Fara í efni

Þórunn Högna mun ekki klæðast Crocs og hefur aldrei átt flíspeysu

Tíska - 18. janúar 2023

Þórunn Högna hefur lengi haft mikinn áhuga á öllu sem viðkemur tísku og hönnun. Henni finnst gaman að hafa sig til, spáir mikið í tísku og hefur gert það síðan hún var krakki. Sjálf segist hún vera með sinn eigin stíl og vill alls ekki vera eins og allir aðrir. Eða eins og hún orðar það: „Ég hef aldrei verið feimin þegar kemur að klæðaburði“. Í samtali við HÉR ER ræðir Þórunn Högna stílinn, tískufyrirmyndir og áhrifavalda.

Ég hef lengi haft mikinn áhuga á öllu sem viðkemur tísku og hönnun. Mér finnst mjög gaman að hafa mig til, spái mikið í tískunni og hef gert það síðan ég var krakki. Ég er oftast búin að ákveða með góðum fyrirvara í hverju ég ætla að vera hverju sinni.

Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum?

„Hann er oft djarfur, fágaður en þægilegur. Ögrandi litir og sportí í bland við pínu glamúr; pallíettur eða glimmerflíkur.“

Áttu þér tískufyrirmynd?

Kannski ekki fyrirmynd en mér finnst finnst Jenna Lyons hönnuður flott. Ég elska stílinn hennar og finnst allt sem hún klæðist töff. Svo er bloggarinn og stílistinn Gitta Banko með mjög fjölbreyttan og flottan stíl, algjör töffari. Fylgist reglulega með þeim og fæ oft innblástur frá þeim.“

En uppáhaldshönnuð?

„Ég á nokkra uppáhalds. Ég er mjög hrifin af hátískumerkjum eins og Fendi, Gucci og Louis Vuitton. Malene Birger hefur lengi verið í uppáhaldi líka. Svo á ég margar flíkur frá íslenskum hönnuðum eins Sagebysagasif, AndreabyAndrea og Freebird Clothes. Síðan finnst mér Zara alltaf vera „spot on“ þegar kemur að tísku.“

Hönnuðurinn Jenna Lyons og stílistinn Gitta Banko eru meðal annars tískufyrirmyndir Þórunnar.

Hin fagra Gitta Banko.
Jenna Lyons er með einstakan stíl.

Á óskalista Þórunnar

Galleri 17, 17.995 kr.
Zara, 25.995 kr.
Icewear, 44.990 kr.
Fendi, Optical Studio, 66.600 kr.
Vero Moda, 16.990 kr.
Zara, 1.595 kr.

Hvert sækirðu innblástur?

„Ég sæki innblástur allsstaðar. Skoða mikið á Pinterest, í fallegum fatabúðum, í tískutímaritum, á ferðalögum erlendis og mér finnst mjög gaman að fylgjast með götutískunni. En fyrst og fremst vil ég skapa minn eigin stíl. Og ég hef aldrei verið feimin þegar kemur að klæðaburði.“

Hvað finnst þér vera ómissandi í fataskápinn?

„Blazer, góðar gallabuxur, hvítir strigaskór, „oversized“ bolur, svartur kjóll sem þú getur dressað upp og niður, svartir hælar. Það er hægt að gera mikið með þessum flíkum, bæði „casual“ og „dressy“.“

Hvað er á óskalistanum?

„Það er alltaf eitthvað á mínum óskalista. Ég er til dæmis nýbúin sjá „oversized“ Louis Vuitton tösku sem er væntanleg á þessu ári og er ofarlega á listanum. Síðan fékk ég geggjaða Fendi Clutch í jólagjöf sem var lengi búin að vera á óskalistanum. Ég á bara aldrei nóg af töskum og skóm!“

Fendi Clutch var lengi búin að verma óskalista Þórunnar en hún fékk hana í jólagjöf.
Þórunn Högna segist aldrei eiga nóg af töskum og skóm.

Hver eru bestu kaupin?

