Við erum farin að horfa fram á veginn, það verður ekki alltaf janúar og mínus tíu gráður! Þá er möst að eiga smart gallajakka. Þessi tveir eru á óskalistanum okkar.
Hversu smart?
Beisik bolir með áhugaverðu tvisti eru æðið okkar núna.
Við erum í endalausri leit að hinum fullkomna blazer. Þessi er kominn í spilið. Hann er úr ullarblöndu og sérlega vandaður, síður og fallega sniðinn. Hægt að máta í Zara í Smáralind! Líka til í tjúllaðri gráblárri og brúnni litasamsetningu.
Peysukjóll er frábær milli-árstíðarflík. Parast sérlega vel við upphá stígvél og attitjúd!
Smart heimagalli er á óskalistanum okkar, þessi kemur vel til greina en hann fæst í Monki.
Þessi leðurjakki í yfirstærð kallar nafnið okkar.
Falleg gleraugu eru besti fylgihluturinn-og praktískur í leiðinni! Þessi týpa frá franska tískuhúsinu Chloé má gjarnan rata á andlitið á okkur.
Þessi lítur út fyrir að vera töluvert dýrari en hún í rauninni er. Bjútí!
Það er svolítill Bottega Veneta-bragur á þessari úr Lindex.
Leitin að góðum æfingaleggings er í fullum gangi. Þessar lúkka vel, uppháar og beisik!
Hversu sexí eru þessi frá Jeffrey Campbell? Paraðu við skinny-buxur og leggirnir líta út fyrir að vera extra langir!