 kr. Selected, 13.990 kr. Zara, 6.495 kr. Zara, 6.495 kr. Dressmann, Smáralind. New Yorker, 2.495 kr. Zara, 12.995 kr. Weekday, Smáralind. Dressmann, Smáralind. Zara, 1.995 kr. Levi´s, 11.990 kr. Polo Ralph Lauren-vörurnar fást í Herragarðinum, Smáralind.

Leddari
Tískuhús á borð við Loewe, Fendi og Prada sendu sjúklega smart yfirhafnir úr leðri niður tískusýningarpallinn. Frakkar og jakkar úr leðri verða sjóðheitir í haust og vetur ef eitthvað er að marka tískuspekúlantana á meginlandinu.
Giorgio Armani. Giorgio Armani. Fendi. Brioni. Brioni. Brunello Cucinelli. Hermès. Prada.
Í búðum
Zara, 10.995 kr. Zara, 10.995 kr. Zara, 10.995 kr. Zara, 12.995 kr. Zara, 10.995 kr.
Skrítið og skræpótt
Næsta trend sem við tökum fyrir er ekki allra en fjölmörg tískuhús veðja á skrítnar og skræpóttar peysur fyrir haustið.
Dior. Loewe. Hermès. Giorgio Armani.
Í búðum
Weekday, Smáralind. Zara, 6.495 kr.
Rykfrakkar
Rykfrakkinn er fyrir löngu orðin að klassík í fataskápum allra kynja en að fjárfesta í einum slíkum verður að teljast til góðra kaupa, rykfrakkar voru mjög vinsælir á hausttískusýningarpöllunum. Skoðum nokkra flotta.
Louis Vuitton. Burberry. Loewe. Fendi.
Í búðum
Selected, 29.990 kr. Zara, 19.495 kr.
Karamellutónar
Síðustu misseri hefur 70´s-tískan tröllriðið bæði kven- og karlatískunni þar sem karamellulitatónar hafa verið sérlega áberandi. Við fáum vatn í munninn yfir þessu trendi!
Tod´s. Emanuel Ungaro. Officine Generale. Fendi. Iceberg.
Í búðum
Weekday, Smáralind. Zara, 6.495 kr. Esprit, 8.995 kr. Zara, 8.495 kr. Levi´s, 12.490 kr. Selected, 13.990 kr. Esprit, 14.995 kr. Dressmann, Smáralind. Selected, 55.990 kr.
Rúllukragi
Það er ekki eins og rúllukragapeysa sé tímamótahugmynd fyrir haustið en flest stærstu tískuhúsanna sendu nokkrar slíkar niður pallinn og sýndu frumlegar leiðir til að „layera“ hana.
Jil Sander. Fendi. Ofurfyrirsætan Mark Vanderloo fyrir Brunello Cucinelli.
Í búðum
Stenströms fæst í Herragarðinum. Zara, 7.495 kr.
Smart stígvél
Gamaldags regnstígvél hafa verið að skjóta upp kollinum, bæði í kven- og karlatískunni.
Dries Van Noten. Loewe.
Tod´s, (Tods.com) 59.057 kr. Zara, 7.495 kr.