„Erfitt val, en ég keypti mér fyrir nokkru síðan Gucci Loafers sem komu alveg svakalega á óvart. Þeir einhvern veginn passa við allt og eru ekki bara töff heldur líka þægilegir. Ég og Birgitta dóttir mín notum þá til skiptis yfir vetramánuðina. Svo keypti ég mér líka köfflóttan „oversized“ blazer úr Zöru fyrir tveimur árum sem er ein mest notaða flíkin í fataskápnum.“

Áttu þér uppáhalds flík?

„Ég á mér margar uppáhaldsflíkur og marga uppáhalds skó. Mér finnst svolítið erfitt að velja á milli, en ég hugsa að Gucci X North Face-gönguskórnir mínir séu ofarlega á lista. Hef stundum lagt mikið á mig til þess að eignast annað hvort einhverja skó eða flík og þegar ég sá þessa skó, og samstarfið hjá Gucci og North Face, þá bara varð ég að eignast þá. Skórnir voru búnir nánast alls staðar en ég hætti ekki fyrr en ég fann þá og stuttu síðar voru þeir uppseldir. Já, svo elska ég allar pallíettuflíkurnar mínar.“

Er eitthvað sem þú gætir aldrei hugsað þér að klæðast?

„Crocs. Og ég hef aldrei átt flíspeysu!“

Hefurðu alltaf verið svona flott til fara?

„Ég hef lengi haft mikinn áhuga á öllu sem viðkemur tísku og hönnun. Finnst mjög gaman að hafa mig til, spái mikið í tísku og hef gert það síðan ég var krakki. Er oftast búin að ákveða með góðum fyrirvara í hverju ég ætla að vera hverju sinni. Þegar ég var lítil þá fékk ég ekki páskaegg – ég borðaði ekki súkkulaði - en fékk í staðinn föt. Svo saumaði mamma mín oft föt á mig og frænka mín líka. Það kom fyrir að ég sá einhverja flík í tískublaði og bara varð að eignast hana og þá var saumað eftir henni. Ég er með minn eigin stíl og vil ekki vera eins og allir aðrir.“

Gucci „loafers“ eru ein bestu kaup Þórunnar.

Stærstu tískumistök sem þú hefur gert?

„Þau hafa nú verið nokkur í gegnum árin en ég man sérstaklega eftir einu. Þegar ég var úti í París í námi þá keypti ég mér plastjakka sem mér fannst trylltur. Fannst ég algjör skutla í honum. Mætti síðan í honum á skemmtistað og þegar ég var komin innan um fólk þá fylltist jakkinn af móðu út af hitanum. Ég var ekki lengi að henda honum úr fataskápnum.“

Hvað hefur reynslan kennt þér?

„Hún hefur kennt mér að þægindi skiptir miklu máli þegar kemur að fatnaði. Ég spái mikið í það þegar ég kaupi mér föt. En viðurkenni alveg líka að stundum tek ég útlitið fram yfir þægindi.“

Lumarðu í lokin á einhverju góði trixi sem þú ert til í að deila?

„Axlapúðar gera ótrúlega mikið fyrir jakka og suma kjóla og flottir treflar setja oft punktinn yfir i-ið. Svo finnst mér stórir og miklir skartgripir fullkomna dressið.“

Dress dagsins

Þórunn Högna er dugleg við að skrásetja dress dagsins eins og sjá má og er óhrædd við mynstur, glimmer og áberandi liti.

Meira úr tísku

Tíska

20% afsláttur af heimsþekktum vörumerkjum á borð við Polo Ralph Lauren

Tíska

50 sætustu sparikjólarnir

Tíska

Flottasta golflína J. Lindeberg hingað til

Tíska

Þetta þurfa karlarnir að eiga í fataskápnum fyrir vorið

Tíska

Rándýr lúkk úr ZARA fyrir vorið

Tíska

Stílisti mælir með á afslætti á Kauphlaupi

Tíska

Hátískusólgleraugu á 25% afslætti

Tíska

Skrifstofu­gyðjan slær í gegn