Tískuvikan í New York er hafin og borgin iðar af lífi. Það er ekki bara á pöllunum sem við fáum innblástur – fyrirsæturnar sjálfar stela senunni þar sem þær þeytast um á milli sýninga. „Model off duty“-stíllinn er alltaf jafn áhugaverður, afslappaður en á sama tíma fágaður, og sýnir hvernig tískan nýtur sín utan sviðsljósins.