Fara í efni

80 flottustu sparidressin

Tíska - 27. maí 2021

Ertu á leiðinni í útskriftarveislu, brúðkaup, afmæli, partí? Nú fögnum við öllu því sem fagna má en í hverju eigum við að vera? Hér eru flottustu sparidress sumarsins á einu fati!

Rómantík

Tískuhúsið Zimmermann er rómað fyrir rómantíska kjóla og margir úr þeirra smiðju eru hreinlega unaðslegir.

Zimmermann vor 2021. Mynd: IMAXtree.

Isabel Marant er svolítið fyrir hippalegan kúrekastíg en hér má sjá snið sem er vinsælt næstu misserin. Púffaðar ermar eru ekki að fara neitt!

Isabel Marant vor 2021. Mynd: IMAXtree.

Kjólar í undirfatastíl eru sjóðheitir og sexí en þessi fallegi lillafjólublái kjóll er úr smiðju Victoriu Beckham.

Victoria Beckham vor 2021. Mynd: IMAXtree.

Kjólar frá Jenny Packham eru tilvaldir á Óskarshátíðina enda íburðarmiklir með meiru.

Jenny Packham vor 2021. Mynd: IMAXtree.

Hönnuðurinn Zuhair Murad er einnig vinsæll meðal Hollywood-stjarnanna.

Zuhair Murad vor 2021. Mynd: IMAXtree.
Zara, 6.495 kr.

Fleiri fallegir frá Zimmermann.

Gullfallegur og sumarlegur kjóll frá Zara, 8.495 kr.

Alessansdra Rich hefur slegið í gegn með kvenlegum og „ömmulegum“ kjólum sem eru akkúrat svo vinsælir þessi dægrin.

Alessandra Rich vor 2021. Mynd: IMAXtree.

Svart/hvítt

Klassík sem stenst tímans tönn og fer aldrei úr tísku.

Einn af uppáhaldskjólunum okkar úr vorlínum stærstu tískuhúsanna kemur frá Ports 1961.

Ports 1961.
Ports 1961. Myndir: IMAXtree.

Kjóll frá Reem Acra sem gerir galaklæðnað nútímalegri með því að blanda stuttermabol við satínpils. Minnir okkur á dressið sem Sharon Stone klæddist á Óskarnum í den.

Reem Acra vor 2021. Mynd: IMAXtree.
Annar einstaklega dramatískur og fallegur kjóll frá Zuhair Murad. Mynd: IMAXtree.

„Götóttar“ flíkur í anda þessa kjóls frá Victoriu Beckham eru trendí í sumar.

Victoria Beckham vor 2021. Mynd: IMAXtree.
Geggjaður blazer-kjóll frá Zara, 14.995 kr.

Bródering og blúndur

Hvítir blúndukjólar eru sívinsælir á þessum árstíma og bróderaðir toppar og kjólar eru það einnig. Flíkur úr hör tröllríða tískuheiminum líka þessi misserin en margir hallast að því náttúrulega efnisvali þegar hlýna fer í veðri.

Johanna Ortiz vor 2021. Mynd: IMAXtree.
Zara, 6.495 kr.
Zara, 6.495 kr.
Alberta Ferretti klikkar ekki á rómantíkinni í ítölskum anda. Mynd: IMAXtree.
Karakter, 30.995 kr.
Temperly London vor 2021. Mynd: IMAXtree.
Elie Saab gerir dásamlega (og rándýra kjóla!)

Litadýrð

Við elskum litina sem eru vinsælir í sumar, svo hjartanlega kærkomnir eftir grámyglulegan vetur.

Alberta Ferretti vor 2021. Mynd: IMAXtree.
Hin danska Stine Goya er meistari í skrítnum og skemmtilegum litasamsetningum!

Red hot

Kona í rauðu, þarf að segja meira?

Nude

Alberta Ferretti vor 2021. Mynd: IMAXtree.

Þá er bara að mæta í Smáralind og máta!

Meira úr tísku

Tíska

Megabeibin í Mílanó

Tíska

Skrautleg götutíska á tískuviku í London

Tíska

Skórnir og stígvélin sem stílistinn okkar veðjar á í haust

Tíska

Steldu stílnum frá stílstjörnunum

Tíska

Best klæddu konurnar á tískuviku í New York

Tíska

Buxurnar sem svölu stelpurnar klæddust á tískuviku í New York

Tíska

Allt sem þú þarft að vita um hausttrendin 2022

Tíska

Nýjar skólínur frá Dóru Júlíu og Andreu Röfn