Fara í efni

Kultur menn opnar í Smáralind

Tíska - 29. nóvember 2021

Stórglæsileg Kultur menn opnaði í Smáralind á dögunum en það er hvorki meira né minna en tólfta verslunin sem NTC-keðjan opnar.

Kultur menn leggur áherslu á gæða þjónustu og vandaðar vörur á breiðu verðbili frá þekktum vörumerkjum. Má þar nefna Paul Smith, Tiger of Sweden, J. Lindeberg, Tommy Hilfiger og Matinique ásamt ítölskum skóm frá Brecos og Hundred.

Kultur Menn býður upp á svokallaða „Shop in Shop“-golfverslun sem selur vinsæla J. Lindeberg-golffatnaðinn og fylgihluti fyrir öll kynin.

Golffatnaðurinn frá J. Lindeberg hefur slegið í gegn um heim allan og er mjög áberandi á stóru PGA-golfmótunum. Íslendingar hafa einnig tekið vörumerkinu fagnandi. Nú er hægt að fá J. Lindeberg fyrir öll kynin í Kultur menn í Smáralind.

Tískuvörumerkið Matinique er vinsælt meðal íslenskra karlmanna enda sérlega vönduð og falleg vara.

Við mælum með heimsókn í nýja og stórglæsilega Kultur menn í Smáralind. Þar finnur þú pottþétt smart jólagjöf fyrir karlana í þínu lífi.

Meira úr tísku

Tíska

Steldu stílnum frá smörtustu körlum Evrópu

Tíska

Flottustu (og ljótustu) skórnir í vor

Tíska

Íslenskir karlmenn mættu vera flippaðri í fatavali

Tíska

Trendin sem gera okkur enn spenntari fyrir vorinu

Tíska

Hvað er þess virði að kaupa á útsölu?

Tíska

Heitustu trendin fyrir 2022

Tíska

Áramótalúkkið 2021

Tíska

Best klæddar í Köben