Fara í efni

Ef stílistinn okkar fengi að ráða væri þetta í innkaupakörfunni

Tíska - 10. janúar 2023

Stílistinn okkar vinnur við það að sigta út hvað er heitast hverju sinni, þetta er það sem hún er með á radarnum þessa stundina.

Við erum farin að horfa fram á veginn, það verður ekki alltaf janúar og mínus tíu gráður! Þá er möst að eiga smart gallajakka. Þessi tveir eru á óskalistanum okkar.

Það er einhver smart retrófílingur í þessum!
Selected, 25.990 kr.
Gallajakki í yfirstærð er góður til þess að „layera“ í vor.
Monki, Smáralind.
Gallajakki í yfirstærð er möst í fataskápinn með hækkandi sól!

Svokallaðir bomber-jakkar verða aðalmálið í vor.

Weekday, Smáralind.
Puffer-jakki er góður á milli árstíða.
Zara, 10.995 kr.
Bomber-jakkinn verður flík vorsins, sannaðu til!

Rykfrakkinn er klassík sem gott er að eiga í fataskápnum, þessar nútímalegu týpur eru á radarnum okkar.

Vero Moda, 24.990 kr.
Weekday, Smáralind.
Weekday, Smáralind.
Zara, 27.995 kr.
Rykfrakki er fullkominn flík til að „layera“ með á milli árstíða.

Hversu smart?

Zara, 19.495 kr.

Grófir kuldaskór eru á óskalistanum okkar.

 

Tommy Hilfiger, Steinar Waage, 32.995 kr.
Nude of Scandinavia, Kaupfélagið, 39.995 kr.

Beisik bolir með áhugaverðu tvisti eru æðið okkar núna.

Zara, 3.495 kr.
Geggjuð Khaite-stæling hjá H&M. Fæst í Smáralind.
Weekday, Smáralind.
H&M er að gera geggjaða hluti í hönnun á toppum og samfellum þessa dagana. Þessi fæst í Flagship-verslun H&M í Smáralind.
Diesel er með massa kombakk! Galleri 17, 15.995 kr.
Esprit, 7.495 kr.
Zara, 4.495 kr.
Við mælum með því að fylgja Tamara Kalinic á Instagram og með Youtube-myndböndum hennar. Hún elskar toppa frá tískuhúsinu Khaite sem hefur án efa haft mikil áhrif á tísku síðustu ára.

Við erum í endalausri  leit að hinum fullkomna blazer. Þessi er kominn í spilið. Hann er úr ullarblöndu og sérlega vandaður, síður og fallega sniðinn. Hægt að máta í Zara í Smáralind! Líka til í tjúllaðri gráblárri og brúnni litasamsetningu.

Zara, 14.995 kr.

Peysukjóll er frábær milli-árstíðarflík. Parast sérlega vel við upphá stígvél og attitjúd!

Zara, 8.495 kr.

Smart heimagalli er á óskalistanum okkar, þessi kemur vel til greina en hann fæst í Monki.

Monki, Smáralind.

Þessi leðurjakki í yfirstærð kallar nafnið okkar.

Zara, 10.995 kr.

Falleg gleraugu eru besti fylgihluturinn-og praktískur í leiðinni! Þessi týpa frá franska tískuhúsinu Chloé má gjarnan rata á andlitið á okkur.

Chloé, Optical Studio, 52.900 kr.

Þessi lítur út fyrir að vera töluvert dýrari en hún í rauninni er. Bjútí!

Zara, 5.495 kr.

Það er svolítill Bottega Veneta-bragur á þessari úr Lindex.

Lindex, 7.999 kr.

Hversu kjút peysur úr Monki?

Monki, Smáralind.
Monki, Smáralind.
Selected, 13.990 kr.

Leitin að góðum æfingaleggings er í fullum gangi. Þessar lúkka vel, uppháar og beisik!

Air, 9.995 kr.

Hversu sexí eru þessi frá Jeffrey Campbell? Paraðu við skinny-buxur og leggirnir líta út fyrir að vera extra langir!

Jeffrey Campbell, GS Skór, 44.995 kr.

Meira úr tísku

Tíska

Fermingarfötin í Galleri 17

Tíska

Erum við til í þetta trend aftur? Kíkjum á götutískuna í New York

Tíska

Hugmyndir að sparidressum fyrir fermingar­veisluna

Tíska

Steldu stílnum frá best klæddu körlunum á tískuviku

Tíska

Götutískan í Köben

Tíska

Hátískan í París

Tíska

Tískan sem tröllríður Tik Tok

Tíska

Trendið sem kemur alltaf aftur er mætt með látum